71 – SSV stjórn

admin

71 – SSV stjórn

 Stjórnarfundur haldinn í Hótel Reykholti  
fimmtudaginn 10. september 2009

Stjórnarfundur haldinn í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fimmtudaginn 10. september kl. 20.  Mættir voru:  Páll Brynjarsson, Hrönn Ríkharðsdóttir, Erla Friðriksdóttir, Kristjana Hermannsdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir og Ása Helgadóttir.  Þorgrímur Guðbjartsson boðaði forföll og situr því Ása Helgadóttir fundinn sem hans varamaður.  Eydís Aðalbjörnsdóttir boðaði einnig forföll.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.                   Undirbúningur aðalfundar

2.                   Endurnýjun menningarsamninga.

3.                   Fundargerðir

4.                   Önnur mál.

 

Undirbúningur aðalfundar

Rætt um skýrslu stjórnar, fjárhagsáætlun og starfsmenn aðalfundar.  Samþykkt að leggja fjárhagsáætlun fram til aðalfundar.  Farið yfir drög að ályktunum.    

 

Endurnýjun menningarsamninga.

Páll Brynjarsson sagði frá því að óskað hefði verið eftir fundi með menntamálaráðherra.

 

Fundargerðir

a.       Sorpurðun Vesturlands hf. 20.08.2009

b.      Verkefnisstjórn um aukna hagsmunagæslu íslenskra sveitarfélaga á sviði úrgangsmála 05.06.09.

c.       Menningarráð Vesturlands, 24.08.09

d.      UKV aðalfundur og stjf. 07.09.09

e.       Minnisblað frá fundi Sambandsins með Högna S. Kristjánssyni um skipulag aðildarviðræðna ESB. 03.09.09.

Lagðar fram.

 

Önnur mál.

Heimsókn frá Finnlandi 27. ágúst 2009.

Páll Brynjarsson og Hrefna B. Jónsdóttir sögðu frá heimsókn fulltrúa atvinnuþróunarfélaga frá Finnlandi 27. ágúst sl.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:30.

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.