12 – SSV samgöngunefnd

admin

12 – SSV samgöngunefnd

F U N D A R G E R Ð
Samgöngunefndar 25. febrúar 2005.

 

Fundur haldinn í samgöngunefnd SSV, föstudaginn 25. febrúar 2005 kl. 16:30 í Mótel Venus í Hafnarskógi.  Mættir voru:  Davíð Pétursson, Guðmundur Vésteinsson, Sigurður Rúnar Friðjónsson, Kristinn Jónasson og Kolfinna Jóhannesdóttir.  Einnig voru mætt Hrefna B. Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð, og Magnús Valur Jóhannsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar.  Dagný Þórisdóttir og Þórður Þórðarson boðuðu forföll og sáu varamenn þeirra sér ekki fært að mæta í þeirra stað.
  
Kosning formanns.

Aldursforseti nefndarinnar setti fund og sagði fyrsta mál á dagskrá að kjósa formann.  Kristinn Jónasson gerði að tillögu sinni að Davíð Pétursson yrði formaður og var það samþykkt samhljóða.

 

Magnús Valur segir frá stöðu framkvæmda á Vesturlandi.
Magnúr Valur fór yfir stöðu framkvæmda á Vesturlandi og afhenti nefndarmönnum kort af Vesturlandi máli sínu til stuðnings.   

Endurskoðun vegaáætlunar 2005 – 2008 stendur nú yfir.  Núgildandi vegaáætlun er því í ákveðnu uppnámi.  Ljóst er að framkvæmdir á árinu 2006 verði litlar þar sem mikið var skorið niður af framkvæmdafé.

Líflegar umræður urðu um yfirstandandi framkvæmdir og hugsanlega væntanlegar framkvæmdir.  Kolfinna lagði fram erindi til Magnúsar Vals varðandi Þverárhlíðarveg um Kleifar.  Áhersluverkefni sem fram komu í máli fundarmanna eru mörg  og koma fram mikilvægi um aukafjárveitingu í safnvegi og tengivegi.

 

Kristinn vakti athygli á góðu framtaki Vegagerðarinnar við lagfæringu ,,hopp” vega á svæðinu en sagði hann að átak hefði verið í að lægfæra hæðir á vegum og jafna þær.  Hann vakti einnig athygli á slæmu gsm sambandi sem er mjög víða.  Lögð var áhersla á þéttingu gsm netsins.

 

Sigurður Rúnar vakti athygli á þungri umferð í nágrenni stóiðjunnar á Grundartanga og vöntun þriðju akreinar frá Hvalfjarðargöngum að Grundartanga.  Hönnunarstaðlar verði lækkaðar á tengivegum en megináherslan verði á bundið slitlag.

 

Samþykkt að óska eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins og fá hann við fyrsta tækifæri.  Lögð áhersla á að þingmenn geti almennt mætt.

 

Önnur mál.
a) Erindi Dalabyggðar
Lagt fram erindi frá Dalabyggð varðandi einbreiðar brýr.
Lagt fram afrit af bréfi til vegamálastjóra frá sumarbústaðafélögum í Skorradalshreppi.

 

Fundi slitið kl. 18:00.

 

Fundarritari
Hrefna B. Jónsdóttir