53 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

53 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ
53.  FUNDUR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Miðvikudaginn 09.03.2005 kl. 16.00 í fundarsal bæjarskrifstofu Borgarbyggðar að Borgarbraut 11, Borgarnesi.
Mættir voru:  
Rúnar Gíslason
    Jón Pálmi Pálsson
Björg Ágústsdóttir
    Sigrún Pálsdóttir
Hallveig Skúladóttir
Finnbogi Rögnvaldsson.
    Ragnhildur Sigurðardóttir
    Helgi Helgason
    Laufey Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð

1. Greint frá viðræðum við umhverfisráðherra, sem fram fóru fyrr um morguninn, um yfirtöku á eftirliti frá UST.
Rúnar gerði grein fyrir viðræðum við ráðherra og ráðuneytisstjóra um morguninn. Lagðir fram minnispunktar framkv.stj. um samskipti HeV og Ust vegna framsalsmála og drög að bréfi til ráðherra.
Sigrún ítrekaði fyrri afstöðu sína til þessa máls.
2. Greinargerð frá UST vegna starfsleyfistillögu fyrir rafskautaverksmiðju Katanesi.
Framkv.stj. kynnti málið og las upp bréf heilbrigðisnefndarinnar til Ust. þann 17. janúar s.l. Nefndin taldi að efni bréfsins hefði ekki verið svarað að fullu.
 
Samþykkt að óska eftir nánari skýringum og beina því til Ust að kynningarfundur yrði haldinn fyrir nágranna og alla sem að málinu koma áður en starfsleyfi yrði gefið út.
 
3. Nýr starfskjarasamningur milli heilbrigðisnefndar og starfsmanna.
Rúnar og Jóni Pálmi greindu frá efni samningsins.
 
Samningurinn samþykktur og undirritaður. Starfsmenn viku af fundi vegna umræðna og ákvörðunar um þennan lið.
 
4. Málefni Laugafisks.
Fyrir fundinum lá tölvubréf framkvæmdastjóra Laugafisks og umsókn fyrirtækisins og fleiri aðila um styrkveitingu vegna vinnu sem hrinda á af stað til að kanna lyktaruppsprettur frá heitloftsþurrkun fiskafurða og finna hreinsitæki til að slá á lyktarmengunina.
Laufey kynnti ástand mála m.a. með hliðsjón af gæðum hráefnis sem bærist til fyrirtækisins. Kom fram að enn kæmi hráefni til fyrirtækisins sem ekki væri ísað þrátt fyrir yfirlýsingar fyrirtækisins um annað.
 
Samþykkt að ítreka fyrri samþykkt heilbrigðisnefndar, frá 22. desember 2004, um að allt hráefni komi ísað. Þá verði fyrirtækinu tilkynnt að heilbrigðisnefnd muni að óbreyttu samþykkja að dregið yrði úr framleiðslunni um helming yfir heitustu mánuðina. Fyrirtækinu boðið að senda fulltrúa á fund með heilbrigðisnefndinni, koma fram með sínar útskýringar og ræða þessi mál. Gefnar eru 3 vikur til að koma með athugasemdir.
 
5. Lögð fram starfsleyfisdrög  fyrir starfsemi fiskeldisfyrirtækis Geirsár ehf. Hvalfjarðarströnd og athugasemdir við þau.
Fyrir lá umsókn Geirsár ehf, starfsleyfisdrög og athugasemdir prestssetrasjóðs, sóknarprests Saurbæjar, sveitarstjórnar Hvalfjarðarstrandarhrepps og Umhverfisstofnunar. Þá kom inn á fundinn bréf Geirsár ehf., dags. 09.03.2005, þar sem gefnar eru skýringar vegna athugasemda.
 Framkv.stj.  kynnti málið. Sagði hann að fyrirtækið hefði sótt um þorskeldi í sjó (180 tonn) og bleikjueldi í landi (20 tonn). Samkvæmt bréfi Geirsár ehf. í dag hefði fyrirtækið dregið til baka umsókn sína um þorskeldi í sjó. Kom fram í máli framkv.stj. að fyrirtækið hefði hafið starfsemi (seiðaeldi) án starfsleyfis. Jafnframt greindi hann frá ágreiningi aðila um vatnstöku og öðrum athugasemdum sem fram hefðu komið m.a. vegna rotþróar alifuglasláturhúss að Stiklum og fl..
 
Samþykkt að gefa út starfsleyfi fyrir allt að 20 tonna ársframleiðslu á bleikju í samræmi við framlögð gögn.
 
6. Afgreiðsla starfsleyfa


ÁTVR, Akranesi, endurnýjun
ÁTVR, Borgarnesi, endurnýjun
ÁTVR, Ólafsvík, endurnýjun
ÁTVR, Grundarfirði, endurnýjun
ÁTVR, Stykkishólmi, endurnýjun
ÁTVR, Búðardal, endurnýjun
Ævintýraland ehf., sumardvalarheimili, Hvanneyri, endurnýjun
Leikskólinn Búðardal, útibú í kjallara Dalabúðar, til 01.07.2005
Catco vín ehf, Vallarási 3, Borgarnesi, breytt starfsemi
Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ, Laugum, Sælingsdal
Samkomuhúsið í Grundarfirði, tóbakssöluleyfi
Tjörvar ehf, gæludýraverslun, Borgarbraut 58-60, Borgarnesi, umsögn til UST
Landflutningar-Samskip, Engjaási 2, Borgarnesi, endurnýjun
Fótaaðgerðarstofa Unnar, Sæbóli 30, Grundarfirði
Söluskáli og bensínstöð Skeljungs, Skagabraut 43, Akranesi
Samkaup-Strax, Garðagrund 1, Akranesi, starfsleyfi og tóbakssöluleyfi
Mötuneyti Norðuráls hf, Grundartanga
Mötuneyti KB-banka, Kirkjubraut 28, Akranesi
Plúsvélar ehf., Stiklum, Hvalfjarðarströnd
Hvíta húsið, skólabraut 9, Akranesi
GT-tækni ehf., Grundartanga
Mosi ehf., alifuglahús, Krókum, Hvalfjarðarströnd
Samkaup-Strax, Nesvegi 1, Grundarfirði, starfsleyfi og tóbakssöluleyfi
Samkaup-Úrval, Borgarbraut 58-60, Borgarnesi, starfsleyfi og tóbakssöluleyfi
Hyrnan, Borgarnesi, tóbakssöluleyfi
Verslunin Bifröst, Bifröst
Alifuglasláturhús Mosa ehf., Stiklum, Hvalfjarðarströnd
Þorgeir og Ellert h.f., Bakkatúni 26, Akranesi, breytt starfsleyfi
Starfsleyfi og umsagnir vegna ofangreindra fyrirtækja samþykkt
2. Önnur mál
a) Rætt um val á fundarstað heilbrigðisnefndar. Jón Pálmi lagði til að fundum yrði meira dreift um Vesturlandið og þá yrði nefndarmönnum gefið færi á að skoða fyrirtæki eða stofnanir á þeim stað sem fundur yrði haldinn á hverjum tíma.
b) Jón Pálmi óskaði eftir að HeV kannaði í samstarfi við æskulýðs- og tómstundanefndir sveitarfélaganna sölu tóbaks til unglinga.
c) Tekið fyrir á ný erindi Laufeyjar um 50% starf – erindið dregið til baka.
d) Jón Pálmi spurðist fyrir um stöðu ársreiknings og fyrirhugaðan aðalfund. Ákveðið að halda stjórnarfund 6. apríl n.k. og aðalfund 20. apríl í Grundarfirði.
Fundi slitið 18:45