52 – SSV stjórn
F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur í stjórn SSV þriðjudaginn 14. nóvember 2006 og kl. 10 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.
Mættir voru:
Sigríður Finsen, Bjarki Þorsteinsson, Björn Elíson, Jenný Lind Egilsdóttir, Kristjana Hermannsdóttir, Ása Helgadóttir.
Fundinn sátu einnig:
Ólafur Sveinsson og
1. Fundargerð aðalfundar SSV 15. september 2006.
Senda eitt ljósritað eintak til sveitarstjórna og setja á vefinn.
2. Fundargerð stjórnar SSV 15. september 2006. Undirrituð.
3. Til kynningar:
Fundargerð samgöngunefndar 16. október 2006.
Fundargerð Sorpurðunar 23. ágúst 2006.
4. Þingmál til umsagnar.
Skv. bréfi dags. 19. október 2006, frumvarp til laga um
gatnagerðargjald, 219. mál, heildarlög.
Lagt fram til kynningar.
Skv. bréfi dags. 19. október 2006, frumvarp til laga um
lögheimili og skipulags- og byggingalög, 220 mál, óheimil
skráning lögheimilis í frístundabyggð.
Lagt fram til kynningar.
5. Umhverfisráðuneytið. Fulltrúi og varafulltrúi í
Samvinnunefnd miðhálendis.
Snorri Jóhannesson var tilnefndur og Hrefna Jónsdóttir til
vara.
6. Bréf frá Skipulagsstofnun 16. október 2006.
Leiðbeiningar um umhverfismat áætlana.
Lagt fram til kynningar.
7. Starfsemi SSV. Kynning á starfi og starfsfólki.
Ólafur Sveinsson sagði frá starfsemi SSV, m.a. atvinnuráðgjöfinni, verkefninu ungir frumkvöðlar og starfsfólkinu. Rannsóknaamiðstöð Háskólans á Bifröst er að gera könnun um ímynd Vesturlands sem SSV kostar og verður vonandi lokið fyrir næsta fund.
8. Vaxtasamningur Vesturlands. Staða og næstu skref.
Ólafur Sveinsson sagði frá:
Framkvæmd fer frá iðnaðarráðuneyti til Byggðastofnunar sem gerir starfssamning við SSV. Aðilar að samningnum tilnefna í stjórn sem kýs framkvæmdastjórn. Ólafur lagði til að tilnefna mann úr atvinnulífinu fyrir hönd Atvinnuráðgjafarinnar og var samþykkt að fela Sigríði Finsen og Páli Brynjarssyni að vinna að þessu og einnig tilnefningu SSV. Framlag frá Iðnaðarráðuneyti til vaxtasamnings á Vesturlandi er lægra en í öðrum landshlutum og ákveðið að bregðast við því.
9. Málefni atvinnuráðgjafar.
Ólafur Sveinsson sagði frá málefnum atvinnuráðgjafar.
10. Fundur sveitarstjórnarmanna með þingmönnum
Norðvesturkjördæmis. Sigríður Finsen fór yfir þau mál sem
voru efst á baugi hjá hverri sveitarstjórn.
11. Næstu fundir stjórnar. Val á fundartíma/-stað.
Ákveðið að hafa fundi kl. 9:30 á þriðjudögum og annan hvern fund hér á skrifstofunni. Einnig samþykkt að reyna að hafa símafundi. Lagt til að hafa fund í desember hér á skrifstofunni.
12. Nám fyrir sveitarstjórnarmenn.
Stefnt að því að hafa námskeið á laugardegi í janúar.
13. Önnur mál.
Ólafur Sveinsson tilnefndur til að fara á aðalfund Spalar.
Sameiginlegur fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sigríður fer á hann.
Jenný Lind vakti mál á málefnum nýbúa, hvort að samtökin geti eitthvað stutt við sveitarfélögin í sambandi við að taka á mót nýbúum. Ólafur Sveinsson lagði til að farið yrði í smiðju Vestfirðinga, þ.e. þeirra sem hafa reynslu í þessum málum.
Bjarki vakti athygli á samvinnu Sjóvá og Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi í sambandi við vegamál og hvort að við gætum farið í þannig samstarf. Ólafur benti á að fá þá Spöl inn í það samstarf.
Ása Helgadóttir nefndi hættuleg gatnamót víða um kjördæmið.
Sigríður Finsen taldi að samtökin ættu að leggja áherslu á Vaxtasamninginn á næstu mánuðum.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
fundarritari