46 – SSV stjórn

admin

46 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

 

Stjórnarfundar í stjórn SSV  haldinn á Bifröst föstudaginn 27. janúar 2006  kl. 9.

 

Stjórnarfundur í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, haldinn á Bifröst föstudaginn 27. janúar 2006.
Mættir voru: Helga Halldórsdóttir, Sigríður Finsen, Ólína Kristinsdóttir, Kristján Sveinsson og Davíð Pétursson.

 

Dagskrá fundarsins:
1. Ársreikningur SSV 2005.
2. Erindi frá UKV
3. All senses group – erindi.
4. Menningarmál
5. Málefni fatlaðra – fundur í Félagsmálaráðuneytinu 21.12.05
6. Ráðstefna á Bifröst 27. jan 2006.
7. Endurskoðun laga SSV
8. Frumkvöðlar
9. Vaxtarsamningur
10. Aðalfundardagsetningar
11. Svæðisáætlun  um meðhöndlun úrgangs.
12. Önnur mál.

 

Formaður setti fund og gekk til dagskrár.

 

Ársreikningur SSV 2005.
Framkvæmdastjóri skýrði ársreikning SSV fyrir árið 2005.  Heildartekjur voru 42.680.918 kr.  Heildargjöld fyrir fjármagnsliði voru 41.006.248 kr. Fjármunatekjur 160.016 kr.  Hagnaður kr. 1.834.686.  Reikningurinn var samþykktur samhljóða.

 

Erindi frá UKV
Borist hefur erindi frá UKV þar sem sótt er um rekstrarstyrk að upphæð kr. 2.500.000.
Samþykkt var að veita rekstrarstyrk að upphæð kr. 2.000.000.

 

All senses group – erindi.
All Senses Group hefur sent SSV erindi þar sem sótt er um fjárhagslegan og faglegan stuðning við verkefnið en verkefnið tengist áframhaldandi uppbygging klasaverkefnis fyrir ferðaþjónustu sem yfirfærð hefur verið á Vesturlandi.

Samþykkt að veita verkefninu 300.000 kr. stuðning á árinu 2006 og 300.000 kr. stuðning á árinu 2007 með þeim formerkjum að fjármögnun verkefnisins gangi eftir,  tryggð verði upplýsingagjöf til SSV, hópurinn verði opinn fleiri ferðaþjónustuaðilum á Vesturlandi og hafi fulltrúi SSV áheyrnarrétt á fundum verkefnisstjórnar.


Menningarmál
Hrefna sagði frá formlegri undirritun samstarfssamnings um menningarmál sem fram fór í Reykholti við hátíðlega athöfn 15. desember sl.
Helga sagði frá starfi Menningarráðs sem hélt sinn fyrsta fund 24. janúar sl.  Helga Halldórsdóttir er formaður ráðsins en auk hennar sitja í ráðinu Jón Pálmi Pálsson, Þorvaldur T. Jónsson, Helga Ágústsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir.

 

Málefni fatlaðra – fundur í Félagsmálaráðuneytinu 21.12.05
Formaður fór yfir fund fulltrúa SSV og Félagsmálaráðuneytisins varðandi bókun aðalfundar SSV þar sem stjórn var falið að gera úttekt á málefnum fatlaðra á Vesturlandi með það að markmiði að sveitarfélög yfirtaki málaflokkinn að fullu sem tilraunaverkefni.
Á fundi í Félagsmálaráðuneytinu kom í ljós að nú stendur yfir mikil vinna við stöðumat málaflokksins og stefnumótun.  Verið er að vinna notendagrunn og í framhaldi af því verður farið yfir árangursmælingar.  Það er því mat stjórnar að málið sé í ákveðinni biðstöðu þar sem ástæða er til að bíða eftir því að niðurstaða ráðuneytisins verði kynnt.

 

Ráðstefna á Bifröst 27. jan 2006.
Lögð fram dagskrá ráðstefnunnar sem haldin verður á Bifröst og hefst kl. 11 í dag.

 

Endurskoðun laga SSV
Á aðalfundi SSV var samþykkt tillaga um endurskoðun laga SSV.  Nokkur umræða varð um hvort ætti að fresta umræddri endurskoðun þar sem sveitarstjórnarkosningar verða í vor.  Einnig var rætt um hvort ætti að stofna vinnuhóp um skoðun laganna m.t.t. dagsetninga aðalfunda stofnana og fyrirtækja sem tengjast sveitarfélögunum.
Samþykkt að stofna vinnuhóp með einum fulltrúa frá hverju svæði. 
Hrefnu falið að útbúa erindisbréf fyrir hópinn og stjórnarmönnum SSV falið að velja fulltrúa í vinnuhóp.

 

Frumkvöðlar
Ólafur Sveinsson sagði frá frumkvöðlanámskeiðum sem eru í gangi í janúarmánuði en helgina 28. – 29. janúar n.k. verður haldið 30 manna námskeið á Varmalandi.   Þátttakendur eru nemendur 8. og 9. bekkjar.

 

Vaxtarsamningur
Vaxtarsamningsnefnd sem tilnefnd var á aðalfundi SSV hélt sinn fyrsta fund í nóvember 2005.  Á þeim fundi fengu fulltrúar nefndarinnar margvísleg heimaverkefni í nánari úrvinnslu tillagna varðandi svæðið.  Nefndarmenn eru að skila af sér þessa dagana og mun úrvinnsla þeirrar vinna fara fram hjá SSV á næstu dögum.  Í framhaldinu verður haldinn annar fundur í vaxtarsamningsnefnd um miðjan febrúar.

Nokkur umræða hefur orðið um ímynd Vesturlands og hefur Bernhard Þór Bernhardsson, deildarstjóri viðskiptadeildar Viðskiptaháskólans, skilað af sér ákveðinni tillögu um að sett verði af stað vinna af hálfu sérfræðinga til að meta ímynd Vesturlands sem búsetuvalkosts og sem starfssvæði fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Væntanlega er um talsvert viðamikið og kostnaðarsamt verkefni er að ræða.  Ólafi var falið að vinna áfram að málinu og nánari útfærslu þess fyrir stjórn.

 

Dagsetningar aðalfunda
Umræða um dagsetningar aðalfunda Sorpurðunar Vesturlands, Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Símenntunarmiðstöðvarinnar.  Samþykkt að skoða dagsetningu aðalfunda með frumvinnu að endurskoðun laga í huga.

 

Svæðisáætlun  um meðhöndlun úrgangs.
Hrefna lagði fram sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005 – 2020.
Stjórn þakkaði Sorpurðun Vesturland hf. þessa vinnu.

Önnur mál.

Framhaldsskóli í Borgarnesi. 
Formaður lagði fram Hagvísi Vesturlands um Framhaldsskóla- og háskólasókn Vestlendinga.  Hagvísirinn er unninn af Vífli Karlssyni hagfræðingi.

 

Heimasíða SSV.
Rætt um heimasíðu SSV, út frá tæknilegum atriðum og endurnýjun upplýsinga. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30.

Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.