32 – Sorpurðun Vesturlands

admin

32 – Sorpurðun Vesturlands

 

F U N D A R G E R Ð

Stjórnarfundur haldinn í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. mánudaginn 30. janúar 2006 kl. 15 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

 

Stjórnarfundur í stjórn Sorpurðunar Vesturlands hf. haldinn mánudaginn 30. janúar 2006 kl. 15 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.


Mætt voru: 

Guðbrandur Brynjúlfsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Kristinn Jónasson, Gunnólfur Lárusson, Magnús Ingi Bæringsson, Sæmundur Víglundsson og Bergur Þorgeirsson.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1.  Ársreikningur fyrir árið 2005
2.  Grænt bókhald fyrir árið 2005
3.  Magntölur sorps í Fíflholtum árið 2005
4.  Sýnatökur.
5.  Ný urðunarrein.  Samningur við Jónas Guðmundsson.
6.  Aspests.
7.  Samningur við Veðurstofuna.
8.  Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
9.  Samningur um úrvinnslu verkefna í samræmi við aðgerðaáætlun í  svæðisáætlun.    Verkefnisstjórn
10.  Eftirlit Umhverfisstofnunar – heimsókn Cees í des.
11.  Önnur mál.

 

Ársreikningur fyrir árið 2005
Framkvæmdastjóri skýrði ársreikninga Sorpurðunar Vesturlands hf. fyrir árið 2005.  Rekstrartekjur voru 48.213.117 kr.  Rekstrargjöld fyrir fjármunatekjur og tekjuskatt eru 18.563.598 kr.  Fjármunatekjur 784.315.  Hagnaður fyrir tekjurskatt 19.347.913.  Hagnaður ársins 16.352.897 kr.  Stjórn leggur til við aðalfund að greiddur verði út 25% arður til hluthafa af nafnverði hlutafé.  Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
Framkvæmdastjóra falið að leita ávöxtunarleiða fyrir lausafjármagn.

 

Grænt bókhald fyrir árið 2005
Framkvæmdastjóri lagði fram skýrslu um grænt bókhald fyrir árið 2005.  Samþykkt samhljóða og undirritað af stjórn. 

 

Magntölur sorps í Fíflholtum árið 2005
Samtals voru urðuð á árinu 11.016 tonn af  úrgangi í Fíflholtum á árinu 2005 á móti 9.754 tonnum árið 2004.  Á árinu 2005 voru flutt til Fíflholta 2941 tonn af timburkurli sem er notað sem yfilag í urðunarreinum og sparar þar með jarðveg.

 

Sýnatökur.
Lögð fram skýrsla um sýnatöku  við urðunarstaðinn í landi Fíflholta sem fram fór 3. október 2005.  Um er að ræða haustsýnatökur samkvæmt sýnatökuáætlun.  Allar þær niðurstöður sem hafa borist eru birtar í niðurstöðutöflu sem fylgir skýrslu um grænt bókhald.

 

Ný urðunarrein. 
Sorpurðun Vesturlands hf. hefur samið við Jónas Guðmundsson verktaka um að gera urðunarrein nr. 3 fyrir sorp í Fíflholtum.  Verkið mun hefjast í janúar 2006 og eru áætlun verklok í júní 2006.  Umsamið verð er 11.685.000 kr.

 

Aspests.
Í framhaldi af fundi með fulltrúa Umhverfisstofnunar í desember sl. var SV send verklagsregla um meðhöndlun asbests á svæðinu.  UST leggur áherslu á að uns verklag liggur fyrir má ekki taka inn meira magn  asbests úrgangs inn á urðunarstaðinn.

 

Samningur við Veðurstofuna.
Sorpurðun Vesturlands hf. og Veðurstofa Íslands hafa gert með sér samning um sameiginlega kostun á uppsetningu og rekstri veðurathugunarstöðvar í Fíflholtum. 
Samningurinn gildir til ársloka 2010.

Engin veðurstöð hefur verið í Fíflholtum en með uppsetningu veðurstöðvar eru nýjustu mæligögn  birt á vefsíðu Veðurstofunnar og eru þau þar opin og aðgengileg almenningi.  Þeir verktakar sem losa sorp í Fíflholtum geta því sannreynt á heimasíðu Veðurstofunnar veðráttuna í Fíflholtum en þar er oft hvasst og þarf því að loka fyrir móttöku sorps vegna hvassviðris.
Samningurinn samþykktur og samþykkt að veita 600.000 kr. til verkefnisins.

 

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Vinna við svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs er nú lokið og var umhverfisráðherra afhent fyrsta eintak skýrslunnar 19. desember sl.  Skýrslan verður send öllum sveitarfélögum á Vesturlandi.

Samningur um úrvinnslu verkefna í samræmi við aðgerðaáætlun í  svæðisáætlun.
Lagður fram samningur um úrvinnslu verkefna í samræmi við aðgerðaáætlun í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005 – 2020.  Samþykkt að framkvæmdastjóri verði fulltrúi SV í verkefnisstjórn og Guðbrandur Brynjúlfsson til vara.

 

Eftirlit Umhverfisstofnunar.
Lögð fram eftirlitsskýrsla Umhverfisstofnunar frá heimsókn Cornelis Art Meyles í desember sl.

 

Önnur mál.
Erindi Sýslumannsembættis.
Afgreitt erindi frá Sýslumannsembættinu í Borgarnesi þar sem farið er fram á að tilnefndur verði fyrirsvarsmaður Fíflholta.  Samþykkt að tilnefna framkvæmdastjóra, Hrefnu B. Jónsdóttur, fyrirsvarsmann Fíflholta.

Dagsetning aðalfundar.
Ákveðið að halda aðalfund Sorpurðunar Vesturland hf. föstudaginn 24. febrúar 2005.

Pappírsfjallið 2006.
Hrefna kynnti verkefni sem tengist Fenúr og gengur út á það að meta magn óumbeðins pappírs sem berst inn á heimili landsmanna.  Svipuð mæling var gerð árið 2003 en nú eru tvö heimili á Vesturlandi einnig þátttakendur í verkefninu. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.


Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.