61 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

61 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Borgarbraut 13, Borgarnesi
Stillholti 16-18, Akranesi
FUNDARGERÐ
61.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS


Miðvikudaginn 25.01.2006 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarsal Borgarbyggðar í Borgarnesi.
Mættir voru:     Rúnar Gíslason
Jón Pálmi Pálsson
Sigrún Pálsdóttir
Hallveig Skúladóttir
Finnbogi Rögnvaldsson
Ragnhildur Sigurðardóttir
Helgi Helgason 
Laufey Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð

1. Svör sveitarstjórna vegna útsendrar fjárhagsáætlunar 2006.
  Framkv.stj. kynnti málið. Komu aðeins athugasemdir frá Skorradalshreppi vegna áætlunar um úttekt á vatnsbólum og sýnatöku á neysluvatni hjá mjólkurbændum.
 Lagt fram og samþykkt svarbréfi til Skorradalshrepps.
 
2. Gámasvæði í Borgarfjarðarsveit.
Umsókn um 11 svæði sbr. bréf 20.12.
Framkv.stj. kynnti málið en í gögnum var auk umsóknarinnar afstöðumynd sem sýndi staðsetningu gáma.
Samþykkt að veita leyfi með ákveðnum skilyrðum. Framkv.stj. falið að ganga frá málinu.
 
3. Samþykkt um sorphreinsun á Akranesi.
Lögð fram.
Engar athugasemdirgerðar við samþykktina
 
4. Gjaldskrá fyrir sorphirðu og –eyðingu í Borgarfjarðarsveit
Lögð fram.
Engar athugasemdir gerðar við gjaldskrána.
 
5. Afgreiðsla starfsleyfa
 Hátindur, fiskvinnsla, Sólbakka 9 Borgarnesi (nýtt)
 Mötuneyti Ístaks, Grundartanga (nýtt)
 Starfsmannabústaðir Smellinn að Laugabraut 21 og Skólabraut 21, Akranesi (nýtt)
 Steypustöð Smellinn að Höfðaseli 2, Akranesi (eigendaskipti)
 Nettó Kalmansvegi 1, Akranesi (endurnýjað)
 HB-Grandi, vélaverkstæði, Bárugötu 8-10 Akranesi (endurnýjað)
 HB-Grandi, mötuneyti, Bárugötu 8-10, Akranesi (endurnýjað)
 Dekurstofan, Vesturgötu 133, Akranesi (nýtt)
 Contact, hárgreiðslustofa, Skólabraut 29, Akranesi (nýtt)
 Leikskólinn við Skallagrímsgötu 7, Borgarnesi (nýtt)
 Bifreiðaþjónusta Harðar, Borgarbraut 55, Borgarnesi (nýtt)
 MS Búðardal, Brekkuhvammi 15 (endurútgefið)
 Félagsheimilið Hlaðir, Hvalfjarðarströnd (umsögn)
 Gistiheimili, Bjarnastöðum, Hvítársíðu (umsögn)
Ofangreind starfsleyfi samþykkt
 Umsókn OR um starfsleyfi fyrir hitaveitu Stykkishólms.
Samþykkt að gefa út starfsleyfisskilyrði sem byggja á auglýsingu nr. 582/2000.
7. Önnur mál
a) Lagt fram bréf frá lögfræðiþjónustu Sigurðar Sigurjónssonar, fyrir
hönd eiganda Gamla kaupstaðar í Staðarsveit. Kvörtun á fráveitu við Hótel Búðir.
b) Skordýr í íbúðum. Lagt fram
c) Heimsókn matvælasviðs UST. Framkv.stj.  kynnti málið.
d) Verslunin Einar Ólafsson ehf., Akranesi – Vanmerking vara.
Fyrirtækið hefur ekki farið að ítrekuðum fyrirmælum HeV og reglum vegna merkinga efnavara.
Heilbrigðisnefndin samþykkti að veita fyrirtækinu frest til 1. mars n.k. til að koma merkingum í lag að viðlagðri formlegri áminningu.
e) Jón Pálmi ræddi um fjármál fyrirtækisins og ítrekaði að taka ætti
lán til að standa betur í skilum.
f) Ragnhildur minntist á eftirlit með útlendingum, skrifræðið í
kringum atvinnuleyfi ofl. á þeim forsendum að það ætti að vera hægt að fylgjast með þeim.
 
Fundi slitið 17:30.