45 – SSV stjórn
F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur í stjórn SSV föstudaginn
25. nóvember kl. 9:30 í Bæjarþingsalnum á Akranesi.
Stjónarfundur í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, haldinn í Bæjarþingsalnum á Akranesi, föstudaginn 25. nóvember 2005 kl. 9:30..
Mætt voru: Helga Halldórsdóttir, Kristján Sveinsson, Jón Gunnlaugsson, Sigríður Finsen, Þorsteinn Jónsson og Sveinbjörn Eyjólfsson. Kristinn Jónasson var í símasambandi við fundinn en hann mætti sem varamaður fyrir Ólínu Kristinsdóttur. Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi
1. Stjórn skiptir með sér verkum.
2. Samstarfssamningur sveitarfélaganna í menningarmálum.
3. Vaxtarsamningur.
4. Landbúnaðarráðstefna.
5. Sala Byggðastofnunar á hlut sínum í Vesturlandi hf.
6. Tillögur nefndar um breytingar á lögregluumdæmum.
7. Fundaáætlun stjórnar næsta starfsár.
8. Framlagðar fundargerðir.
9. Umsagnir þingmála.
10. Önnur mál.
Aldursforseti stjórnar, Kristján Sveinsson, setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna til Akraness og gekk til dagskrár.
Stjórn skiptir með sér verkum.
Helga Halldórsdóttir kosin formaður og Kristján Sveinsson, varaformaður.
Helga þakkaði stjórnarmönnum vel heppnaðan aðalfund.
Samstarfssamningur sveitarfélaganna í menningarmálum.
Samstarfssamningur milli sveitarfélaga á Vesturlandi hefur verið sendur sveitarfélögunum til samþykktar. Samþykktir eru farnar að berast inn með formlegum hætti til SSV.
Stefnt að undirskrift samstarfssamnings miðvikudaginn 15. desember n.k. í Reykholti.
Rætt um ýmis önnur útfærsluatriði eins og skipan menningarráðs.
Samþykkt að Helga Halldórsdóttir verði fulltrúi SSV í Menningarráði Vesturlands.
Vaxtarsamningur.
Ólafur Sveinsson fór yfir stöðu vaxtarsamningsvinnu. Vaxtarsamningsnefnd, sem skipuð var á aðalfundi SSV, hélt sinn fyrsta fund föstudaginn 18. nóvember sl. Góð mæting var á þann fund og fengu fulltrúar nefndarinnar og starfsmenn SSV frekari verkefni til að vinna að. Formaður nefndarinnar er Baldur Pétursson, deildarstjóri í Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu.
Ólafur sagði frá heimsókn starfsmanna SSV til Orkuveitu Reykjavíkur þar sem rætt var um mögulega samstarfsfleti og hugsanlega aðkomu OR að vaxtarsamningi Vesturlands.
Landbúnaðarráðstefna.
Landbúnaðarráðstefnan á Hvanneyri, sem haldin var í samstarfi SSV og Búnaðarsamtaka Vesturlands var haldin 17. nóvember sl. Ráðstefnan tókst afar vel og hefur fengið góða umfjöllun í fjölmiðlum.
Stjórn SSV þakkar BV fyrir ánægjulegt samstarf.
Sala Byggðastofnunar á hlut sínum í Vesturlandi hf.
SSV hefur borist óformlegt erindi um að skoða sölu hluta Byggðastofnunar í Eignarhaldsfélaginu Vesturlandi hf. en Kaupfélag Borgfirðinga hefur keypt hluta Byggðastofnunar.
Stjórn SSV er sammála um að það fjármagn sem Byggðastofnun setti til eignarhaldsfélaga á landsbyggðinni, á sínum tíma, eigi að vera til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni og því á þetta fjármagn að nýtast til áframhaldandi uppbyggingar á Vesturlandi.
Samkvæmt heimildum frá Byggðastofnun þá fylgdu þessu fjármagni engin skilyrði, hvorki lagalega né að hálfu Iðnaðarráðuneytisins.
Hrefnu falið að skrifa bréf til Byggðastofnunar og óska eftir fundi um málið.
Tillögur nefndar um breytingar á lögregluumdæmum.
Lagðar fram tillögur framkvæmdanefndar um nýskipan lögreglumála.
Fundaáætlun stjórnar næsta starfsár.
Formaður stjórnar lagði fram fundaáætlun fyrir komandi starfsár.
Stjórnarfundur föstudagur 20. janúar 2006 – Borgarnes
Stjórnarfundur 24. mars 2006 – Dalir.
Stjórnarfundur föstudagur 9. júní 2006 – Undir jökli
Stjórnarfundur föstudagur 11. ágúst 2006 – Borgarnesi
Stjórnarfundur fimmtudagur 14. sept. 2006 – Reykholt
Aðalfundur föstudaginn 15. sept. 2006. í Reykholti.
Framlagðar fundargerðir.
Sorpurðun Vesturlands, 02.11.2005.
Umsagnir þingmála.
a. Tillaga til þingsályktunar um náms- og starfsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum.
b. Tillaga til þingsályktunar um nýskipan í starfs- og fjöltækninámi.
c. Tillaga til þingsályktunar um öflun grunngagna um náttúru landsins og gerð náttúrufarskorta.
d. Frumvarp til laga um vsk, 12. mál, samgöngumannvirki, blöð og tímarit.
e. Frumvarp til laga um fjarskiptasjóð.
f. Tillaga til þingsályktunar um láglendisvegi.
g. Tillaga til þingsályktunar um fjárhagslegan aðskilnað í rekstri útgerðar og fiskvinnslu.
h. Frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, og mat á umhverfisáhrifum.
i. Frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun.
j. Tillaga til þingsályktunar um vegagerð um Stórasand.
Senda bókun aðalfundar inn varðandi vsk, 12. mál, samgöngumannvirkja.
Önnur mál.
Samstarf Bifrastar og SSV.
Samstarf Bifrastar og SSV og sameiginleg ráðstefna 27. janúar 2006.
Næsti fundur áformaður 6. des 2005. Áframhaldandi undirbúningsvinna.
Afmælisráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Samband íslenskra sveitarfélaga heldur afmælisráðstefnu 2. des 2005 í tilefni 60 ára afmæli.
Hrefnu falið að senda afmæliskveðju til Sambandsins.
Málefni fatlaðra.
Rætt um möguleika á yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaganna.
Samþykkt að senda ályktun aðalfundar til Félagsmálaráðuneytisins og óska eftir fundi með félagsmálaráðherra.
Vegamál – Sundabraut.
Sigríður hóf máls á samgöngumálum Hún vakti athygli á því varðandi umræðuna um Sundabraut að ef Reykvíkingar geta ekki komið sér saman um framkvæmdina að þá sé hægt að hefja framkvæmdina Kjalarnesmegin. Stjórnarmenn tóku undir þetta sjónarmið og samþykktu eftirfarandi ályktun.
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hefur að undanförnu fylgst með umfjöllun í fjölmiðlum varðandi undirbúningsvinnu vegna lagningu Sundabrautar.
Stjórn SSV lýsir áhyggjum sínum af því að þrátt fyrir að búið sé að tryggja fjármagn í lagningu Sundabrautar um Kleppsvík og Grafarvog liggur ekki fyrir ákvörðun og/eða samkomulag um hvar eða hvernig brautin á að liggja. Svo virðist sem enn sé langt í land með að sú ákvörðun verði tekin. Stjórnin vill af því tilefni leggja til við Samgönguráðuneyti og Borgarstjórn Reykjavíkur að sá möguleiki verði skoðaður að byrja á hinum endanum og hefja hið fyrsta framkvæmdir við þverun Kollafjarðar og lagningu brautarinnar um Álfsnes og Geldinganes að Gufunesi.
Aðalfundir félaga
Sigríður ræddi möguleikann á því að halda aðalfundi félaga sem tengjast SSV á sama tíma. Hrefnu falið að skoða samþykktir nokkurra félaga m.t.t. þessara breytinga.
Símenntun, Sorpurðun, Heilbrigðiseftirlitið og UKV.
Fundur með þingmönnum NV-kjördæmis mánudaginn 31. október 2005.
Rætt var um fund með fulltrúum sveitarfélaganna og þingmönnum NV-kjördæmisins þann 31. okt. 2005. Stjórn sammála um að fundurinn hefði tekist vel.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.