60 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

60 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Borgarbraut 13, Borgarnesi
Stillholti 16-18, Akranesi
FUNDARGERÐ
60.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS


Miðvikudaginn 23.11.2005 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarsal Borgarbyggðar í Borgarnesi.
Mættir voru:     Rúnar Gíslason
Jón Pálmi Pálsson
Sigrún Pálsdóttir
 Hallveig Skúladóttir
Finnbogi Rögnvaldsson
Þorsteinn Jónsson varamaður Bjargar Ágústsdóttur
Helgi Helgason 
Laufey Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð
Ragnhildur Sigurðardóttir boðaði forföll
 
1. Fjárhagsáætlun 2006
Framkv.stj.  fór yfir stöðuna eins og hún lá fyrir 01.11. Nokkrar umræður urðu um málið og fyrirspurnir.
Áætlunin samþykkt samhljóða. 
2. Fráveitumál sveitarfélaga á Vesturlandi
Framkv.stj. skýrði frá ráðstefnu sem hann fór á um fráveitumál og lagði fram glærur frá ráðstefnunni, úr fyrirlestri sem Helgi Jensson sviðstjóri Ust. hélt.
3. Aðalskipulag Dalabyggðar
Framkv.stj.  kynnti málið og m.a. bréfaskriftir sem farið höfðu fram milli arkitekts og  HeV.
Framlagt
4. Aðalskipulag Hvítársíðuhrepps
Framkv.stj kynnti efni skipulagsins m.a. með korti af svæðinu og lagði fram drög að bréfi til oddvita Hvítársíðuhrepps, þar sem varað yrði við mikilli uppbyggingu frístundasvæða á takmörkuðu svæði án þess að sérstök rannsókn færi fram sbr. ákvæði reglugerðar nr. 796/1999.
Samþykkt
5. Vatnsverndarsvæði fyrir vatnsból Grábrókarhrauni
Gögn lögð fram frá Orkuveitu Reykjavíkur ásamt tillögu að verndarsvæði.
Samþykkt að mæla með tillögunni
6. Svar Umhverfisstofnunar, dags. 05.10.2005, við spurningu HeV um malarnám á vatnsverndarsvæðum
Lagt fram 
7. Vatnsverndarsvæði á Fossamelum, Borgarfjarðarsveit
Framkv.st. kynnti málið og greindi frá því að malarnámi væri hætt á vatnsverndarsvæðinu. Sýnd tillaga á afstöðumynd sem komin er fram um nýtt vinnslusvæði fyrir malartekju ásamt Heilbrigðisnefndin tók vel í erindið og  fól framkv.stj. að svara erindinu og óska eftir tillögu að verndarsvæði fyrir vatnsbólið.
8. Kynning á starfsleyfisdrögum Umhverfisstofnunar fyrir olíubirgðastöðvar á Akranesi,  Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík og Miðsandi, Hvalfirði.
Framkv.stj. gerði athugasemdir við að ekki fylgdi greinargerð með starfsleyfisdrögunum m.a. um hvernig staðan væri í hverri olíubirgðastöðvanna. Finnboga fannst vanta í starfsleyfin hvernig ganga ætti frá þegar stöðvarnar hættu og hver ber ábyrgð á fráganginum s.b. liður  1.5  í drögunum þar sem talað er um fyrirframgerða áætlun. Sigrún lagði áherslu á að fram kæmi að farið yrði að almennum kröfum sem gerðar væru um allt land.
Samþykkt að fela framkv.stj. að svara erindunum og benda á ofangr. athugasemdir.
 
9. Starfsleyfi
 Klumba,Ólafsbraut 80, Ólafsvík. Engar athugasemdir bárust við auglýst starfsleyfi
 Vatnsból Kolgröfum Eyrarsveit
 Vatnsból Kvennabrekku, Dalabyggð
 Vatnsból Lyngbrekku, Dalabyggð
 Vatnsveita Grundarfjarðar
 Eðalfiskur ehf, Sólbakka 4, Borgarnesi
 Nuddstofa Sigríðar Maríu, Háholti 32, Akranesi
 Hársport, Eyrarvegi 14, Grundarfirði
 Heitloftsþurrkun á fiski, Miðhrauni, Eyja- og Miklaholtshreppi
 Fortuna á Íslandi, Mánabraut 20 Akranesi
 Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi
 HB Grandi, starfsmannabústaðir við Hafnarbraut Akranesi
 Endurútgefið tóbakssöluleyfi
a. Kassinn, Ólafsvík
10. Önnur mál
 Vatnsból í landi Hvamms Skorradalshrepp – búin að sækja um starfsleyfi.
 Afgreiðslu frestað
 Umsókn RBG vélaleigu/verktaka ehf vegna starfsmannabúða Kleppjárnsreykjum – Búið að sækja um starfsleyfi en starfsemin hætt.
 Rætt um afgreiðslu Umhverfisráðuneytis vegna fyrirspurnar Jóns Pálma 15.03.2005 um hvernig bregðast skuli við ef sveitarstjórnir flokkuðu ekki vatn sbr. reglugerð nr. 796/1999. Jón Pálmi kynnti málið. Jón Pálmi sagðist vera óánægður með svörin sem hann fékk.
 Samþykkt að fylgja málinu eftir og óska skýrari svara frá Umhverfisráðuneytinu.
 Lögð fram umsókn vegna heitloftsþurrkunar á fiski á Miðhrauni Eyja- og Miklaholtshreppi.
 Málinu frestað þar sem ekki er lokið þeim frágangi (nóvemberlok 2005) sem lýtur að  mengunarvarnabúnaði.
 Jón Pálmi lagði til að gerð yrði könnun á tóbakssölu í stærstu þéttbýlisstöðunum í samvinnu við forvarnanefndir. 
 Samþykkt

Fundi lokið 18:00.