41 – SSV stjórn
Stjórnarfundur í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
haldinn að Bifröst í Borgarfirði 10. júní 2005 kl. 8.
Stjórnarfundur í stjórn SSV haldinn að Bifröst í Borgarfirði föstudaginn 10. júní 2005 og hófst fundurinn kl. 8.
Mætt voru: Helga Halldórsdóttir, Sveinbjörn Eyjólfsson, Ólína Kristinsdóttir, Kristján Sveinsson, Jón Gunnlaugsson og Eyþór Benediktsson en hann sat fundinn sem varamaður Sigríðar Finsen. Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir. Þorsteinn Jónsson mætti ekki.
Dagskrá fundarins:
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar.
2. Menningarsamningur
3. Vaxtasamningur
4. UKV.
5. Starfsmannamál.
6. Umsagnir þingmála.
7. Framlagðar fundargerðir.
8. Önnur mál.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Fundargerð síðasta stjórnarfundar.
Fundargerð síðasta stjórnarfundar samþykkt.
Menningarsamningur
Formaður sagði frá fundi í menntamálaráðuneytinu varðandi menningarsamning. Lagt var fram minnisblað frá fundinum. Hrefnu falið að kynna stöðu málsins fyrir sveitarfélögum.
Vaxtarsamningur
Formaður lagði fram tillögu um meðferð á vaxtarsamningi fyrir Vesturland.
Einnig voru lagðar fram tillögur til grundvallar drögum að vaxtarsamningi fyrir Vesturland.
Lagt var til að stofnaður yrði starfshópur til að fylgja málinu eftir fyrir stjórnvöldum.
Tilnefndir voru: Helga Halldórsdóttir, formaður SSV, Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti Borgarfjarðarsveitar, Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ.
Nokkrar umræður urðu um vaxtarsamning og hugsanlega þátttakendur frá atvinnulífinu að honum.
Nokkrar umræður urðu einnig um þær tillögur sem lagðar hafa verið fram til grundvallar drögum að vaxtarsamningi.
Samþykkt að senda tillögurnar sveitarstjórnum til umsagnar.
UKV.
Hrefna lagði fram greinargerð varðandi verkefni UKV og þátttöku SSV í kostnaði við ákveðin verkefni sem þau hafa sinnt. Samþykkt að greiða UKV 500.000 kr.
Starfsmannamál.
Starfsmenn SSV fóru yfir stöðu starfsmannamála.
Umsagnir þingmála.
a. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum við stofnun Landbúnaðarstofnunar.
b. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008.
Framlagðar fundargerðir.
a. Sorpurðun Vesturlands. Stjórnarfundur
b. Símenntun.
Önnur mál.
Erindi Viðskiptaháskólans á Bifröst.
Borist hefur erindi frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst um samstarf við Rannsóknarmiðstöð Viðskiptaháskólans á Bifröst. Óskað er eftir formlegri afstöðu stjórnar til þeirra hugmynda sem fram hafa komið á fundi forsvarsmanna Viðskiptaháskólans með stjórn SSV.
Nokkrar umræður urðu um erindi Viðskiptaháskólans og voru fundarmenn almennt sammála um það að marga fleti þyrfti að skoða.
Formanni og varaformanni, ásamt Ólafi Sveinssyni, falið að ræða við forsvarsaðila Viðskiptaháskólans.
YEF
Ólafur sagði frá frumkvöðlaverkefninu YEF. Nokkur námskeið hafa verið haldin og þjálfun kennara stendur fyrir dyrum.
Tillögur hafa verið lagðar fram að frumkvöðladegi og verður hann haldinn í haust.
Dagsetning aðalfundar.
Umræður urðu um dagsetningar aðalfundar.
Svæðisáætlun.
Hrefna sagði frá vinnu við svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Starfshópur er senn að ljúka störfum og verður áætlunin lögð fyrir stjórnir sorpfyrirtækjanna á næstu dögum. Að því loknu verður áætlunin send sveitarfélögum til skoðunar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:25.
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.