38 – SSV stjórn

admin

38 – SSV stjórn

Fundargerð
stjórnarfundar SSV

Stjórnarfundur SSV var haldinn miðvikudaginn, 15. desember 2004, kl. 16:00, í fundarsal bæjarstjórnar Akraness, Stillholti 16-18.
Mætt voru: Kristján Sveinsson sem stýrði fundi, Sveinbjörn Eyjólfsson, Sigríður Finsen, Ólína Kristinsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Þorsteinn Jónsson, Ólafur Sveinsson og Ásthildur Sturludóttir sem ritaði fundargerð. Helga Halldórsdóttir boðaði forföll vegna veikinda.

 

1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð síðasta stjórnarfundar frá 24. nóvember sl. samþykkt.

 

2. Minnisblað varðandi sorpmál og viðræður við fulltrúa Sorpu frá Páli Brynjarssyni og Gísla Gíslasyni
Nokkur umræða fór fram um málið. Til máls tóku: KS, ÓS, SE, SF, ÞJ, JG og ÁS.
Stjórn SSV felur Páli Brynjarssyni og Gísla Gíslasyni að vinna áfram að málinu í samstarfi við Sorpurðun Vesturlands og kynna það fyrir sveitarstjórnum á Vesturlandi.

 

3. Samningur við UKV
Nokkur umræða fór fram um málið. Til máls tók ÓS og ÁS. Þjónustusamningur frá 16. febrúar 2004 milli UKV og SSV samþykktur. Þar kemur fram að UKV fær 600 þúsund kr. greiðslu fyrir að sinna störfum ferðamálafulltrúa fyrir SSV. Samþykkt samhljóða.

 

4. Prókúrubreyting
Á stjórnarfundi 13. febrúar 2004 var samþykkt samhljóða að Ásthildur Sturludóttir, kt. 100674-3199, taki yfir prókúru SSV til ársloka 2004. Hrefna Bryndís Jónsdóttir kemur aftur til starfa um áramót og mun þá taka við prókúru SSV. Samþykkt samhljóða.

 

5. Málefni SSV þróunar og ráðgjafar
ÓS fór yfir málefni SSV-Þróunar og ráðgjafar og kynnti þau verkefni sem framundan eru.
• Fundir með sveitarstjórnum á Vesturlandi. Haldnir hafa verið 5 fundir víða um Vesturland. Eftir að halda fund á Akranesi.
• Skrefi framar á Vesturlandi. Þar komu 3 umsóknir og allar umsóknirnar fengu brautargengi.Veldur vonbrigðum hversu fáar umsóknir komu. Vel kynnt verkefni sem endurspeglar gott ástand.
• Frumkvöðlanámskeið í Laugargerði í lok janúar. Dreifibréf fara inn á öll heimili á Vesturlandi.
 Sjávarutvegsráðstefna í janúar.

• Lögð var fram ályktun frá Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit og Akranesi:
“Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil breyting á starfsumhverfi íbúa í þessum þremur sveitarfélögum. Uppbygging háskóla á Bifröst og Hvanneyri og stóriðju á Grundartanga auk annarra uppbyggingar, hefur stóraukið framboð og möguleika á fjölbreyttum störfum bæði fyrir karla og konur á svæðinu. Hinsvegar virðist sem enn skorti töluvert á atvinnutækifæri er höfði til kvenna.
Með hliðsjón af ofangreindu er óskað eftir því  við stjórn SSV, að SSV-þróun og ráðgjöf geri úttekt á atvinnuþátttöku kvenna í þessum þremur sveitarfélögum.  Kannað verði hversu hátt hlutfall kvenna sé á vinnumarkaði, hlutfall atvinnulausra kvenna síðasta ár, atvinnuþörf kvenna í dreifbýli og hver sé aldurssamsetning og menntun þeirra sem verið hafa án atvinnu. Þá verði kannað hjá fyrirtækjum hvort uppi séu áætlanir innan þeirra um að fjölga störfum fyrir konur. Einnig verði í úttektinni bent á leiðir til úrbóta á núverandi stöðu og settar fram tillögur og ábendingar um hvernig fjölga megi störfum fyrir konur í framtíðinni.”

Til máls tók SE og ræddi aðdragandann að ályktuninni. Nokkur umræða varð um málið. Til máls tóku SF, KS, ÓS. ÓS leggur fram verk, tíma-og fjárhagsáætlun fyrir verkefnið á næsta stjórnarfundi. Stjórn samþykkir að fara í verkefnið og felur SSV-Þróun og ráðgjöf að sjá um verkefnið.

 

6. Fundargerðir

Aðalfundur SASS 13. og 14. nóvermber 2004. Framlögð.
Til máls tók SF og benti á uppsetningu aðalfundar SASS. Þar er aðalfundur margra stofnana haldinn á sama tíma og sama stað. Einnig þeirri umræðu sem fer fram í SASS um yfirfærslu verkefna frá og til sveitarfélaga. Til máls tóku KS, SE, ÓS og JG.
Fundargerð Sorpurðunar Vesturlands. Framlögð.

 

7. Önnur mál
Kristján þakkaði Ásthildi, fh. stjórnar SSV, fyrir störf sín hjá SSV og óskaði henni velfarnaðar í námi.

Kristján og Jón sögðu frá ferð sinni til Færeyja ásamt bæjarstjórn Akraneskaupstaðar.

 

Fundi slitið kl. 18:00.

Fyrir fundinn var Svæðisvinnumiðlun Vesturlands heimsótt og eftir fundinn var snæddur kvöldverður í boði Akraneskaupstaðar.