34 – SSV stjórn
Stjórnarfundur SSV var haldinn á skrifstofu SSV, Bjarnarbraut 8, þann 18. júní 2004 kl. 10:00.
Mætt voru:
Helga Halldórsdóttir (HH), Sveinbjörn Eyjólfsson (SE), Guðrún Jóna Gunnarsdóttir (GJG), Sigríður Finsen (SF), Jón Gunnlaugsson (JG), Kristján Sveinsson (KS), Ólafur Sveinsson (ÓS) og Ásthildur Sturludóttir (ÁS) sem ritaði fundargerð.
1. Formaður bauð fundarmenn velkomna.
2. Fundargerð síðasta fundar framlögð. Samþykkt.
3. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lagt fram. HH fór yfir málið.
4. Fundargerð 65. fulltrúaráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 23. apríl sl. lögð fram.
5. Bréf frá Snæfellsbæ um aukinn kostnað vegna búfjáreftirlits lagt fram.
“Stjórn samþykkir að leita eftir áliti Sambands íslenskra sveitarfélaga um það hvort sveitarfélögum sé heimilt að innheimta gjald vegna eftirlits á búfé og einnig að óska eftir því við Sambandið að teknar verði upp viðræður við ríkisvaldið, í ljósi samstarfssamnings ríkis og sveitarfélaga, um það hvort þessi málaflokkur eigi að vera greiddur af sveitarfélögum eða ríki.”
6. Noregsferð sveitarstjórnarmanna í haust kynnt. Páll Brynjarsson sá um að skipuleggja ferðina og rætt um að fara í byrjun september. Til máls tóku HH, SE, GJG, JG, KS. Almennur áhugi á því að ferðin verði farin. Samþykkt að vinna að undirbúningi ferðarinnar áfram og sækja um viðeigandi styrki. Ásthildi falið að sækja um styrki til ferðarinnar og vinna áfram að málinu.
7. Beiðni um styrk til náms og kynnisferðar til Finnlands í september 2004 frá Fjöliðjunni.
Beiðninni hafnað. Ekki fordæmi fyrir slíkum styrkveitingum.
8. Sameiningarmál.
Hugmynd kynnt um skoðanakönnun vegna sameiningarmála á Vesturlandi. HH kynnti málið og svo fór ÓS yfir hugmyndafræðina. Til máls tóku SF, SE og JG, GJG. Stjórn samþykkir að fara út í þessa vinnu og felur Ólafi Sveinssyni að vinna áfram að málinu.
9. Staða á virðisaukaskatti SSV gagnvart skattstjóra. ÁS og ÓS fóru yfir málið.
10. Umsagnir þingmála. Frumvörp framlögð.
a. Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða. Sóknardagar báta, krókaflahámark ofl.
b. Frumvarp til laga um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.
c. Tillaga til þingsályktunar um stofnbrautakerfi fyrir hjólreiðar.
Framlagt.
11. Málefni SSV-Þróunar og ráðgjafar
Framlagðar skýrslur um Heiðarskóla, sveitarfélög Sunnan Skarðsheiðar, Fyrirtæki í Stykkishólmi og skýrslan um Hvalfjarðargöng.
a. Framtíðarsýn Vesturlands.
ÓS fór yfir málið og sagði frá því að Inga Dóra Halldórsdótir hefði verið ráðin til starfa í 4 mánuði við verkefnið.
b. Frumkvöðladagur á Vesturlandi og frumkvöðlaverðlaun. ÓS fór yfir málið. Þriggja manna stjórn tilnefnd af stjórn SSV til þess að vinna að málinu. Sveinbjörn Eyjólfsson, Sigríður Finsen, Jón Gunnlaugsson skipuð í undribúningshóp með SSV-Þróun og ráðgjöf.
c. Dalaverkefni-staða á þeim málum.
ÓS sagði frá þessu. UMF Æskan í Dölum. Mótframlag (700 þús) fékkst frá Byggðastofnun til að halda námskeið. Sótt verður frekar til Framleiðnisjóðs um meiri framlög. Almenn ánægja með málið.
d. Impra og Gerum gott betur.
Samskonar verkefni og var í gangi á Akranesi og Borgarfirði á Snæfellsnesi. Hluti SSV líklega 600 þúsund krónur. ÓS óskar eftir heimild til að fara af stað í ágúst um leið og fyrra verkefni verður slitið með athöfn. Stjórn samþykkir að fara í þessa vinnu.
e. Hvalfjarðargangaverkefni. Gefið út í september til þess að það fái tilhlýðilega athygli.
f. Bréf Snæfellsbæjar þar sem óskað er eftir því að að SSV-Þróun og ráðgjöf skoði hvort sveitarfélagið hafi einhver þau stjórntæki sem aukið gæti vinnslu á lönduðum afla heima fyrir.
Málið rætt frekar. ÓS falið að vinna að máli í samstarfi við bréfritara en að það verði staðfært og nauðsynlegt að það gagnist fleiri sveitarfélögum. Tkum jákvætt í erindið.
g. Önnur verkefni SSV-Þróunar og ráðgjafar.
i. Klasaverkefni í Borgarfirði.
12. Frá öðrum landshlutasamtökum.
Tilkynningar um ársþing annara fjórðungssambanda.
a. Aðalfundur SSNV verður haldinn 27. og 28. ágúst 2004 í Héðinsmynni í Skagafirði.
b. Aðalfundur Eyþings verður haldinn 24. og 25. september á Þórshöfn.
c. Aðalfundur SSA verður haldinn 16. og 17. september.
Ákveðið að halda aðalfund fimmtudaginn, 14. október 2004 í Stykkishólmi. Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við Valgerði Sverrisdóttur og bjóða henni að koma.
13. Önnur mál.
a. Fjármál SSV. Lagt var fram yfirlit frá KPMG með niðurstöðum reikninga fyrir fyrstu fimm mánuðina.
b. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga.
“Af gefnu tilefni samþykkir stjórn SSV eftirfarandi: Stjórn SSV lítur þannig á að kostnaður vegna væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu falli alfarið á ríkissjóð. Benda má á í þessu sambandi ályktun fulltrúaráðsfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá því í apríl 2004 sem telur óásættanlegt að fjármagn fylgi ekki stjórnvaldsákvörðunum sem leiða til kostnaðarauka fyrir sveitarfélög”.
Fundi var slitið klukkan 12.15.
Eftir fundinn verður snæddur hádegisverður á skrifstofu SSV og því næst var haldið á fund á Hótel Borgarnesi með Kjaranefnd sveitarfélaga um samningaviðræður við grunnskólakennara og stöðuna í þeim málum.