48 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

48 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ
48.  FUNDUR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Þriðjudaginn 22. júní árið 2004 var stjórnarfundur heilbrigðisnefndar Vesturlands haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Akraness að Stillholti 16-18 og hófst kl. 16.00.
Mættir voru:     Rúnar Gíslason
    Jón Pálmi Pálsson
    Sigrún Pálsdóttir
    Finnbogi Rögnvaldsson.
    Hallveig Skúladóttir
    Björg Ágústsdóttir
    Ragnhildur Sigurðardóttir
    Helgi Helgason
Laufey Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð
   
1. Sýkingar á Húsafelli.

 Framkv.stj. kynnti málið og að niðurstöður vatnssýna sem tekin hefðu verið á staðnum. Enn hefðu ekki borist niðurstöður veirurannsókna frá Finnlandi. Staðfest tilfelli veikinda af völdum noroveiru eru á annað hundruð en ljóst að nokkuð fleiri hafi sýkst. Ný vatnsból hefðu verið tekin í umferð síðustu daga og unnið væri að borunum eftir vatni á svæðinu. Fram kom að mikinn klór þyrfti í vatn til að eyða veirunni þannig að klórblöndun vatns til drykkjar kæmi ekki til greina. Fylgst mun með málinu áfram.
2. Starfsleyfi fyrir vatnsveitur.
 Framkv.stj. fór lauslega yfir reglugerð um neysluvatn nr. 536/200.  Í 4. gr. eru ákvæði um eftirlitsskyld vatnsból o.fl. og þar kemur fram að þau vatnsból sem þjóna matvælaframleiðslu og íbúðabyggð fleiri en 20 húsum eða 50 manns þyrftu starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd.
 Finnbogi lagði til að bréf yrði sent til allra viðkomandi aðila þar sem bent yrði á reglugerðina, hvað gera þyrfti, hvað vatnsbólin þyrftu að uppfylla ofl.
 Jón Pálmi lagði til að þessu yrði beint til sveitastjórna sem myndu þá senda bréf til þeirra aðila sem þetta fellur undir.
 Samþykkt að auglýsa og senda þeim sem við á erindi vegna þessa sbr. ofangr. umræður. 
3. Skýrsla um grænt bókhald fyrir starfsemi Stjörnugríss hf. að Melum.
 Framkv.stj. kynnti  reglugerð um grænt bókhald og  fór yfir þau fyrirtæki sem þyrftu að vera með grænt bókhald.
 Stjörnugrís hf. hefur sent inn skýrslu um grænt bókhald fyrirtækisins.
 
 Framkv.stj. fór yfir skýrsluna í samræmi við nýju reglugerðina og kynnti athugasemdir HeV sem sendar voru í bréfi til Stjörnugríss hf.
 Í dag barst svo bréf frá Stjörnugrís hf. sem svar við athugasemdum HeV.
 Heilbrigðisnefndin samþykkir framkomna skýrslu með þeim viðbótum sem fram koma í bréfi fyrirtækisins dags. 14. júní s.l.
4. Afgreiðsla starfsleyfa:
 Helgi fór yfir þau starfsleyfi sem búið er að afhenda á árinu og tók fram að starfsleyfin sem Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gæfi út væru flest unnin eftir leiðbeiningum frá Umhverfisstofnun um samræmd starfsleyfisskilyrði.
• Essó söluskáli Þjóðbraut 9, Akranesi
• Essó bensínstöð Þjóðbraut 9, Akranesi
• Hárhús Kötlu Stillholti 14, Akranesi
• Sumardvalarheimili KFUM Vatnaskógi, Hvalfjarðarstrandarhreppi
• Sumardvalarheimili Ölveri, Leirár- og Melahreppi
• Lyf og heilsa kirkjubraut 50, Akranesi
• Hársnyrtistofa Hinriks ehf. Vesturgötu 57, Akranesi
• Bíóhöllin Akranesi Vesturgötu 27, Akranesi
• Víf ehf,, hárgreiðslustofa, Esjubraut 43, Akranesi
• Hrognavinnsla Jóhanns Ásgeirssonar Akureyjum, Helgafellssveit
• Sumardvalarheimili Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Gufuskálum, Snæfellsbæ
• Sumardvalarheimili Ævintýraferða Hvanneyri, Borgarfjarðarsveit
• Umhleðslustöð Gámaþjónustu Vesturlands Brákarey, Borgarnesi
• Apótek Vesturlands, Borgarbraut 58-60, Borgarnesi
• Apótek Vesturlands Hrannarstíg 3, Grundarfirði
• Apótek Vesturlands hafnargötu 1, Stykkishólmi
• Skeljungur, bensín-og veitingasala, Brúartorgi 6, Borgarnesi
• Skeljungur, bensínsala (sjálfsali) Húsafelli, Borgarfjarðarsveit
• Olís, bensín- og verslun, v/Aðalgötu, Stykkishólmi
• Borgarneskjötvörur, kjötvinnsla og sláturhús, Brákarey, Borgarnesi
• Veiðihús v/Laxá, Skilmannahreppi
• Veiðihús v/Norðurá Rjúpnaási, Borgarbyggð
• Veiðihús við Hítará, Borgarbyggð
• Kaffi Kiljan Brúartorgi 4, Borgarnesi
• Fosshótel Bifröst, Borgarbyggð
• Hótel Breiðafjörður Aðalgötu 24, Stykkishólmi
• Gistiheimilið Gimli Keflavíkurgötu 4, Hellissandi
5. Önnur mál.
a) Dýrahald í atvinnuskyni. Umræður urðu um reglugerð um dýrahald í      atvinnuskyni nr.499/1997 og skyldur heilbrigðisnefndar í tengslum við   útgáfu starfsleyfa fyrir slíka starfsemi. Umhverfisstofnun gefur út starfs-
leyfi fyrir þessa starfsemi og fer fram á samþykki heilbrigðisnefndar og héraðsdýralæknis.
  Samþykkt að fela framkv.stjóra að senda bréf til Sambands Íslenskra sveitafélaga með ósk um að taka þetta mál upp við Umhverfisráðuneytið  svo hægt sé að samræma eftirlit með þessari starfsemi á einn eftirlitsaðila.
b) Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar um rökstuðning fyrir því að einka-vatnsveitur séu starfsleyfisskyldar.
c) Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar vegna úrskurðar úrskurðarnefndar í svonefndu Tröllamáli á Austurlandi.
d) Lögð fram gögn um netsamskipti sem farið hafa milli Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Austurlands svo og Umhverfisstofnunar um yfirtöku á eftirliti.
e) Lagt fram bréf frá Jóni Pálma til Umhverfisráðuneytis vegna gjaldtöku fyrir ýmis störf s.s. hvers konar umsagnir, sem heilbrigðiseftirlitinu væri falið með lögum og reglum. Ennfremur lagt fram svarbréf ráðuneytisins. Samþykkt að senda Sambandi íslenskra sveitafélaga túlkun ráðuneytisins.
f) Lagt fram bréf frá tómstundanefnd Akraneskaupstaðar um niðurstöður könnunar tóbaks- og áfengissölu til unglinga innan 18 ára á Akranesi.    Framkv.stj. greindi frá því að þau fyrirtæki sem brotið hefðu ákvæði tóbaksvarnalaga hefðu fengið áminningarbréf frá heilbrigðiseftirlitinu.
g) Framlagðar fundargerðir síðasta fundar Samráðsnefndar Sementsverksmiðjunnar og árlegs fundar Sementsverksmiðjunnar með fulltrúum Umhverfisstofnunar, heilbrigðisnefndar Vesturlands og tæknideildar Akraneskaupstaðar dags. 14.05.2004.
h) Lagt fram bréf frá Skúla Lýðssyni, byggingarfulltrúa Akraness, þar sem óskað er heimildar til að beita frávikum II í reglugerð um hávaða í tengslum við framkvæmdir á nýju Miðbæjarsvæði Akraness, sbr. kafla í greinagerð um hljóðvist.
 Samþykkt að veita þessa heimild.
i) Málefni Laugafisks. Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands til framkvæmdastjóra Laugafisks dags. 16. júní s.l. Miklar umræður um starfsemi fyrirtækisins og sérstaklega þá lyktarmengun sem það veldur. Samþykkt að fela framkv.stj. að senda Laugafiski bréf þar sem krafist er ýtarlegra upplýsinga hvernig fyrirtækið ætlar að uppfylla ákvæði starfsleyfisins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00