27 – SSV stjórn

admin

27 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundar SSV, miðvikudaginn 18. júní 2003.
haldinn í Stykkishólmi. 

 

Stjórnarfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, haldinn í Stykkishólmi, miðvikudaginn 18. júní og hófst fundurinn kl. 16.
Mættir voru. Kristinn Jónasson, formaður, Dagný Þórisdóttir, Helga Halldórsdóttir,  Kristján Sveinsson, Jón Gunnlaugsson.   Sveinbjörn Eyjólfsson, Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir.  Guðrún Jóna Gunnarsdóttir boðaði forföll. 
Dagný Þórisdóttir tók á móti stjórninni og var haldið í heimsókn til Sigurðar Ágústssonar hf.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Framlag Menntamálaráðuneytisins til menningarmála fyrir árið 2002.
2. Verkefni atvinnuráðgjafar
3. Erindi Fjölbrautarskóla Vesturlands.
4. Framlagt efni 
5. Framlagðar fundargerðir
6. Önnur mál.

 

Framlag Menntamálaráðuneytisins til menningarmála fyrir árið 2003.
Menntamálaráðuneytið hefur staðfest 2ja milljón kr. styrk til SSV til stuðnings menningarstarfs á Vesturlandi.


Nokkrar umræður urðu um úthlutun fjármagnsins og var ákveðið að úthluta fjármagninu á fundinum til menningarverkefna sem tengjast sveitarfélögunum á Vesturlandi.

 

      Írskir dagar á Akranesi       250.000
      Borgarfjarðarhátíð              250.000
      Eiríksstaðahátíð                  250.000
      Danskir dagar                    250.000
      Á góðri stund                     250.000
      Færeyskir dagar                 250.000   
      Orgelsjóður í Reykholti        100.000  
      Viðburðarveisla við   
      Safnasvæðið á Akranesi      100.000
      Ótilgreindir menningarviðburðir 
       sem SSV kemur að          300.000
      SAMTALS                        2.000.000

 

1.  Erindi frá Þúsund Þjölum ehf.
Þúsund þjalir ehf. sótt um styrk til jazzhátíðar í Stykkishólmi dagana 5. – 7. júní.
Erindinu hafnað.

 

2.  Verkefni atvinnuráðgjafar
Hvalfjarðargangaverkefni
Ólafur Sveinsson greindi frá stöðu við vinnu Hvalfjarðargangaverkefnis.

 

Sérverkefni í samstarfi við Impru.
Ólafur Sveinsson gerði grein fyrir verkefnishugmynd í samstarfi við Impru.  Tilgangur verkefnisins er að koma af stað verkefni sem leiðir til eflingar fyrirtækja.
Ólafi falið að vinna áfram að verkefninu.

 

Fundur stjórnar SSV með bæjarráði Akraness.
Kristinn Jónasson reifaði fund stjórnarmanna SSV með bæjarráði Akraness.  Niðurstaða þess fundar var sú að formanni SSV og bæjarstjóra Akraness var falið að koma með tillögur að samvinnu á milli Markaðsskrifstofu Akraneskaupstaðar og SSV, þróun og ráðgjöf.

 

Greinargerð um sérverkefni SSV, þróun og ráðgjöf.
Ólafur Sveinsson gerði grein fyrir sérverkefnum SSV sem hafa verið í gangi frá áramótum.

 

3. Fjölbrautarskóli Vesturlands.
Lagt fram erindi Fjölbrautaskóla Vesturlands þar sem skólanefnd Fjölbrautaskólans óskar þess að SSV ræði á sínum vettvangi endurnýjun á samningi sveitarfélaganna á Vesturlandi um Fjölbrautaskóla Vesturlands (FV).

Fundarmenn voru almennt á því að skipa nefnd sem yrði falið að leggja drög að endurnýjuðum samningi milli sveitarfélaganna um FV.  Samþykkt var að skipa þriggja manna undirbúningsnefnd.  Nefndarmenn eru skipaðir; Gísli Gíslason, Páll Brynjarsson og Kristinn Jónasson.
Hugmyndin er að nefndin leggi drög að samningi fyrir sveitarfélögin á haustdögum.

 

4. Framlagt efni 
Lagt fram endurskoðuð drög að rekstrar- og greiðsluáætlun  Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

 

Sameiginleg ályktun sveitarfélaga vegna uppbyggingu stóriðju á Grundartanga.
Lögð fram sameiginleg ályktun sveitarfélaga vegna uppbyggingu stóriðju á Grundartanga.
Stjórn tekur heilshugar undir ályktun sveitarfélaganna um uppbyggingu og eflingu stóriðu á Grundartanga.

 

Ársfundir landshlutasamtakanna.
Borist hafa tilkynningar um aðalfundi landshlutasamtakanna.  SSA heldur sinn fund 21. og 22. ágúst.  FV 5. og 6. september.  Eyþing 26 og 27. september.

 

5. Framlagðar fundargerðir
Sorpurðun Vesturlands frá 20. maí.  Símenntunarmiðstöðin frá 4. júní.  Aðalfundur Fjöliðjunnar frá 3. júní.  Eyþing frá 26. maí.

 

6. Önnur mál.
Samvinnunefnd miðhálendis
Hrefna sagði frá fundi í Samvinnunefnd miðhálendis og afhenti gögn um nefndina og störf hennar.
 

Þjóðhátíðargjöf Norðmanna.
Neikvætt svar barst við styrkumsókn í sjóðinn Þjóðhátíðargjöf Norðmanna en sótt var um styrk til Noregsfarar fyrir sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi.

 

Kynning á verkefninu ,,Vertu til”.
Beiðni hefur komið um að fá að kynna verkefnið ,,Vertu til” á aðalfundi SSV í haust.
Vel tekið í þá beiðni.

 

Opnun UKV.
Athygli vakin á opnun Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands í húsnæði Hyrnunnar í Borgarnesi, fimmtudaginn 19. júní kl. 14.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið

 

Hrefna B. Jónsdóttir
Fundarritari.