Aðalfundur SSV fer fram miðvikudaginn 24. mars

SSVFréttir

AÐALFUNDARBOÐ

Hér með er boðað til aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.  Fundurinn fer fram á Hótel Hamri, Borgarnesi miðvikudaginn 24. mars 2021.
Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands.

Dagskrá miðvikudaginn 24. mars verður sem hér segir:

Kl.09:30        Aðalfundur Starfsendurhæfingar Vesturlands

Kl.10:15         Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands

Kl.11:15          Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Kl.12:15          Hádegisverður

Kl.13:00         Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands

Kl.14:00         Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi

Eftirtaldir dagskrárliðir verða teknir fyrir á aðalfundi SSV samkvæmt lögum SSV:

  1. Skýrsla  stjórnar SSV um starfsemi liðins árs
  2. Ársreikningur  SSV, ásamt skýrslu endurskoðanda
  3. Ákvörðun um laun og þóknun til stjórnar og nefnda
  4. Kosning endurskoðanda
  5. Önnur mál löglega fram borin