Styrkveitingar á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

SSVFréttir

Síðastliðinn föstudag var haldin úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands að Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit. Það var sérstaklega ánægjulegt hvað margir mættu en það var húsfyllir og margt um manninn. Sjóðurinn auglýsti eftir umsóknum í október s.l. og bárust 142 umsóknir að þessu sinni sem er metfjöldi umsókna.

Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV setti athöfnina. Þá tók Ólafur Sveinsson forstöðumaður atvinnuráðgjafar SSV við og stýrði afhendingu styrkja í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna með aðstoð Helenu Guttormsdóttur formanni stjórnar Uppbyggingarsjóð Vesturlands, Helgu Guðjónsdóttur og Ólöfu Guðmundsdóttur en þær starfa báðar við atvinnuráðgjöf hjá SSV. Að þessu sinni voru það 20 verkefni sem hlutu styrki í þeim flokki að upphæð 12,2 mkr. en 34 umsóknir bárust sjóðnum.

Sigursteinn Sigurðsson verkefnastjóri menningarmála hjá SSV tók við og stýrði afhendingu styrkja í flokki menningarverkefna og stofn- og rekstrarstyrki menningarmála ásamt þeim Helenu Guttormsdóttur formanni stjórnar sjóðsins og Svölu Svavarsdóttur verkefnastjóra SSV. Í þá flokka bárust 108 umsóknir og hlutu 78 verkefni styrki að upphæð 31,3 mkr.

Inn í dagskrá og í lok dagskrár var boðið upp á tónlistaratriði frá nemendum í Tónlistarskóla Akraness og áttu þær Steinunn Árnadóttir og Jónína Erna Arnardóttir heiðurinn að því ásamt nemendunum sem stigu á stokk.

Í lokin var boðið upp á léttar veitingar og gestir tóku spjallið um þau fjölmörgu og góðu verkefni sem eru farin af stað eða fara af stað á næstu misserum.

Verkefnin sem hlutu styrki:

ATVINNU- OG NÝSKÖPUNARSTYRKIR

Endurheimt æðarvarps á landi með ungaeldi     Magnús Örn Tómasson     1.400.000

Vínlandssetur markaðssetning     Dalabyggð     1.200.000

Ferðaleiðir á Snæfellsnesi     Svæðisgarður Snæfellsness     1.000.000

Sveppasmiðja     Cristina Isabelle Cotofana     800.000

Víkingagisting á Giljalandi í Haukadal     Dalamenn ehf.     800.000

Project MOX     Egill Hansson     750.000

Hágæða gærur og leður-Verkun á sýnishornum     Sláturhús Vesturlands ehf.     700.000

Laufey     Áskell Þórisson     600.000

Handverk í heimabyggð (Sheepa furniture)     Sheepa ehf.     600.000

Uppbygging hönnunarstofu     Sigurður Gísli Sigbjörnsson     600.000

Vefsíða Sagnaseiðs á Snæfellsnesi     Sagnaseiður á Snæfellsnesi     500.000

Lífræn lindarböð     Thoregs slf.     500.000

Afplöstunarvél     Grjótás ehf     500.000

Jurtamjólkur afurðir     Kaja Organic ehf.     500.000

Borðar með bónda     Bjarteyjarsandur sf.     400.000

Ræktun með eigin rafveitu að Giljalandi í Haukadal     Dalamenn ehf.     350.000

Vöruþróun og kynning á nýrri fatalínu     Kristín Ósk Halldórsdóttir     350.000

Líkamsrækt í Dölum     Ungmennafélagið Ólafur pá     350.000

Skagafiskur     Skagafirskur ehf.     250.000

Hringur – þrif og þjónusta     Kolbrún Líndal Guðjónsdóttir     85.000


MENNINGARSTYRKIR                  

Frystiklefinn: 10 ára afmælisdagskrá     The Freezer ehf.     2.500.000

Kvikmyndahátíðin Northern Wave     Northern Wave     1.000.000

Plan B Art Festival     Sigríður Þóra Óðinsdóttir     1.000.000

Reykholtshátíð 2020     Sigurgeir Agnarsson     750.000

Menningarviðburðir Kalmans     Kalman – listafélag     700.000

Ólafsdalshátíð 2020 – 140 ára afmæli Ólafsdalsskólans     Ólafsdalsfélagið     700.000

Merking sögu og merkisstaða í Hvalfjarðarsveit     Hvalfjarðarsveit                600.000

Sturlureitur að Staðarhóli     Sturlufélagið     600.000

Járngerðarhátíð á Eiríksstöðum     Iceland Up Close ehf.     600.000

Fjölmenningarhátíð 2020     Snæfellsbær     500.000

Menningardagskrá í Safnahúsi 2020     Safnahús Borgarfjarðar     500.000

Menningarviðburðir í Landnámssetri     Landnámssetur Íslands ehf.     500.000

HEIMA – SKAGI 2020     Rokkland     500.000

Kría á Rifi     Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum     500.000

Þjóðahátið Vesturlands     Félag nýrra Íslendinga     500.000

Sjálfstæðir Íslendingar, íslenskur leir     Kolbrún Sigurðardóttir     500.000

Fyrirlestrar og viðburðir í Snorrastofu 2020     Snorrastofa     500.000

Kórastarf Freyjukórsins     Freyjukórinn     400.000

Jólin koma – brúðuveröld sagnaarfsins     Muninn kvikmyndagerð ehf.     400.000

Sýning um sjókonur á Snæfellsnesi     Snæfellsbær     350.000

Útilist við Steinberg-Listsel á Hellissandi     Mávur ehf.     350.000

Bót og betrun     Leikdeild UMF Skallagríms     300.000

Landsmót í Stykkishólmi     Félag harmonikuunnenda í Reykjavík     300.000

Endurhleðsla fjárréttarinnar í Ólafsvík     Átthagastofa Snæfellsbæjar     300.000

Þjóðlög fortíðar og framtíðar     Jónína Erna Arnardóttir     300.000

Baskaganga seinni hluti     Bjarni Skúli Ketilsson     300.000

Norrænar Stelpur Skjóta     Northern Wave     300.000

Flamenco viðburðir á Vesturlandi     Reynir Hauksson     300.000

Menningarviðburðir á Smiðjuloftinu     Smiðjuloftið     300.000

Dýrin í Hálsaskógi     Nemendafélag FVA     300.000

Litla Leikhúsið – Hálfatvinnu leikhópur     Leikfélagið Skagaleikflokkurinn     300.000

Frostbiter: Icelandic Horror Film Festival     Lovísa Lára Halldórsdóttir     300.000

Sögustofan: Byggjum brýr með sögum     Sigurborg Kristín Hannesdóttir     300.000

Saga og menning Stykkishólms     Efling Stykkishólms     300.000

Kvöldstund með skáldum     Dalabyggð     250.000

Afmælistónleikar Karlakórsins Heiðbjartar     Karlakórinn Heiðbjört     250.000

Heimatónleikar í Stykkishólmi     Hjördís Pálsdóttir     250.000

Fræðsla um eldsmíði – námskeið o.fl.     Guðmundur Sigurðsson     250.000

Hallgrímur Pétursson skáld tengsl við tónlist hér á Islandi      Zsuzsanna Budai     250.000

Enduróm að vori     Menningarfélagið Bohéme     250.000

Sagnaarfur Dalamanna     Sögufélag Dalamanna     250.000

Júlíana hátíð sögu og bóka     Þórunn Sigþórsdóttir     250.000

Sögustundir og sögurölt 2020     Byggðasafn Dalamanna     250.000

Hinsegin Borgarbyggð     Bjargey Anna Guðbrandsdóttir     250.000

Heima á Snæfellsnesi     Svæðisgarður Snæfellsness ses     250.000

Sólmundarhöfði, samtal menningar og náttúru     Borghildur Jósúadóttir     225.000

Leiklistarnámskeið fyrir 10-16 ára     Leikklúbbur Laxdæla     200.000

Jólatónleikar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar 2020     Hljómlistafélag Borgarfjarðar     200.000

Gleðigjafar, Kór eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni     Gleðigjafar     200.000

Karlakórinn Svanir     Karlakórinn Svanir     200.000

Stálpastaðir – ljósmyndasýning     Karólína Hulda Guðmundsdóttir     200.000

Skotthúfan 2020 – Þjóðbúningahátíð     Norska húsið     200.000

Kórsöngur     Hljómur, kór eldri borgara Akraness     200.000

Saga Hreppslaugar     Ungmennafélagið Íslendingur     200.000

Tónlist á Vesturlandi     Karlakórinn Kári     200.000

Írsk þjóðlagatónlist við Írskir Dagar     Félag nýrra Íslendinga     200.000

Jafnstillt eða vel stillt píanó?     Magnús Daníel Budai Einarsson     200.000

Common Ground  – hvar á ég heima?     Akademía skynjunarinnar     200.000

Hún er mild sem vögguvísa – voldug eins og hetjusögur     Arnheiður Hjörleifsdóttir     200.000

Máríudægur – tónleikaröð     Menningarsjóðurinn Undir jökli     200.000

Viðburðir og undirbúningur vegna tónleikahalds o.fl.     Lúðrasveit Stykkishólms     200.000

Gengið í gegnum söguna     Grundarfjarðarbær     200.000

Tónlistarviðburðir     Brúarás ehf.     200.000

Kellingar ganga heim að Görðum     Leikfélagið Skagaleikflokkurinn     150.000

Frá mótun til muna – sýning í Norska húsinu     Norska húsið     150.000

Jólavættir – jólasýning Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla     Norska húsið     150.000

Fyrri alda Fitjakirkjur -fræðsluskilti      Fitjakirkja í Skorradal     125.000

Menningararfurinn í þjóðbúningum     Margrét Vigfúsdóttir     100.000


STOFN- OG REKSTRARSTYRKIR              

Iceland Documentary Film Festival     Docfest ehf.     1.250.000

Sjóminjasafnið á Hellissandi     Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum     1.200.000

Náttúrutúlkun í Gestastofu fyrir friðland fugla í Andakíl  Landbúnaðarsafn Íslands 1.000.000

Rekstur Snorrastofu í Reykholti     Snorrastofa     1.000.000

Eiríksstaðir rekstur     Iceland Up Close ehf.     500.000

Ný grunnsýning Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla 1. Hluti  Norska húsið   500.000

Borgfirskur ljósmyndaarfur     Safnahús Borgarfjarðar     300.000

Ljósmyndasafn Akraness til framtíðar     Akraneskaupstaður     300.000

Átaksverkefni við skráningu á myndum Árna Helgasonar   Stykkishólmsbær     200.000

Jarðfræðisafn Snæfellsness     Thor Kolbeinsson     200.000