Föstudaginn 23. Mars. s.l. fór fram úthlutunarhátíð á styrkjum Uppbyggingarsjóðs Vesturlands í nýja Amtsbókasafninu í Stykkishólmi, úthlutað voru kr 40.425.000 til 78 verkefna, en alls bárust 129 umsóknir.
Páll S. Brynjarsson setti athöfnina og þau Elísabet Haraldsdóttir Menningarfulltrúi og Ólafur Sveinsson forstöðumaður atvinnuráðgjafar afhentu styrkina ásamt Helenu Guttormsdóttur formanni úthlutunarnefndar.
Tónlistarskólinn í Stykkishólmi var með tónlistaratriði þar sem þau László og Anastasia spiluðu fyrir okkur á píanó og þverflautu.
Styrkþegum er bent á að senda undirritaða samninga sem fyrst svo greiðsla geti farið fram.
Mynd: Skessuhorn/tfk.Mynd:SBÞ Mynd:SBÞ Mynd:SBÞ Mynd:SBÞ Mynd:SBÞ