Vífill Karlsson hjá SSV fjallaði um niðurstöður rannsóknar á áhrifum ferðaþjónustu á fjárhag sveitarfélaga á sjónvarpsstöðinni Hringbraut þar sem Linda Blöndal og Sigmundur Ernir spurðu hann út úr. Þetta var 10. maí 2017. Viðtalið hefst þegar komið er u.þ.b. 12 mínútur inn í þáttinn (smellið hér). Rannsóknarskýrslan sjálf fer á vefinn í fullri lengd þegar birtingarferli er lokið. Í millitíðinni geta áhugasamir kynnt sér erindi (20 mín) sem Vífill hélt á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í september 2016 (smellið hér). Þarna er að vísu um bráðabirgðaniðurstöður að ræða og því ekki alveg um sömu tölur að ræða þó svo allar meginniðurstöður séu þær sömu.