Ný skýrsla SSV – þróunar og ráðgjafar leiðir í ljós að efnahagsleg áhrif á Vesturlandi af 30% skerðingu þorskkvóta nema 4,9 milljörðum króna á ári. Þar af nema þau 2 milljörðum í Snæfellsbæ, 1,6 á Akranesi, tæpum milljarði í Grundarfjarðarbæ, 350 milljónum í Stykkishólmi og 4 milljónum í Borgarbyggð. Sjávarútvegur er snar þáttur í atvinnulífi Vesturlands, sérstaklega á Snæfellsnesi þar sem fiskveiðar nema um 40% af þáttatekjum svæðisins og fikvinnslu um 30%.
Ákvörðun um 30% kvótasamdrátt í þorski er þungt áfall fyrir Vesturland. Ekki er einhugur meðal sjómanna, útgerðarmanna og sveitarstjórnarmanna um að nauðsynlegt sé að grípa til svo harkalegra aðgerða sem stefnir samfélögum í hættu. Því er mikilvægt að auka nú þegar hafrannsóknir við landið, samhliða því að auka dreifræði í fiskveiðiráðgjöfinni.
Stjórn SSV telur mjög brýnt að mótvægisðagerðir ríkisstjórnarinnar beinist að öllum svæðum Vesturlands sem ákvörðun um aflasamdrátt bitnar á.
Stjórn SSV telur að ríkisvaldið eigi að grípa tafarlaust til aðgerða sem gera sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum kleyft að takst á við þessa erfiðleika og snúa vörn í sókn. Veigamikið er að sveitarfélög geti gripið til aðgerða fyrirfram en ekki eftirá, til að takast á við þann vanda sem framundan er.
Stjórn SSV mun fylgjast grannt með að mótvægisaðgerðir ríkisvaldsins skili sér til Vestlendinga.