Haustfundur FENÚR á Austurlandi.

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

Föstudaginn 14. nóvember sl. var haldinn haustfundur FENÚR á Egilsstöðum.

Í tengslum við fundinn var farin skoðunarferð til Kárahnjúka þar sem fundarmenn fengu leiðsögn um svæðið. Þrír fulltrúar frá Sorpurðun Vesturlands hf. sóttu fundinn en á meðfylgjandi mynd má sjá þá Guðbrand Brynjúlfsson, formann stjórnar, og Guðna Hallgrímsson á framkvæmdasvæðinu við Kárahnjúka.


Fenúr eru félagasamtök sem hafa það að markmiði að standa fyrir faglegri umræðu um sorphirðu og endurvinnslu. Hlutverk þessa félags er miðlun traustra upplýsinga jafnframt því að eiga í alþjóðlegri samvinnu. Þannig má tryggja hagsmuni okkar og forðast mistök og ósamræmdar aðgerðir.

Þema haustfundar FENÚR var að þessu sinni ,,Úrgangur tengdur stórframkvæmdum“. Farið var að Kárahnjúkum og virkjunarframkvæmdir skoðaðar. Síðan var ekið að Hallormsstaðarskógi þar sem gestir voru fræddir um skógrækt. Loftur Jónsson hélt erindi í skóginum sem bar heitið Skógrækt, áhugamál eða atvinnugrein.

Á FENÚR fundi voru haldin erindi um meðhöndlun úrgangs vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar. Úrgangsmeðhöndlun í ljósi stórra framkvæmda, aðstæður í úrgangsmálum hjá Sorpstöð Héraðs og að lokum var haldið erindi um fiskeldi í Mjóafirði.