Miðvikudaginn 21. janúar var úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands haldin á Hótel Borgarnesi. Uppbyggingarsjóður Vesturlands er samkeppnissjóður sem hefur þann tilgang að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi og er fjármagnaður af Sóknaráætlun Vesturlands.
Sjóðurinn auglýsti eftir umsóknum í október og alls bárust 94 umsóknir í sjóðinn og umsótt upphæð var 195.938.755
Að þessu sinni var veittur 61 styrkur sem skiptist þannig að veittir voru 14 styrkir til atvinnu-og nýsköpunarverkefna, 44 styrkir til menningarverkefna og þrír stofn- og rekstrarstyrkir. Fjárhæð sem úthlutað var að þessu sinni var 54.340.000.
Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV setti athöfnina og í framhaldinu stýrði Ólöf Guðmundsdóttir afhendingu styrkja í flokki atvinnu-og nýsköpunarverkefna með aðstoð Jónínu Ernu Arnardóttur, formanni stjórnar Uppbyggingarsjóðs ásamt Hrafnhildi Tryggvadóttur atvinnuráðgjafa SSV. Að þessu sinni hlutu 14 verkefni styrki í þeim flokki að upphæð 19.565.000.
Í framhaldi af úthlutun styrkja í þessum flokki fengu gestir kynningar á tveimur frumkvöðlaverkefnum sem hlutu styrki úr sjóðnum; annars vegar Harmoníu og hins vegar Afskurði til auðs.
Menningarhluti hátíðarinnar hófst á kynningarmyndbandi fyrir Sátuna, þungarokkshátíð í Stykkishólmi og að því loknu tók Sigursteinn Sigurðsson verkefnastjóri menningarmála hjá SSV við og stýrði afhendingu styrkja í flokki menningarverkefna og stofn-og rekstrarstyrkja menningarmála ásamt Jónínu Ernu formanni stjórnar sjóðsins og Páli S. Brynjarssonar framkvæmdastjóra SSV. Að þessu sinni hlutu 44 menningarverkefni styrk að upphæð 31.675.000 og þrjú verkefni hlutu stofn-og rekstrarstyrk að upphæð 3.100.000
Að lokinni afhendingu styrkja, var kynnt sameiginlegt kynningarefni Handraðans – klasa safna, sýninga og setra á Vesturlandi. Sædís Ólöf Þórisdóttir verkefnastjóri Broadstone Network Iceland kynnti verkefni sem er ætlað að miðla vönduðu kynningarefni safna, sýninga og setra í landshlutanum.
Við upphaf og inni í dagskrá var boðið upp á tónlistaratriði og var það Kammerhópur Steinunnar Þorvaldsdóttur sem sá um tónlistina að þessu sinni.
Í lokin var boðið upp á léttar veitingar og spjall um þau fjölmörgu spennandi verkefni sem eru í gangi á Vesturlandi.
Ljósmyndir sem eru í lok þessarar fréttar eru teknar af Steinunni Þorvaldsdóttur.
Verkefni sem hlutu styrki:
ATVINNU – OG NÝSKÖPUNARSTYRKIR

| Verkefni | Umsækjandi | Tengiliður | Upphæð |
| Bibbís
|
Rakel Ýr Waage | Rakel Ýr Waage | 500.000 |
| Gamla Læknahúsið | Benedikt Jóhannesson | Benedikt Jóhannesson | 500.000 |
| Skartviður II – Hugvit úr hefð | Hafliði Ásgeirsson | Hafliði Ásgeirsson | 540.000 |
| Bókum heima | Eimreiðarfélag Grundarfjarðar ehf. | Eimreiðarfélag Grundarfjarðar ehf. | 540.000 |
| Rifsvöllur | Golfklúbburinn Jökull | Þórhalla Hulda Baldursdóttir | 650.000 |
| Vinnsla afurða úr hreinu íslensku bývaxi | Theddi & Bý ehf. | Álfheiður B. Marinósdóttir | 720.000 |
| Túngarður – ræktun og framleiðsla tága úr víði | Katrín Dröfn Guðmundsdóttir | Katrín Dröfn Guðmundsdóttir | 900.000 |
| Snæfells Kayak Adventures | Halldóra Kristín Unnarsdóttir | Halldóra Kristín Unnarsdóttir | 1.000.000 |
| Simply Iceland | Simply Iceland ehf. | Þorvaldur Birgir Arnarsson | 1.000.000 |
| Eyrbyggjasaga – Vöruþróun | Anok Margmiðlun ehf | Anok Margmiðlun ehf | 1.500.000 |
| Ulvtran – Sustainable Ulvan for Industry | Kristófer Sveinn Arnar Palmer Júlíusson | Kristófer Sveinn Arnar Palmer Júlíusson | 2.000.000 |
| Ísrót – vinnuheiti | Særún Stefánsdóttir | Særún Stefánsdóttir | 2.215.000 |
| Afskurður til auðs | Mundialis ehf. | Mundialis ehf. | 3.000.000 |
| Harmonía – Samhljómur tónlistarkennslu | Nashville ehf. | Birgir Þórisson | 4.500.000 |
MENNINGARSTYRKIR

| Verkefni | Umsækjandi | Tengiliður | Upphæð |
| Tal&Tónar | Huldar ehf. | Huldar ehf. | 200.000 |
| Jazzhrekkur á Hræðilegri helgi í Hólminum | Ingibjörg Fríða Helgadóttir | Ingibjörg Fríða Helgadóttir | 200.000 |
| Klappleikir með Sigga&Ingibjörgu | Sigurður Ingi Einarsson | Sigurður Ingi Einarsson | 200.000 |
| Köttur úti í mýri – barnabókahátíð | Guðrún Lilja Magnúsdóttir | Guðrún Lilja Magnúsdóttir | 200.000 |
| Keltnesk hljóð | Félag nýrra Íslendinga | Félag nýrra Íslendinga | 200.000 |
| Vinnuheiti: Sögur af Breiðinni og Pörtunum. | Guðbjörg Sæunn Árnadóttir | Guðbjörg Sæunn Árnadóttir | 250.000 |
| Rætur Framtíðar- Pathways to Transformation | Sveppasmiðja ehf. | Cristina Isabelle Cotofana | 250.000 |
| Heima í Hólmi 2026 | Hjördís Pálsdóttir | Hjördís Pálsdóttir | 300.000 |
| Er líða fer að jólum | Jón Egill Jóhannsson | Jón Egill Jóhannsson | 400.000 |
| Sýning um verslunarsögu Ólafsvík | Hollvinafélag Pakkhússins | Hollvinafélag Pakkhússins | 500.000 |
| SLITNIR STRENGIR – ENDURKOMAN | Þjóðlagasveit TOSKA, félag | Skúli Ragnar Skúlason | 500.000 |
| Íslensku jólasveinarnir eru úr Dölunum | Kruss menningarsmiðja ehf. | Kruss menningarsmiðja ehf. | 500.000 |
| Álfaleiði | Heiður Hörn Hjartardóttir | Heiður Hörn Hjartardóttir | 500.000 |
| Viðburðarröð sundlaugarinnar að Hlöðum í Hvalfirði | 1214 sf. | 1214 sf. | 500.000 |
| Krónískur – uppistandssýning | Gísli Einarsson | Gísli Einarsson | 500.000 |
| Leir eða leðja – tilraunagleði á Eiríksstöðum | History Up Close ehf. | History Up Close ehf. | 500.000 |
| Framtíðin í blæstri | Lúðrasveit Stykkishólms | Anna Margrét Ólafsdóttir | 500.000 |
| Fólkið í Norska húsinu – Árni Thorlacius og fjölsk | Anna Sigríður Melsteð | Anna Sigríður Melsteð | 500.000 |
| Hönnun sýnigarðs hjá Landbúnaðarsafni | Landbúnaðarsafn Íslands ses | Anna Heiða Baldursdóttir | 500.000
|
| Menningararfur í nútímanum og Skotthúfan | Sveitarfélagið Stykkishólmur | Hjördís Pálsdóttir | 500.000 |
| Sumartónleikar Hallgrímskirkju, Saurbæ | Sumartónleikar Hallgrímskirkju, Saurbæ | Jósep Gíslason | 500.000 |
| Jesus Christ Superstar – tónleikar | Kór Akraneskirkju | Eydís Líndal Finnbogadóttir | 500.000 |
| Lillo Hardcorefest 2026 | Bergur Líndal Guðnason | Bergur Líndal Guðnason | 500.000 |
| Fjársjóðir Fellsstrandar | La Dolce Vita ehf. | Sigríður Hrund Pétursdóttir | 500.000 |
| Málsháttaspil | Huldar ehf. | Huldar ehf. | 525.000 |
| Jólahátíð Hljómlistarfélags Borgarfjarðar í 10 ár | Hljómlistarfélag Borgarfjarðar | Hljómlistarfélag Borgarfjarðar | 600.000 |
| Tónlistardagskrá Bohéme 2026 | Menningarfélagið Bohéme | Menningarfélagið Bohéme | 750.000 |
| Páll: Festival and Marketing Strategy | Paula Zima | Paula Zima | 750.000 |
| Umhverfislist í Brekkuskógi | Breiðfirðingafélagið | Sigurbjörn Einarsson | 750.000 |
| Júlíana – hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi | Júlíana, félagasamtök | Júlíana, félagasamtök | 750.000 |
| Sendiherrar Snæfellsness – UNESCO vistvangs. | Svæðisgarður Snæfellsness ses | Hlédís H. Sveinsdóttir | 750.000 |
| Ég er ok. | Aðalgeir Gestur Vignisson | Agnea motion pictures ehf. | 1.000.000 |
| 115 ár | Lionsklúbbur Ólafsvíkur | Hilmar Már Arason | 1.000.000 |
| KALMAN – Tónlistarfélag Akraness | Kalman – listafélag | Kalman – listafélag | 1.000.000 |
| WIFT Íslandi – Ráðstefna | WIFT á Íslandi, félag | WIFT á Íslandi, félag | 1.000.000 |
| Sýningarhald á Byggðasafninu í Görðum | Byggðasafnið í Görðum | Vera Líndal Guðnadóttir | 1.000.000 |
| Menningardagskrá að Nýp, sýning, málþing, smiðjur | Penna sf. | Penna sf. | 1.200.000 |
| Sirkuslestin: sirkussýningin Shjówmenn og smiðjur | Hringleikur – sirkuslistafélag | Eyrún Ævarsdóttir | 1.200.000 |
| Uppbygging ferðamannastaðar á Dagverðarnesi. | Hollvinafélag Dagverðarneskirkju | Sigurður Rúnar Friðjónsson | 1.200.000 |
| Baðstofulíf – ný grunnsýning | Safnahús Borgarfjarðar | Þórunn Kjartansdóttir | 1.500.000 |
| Menningarviðburðir í Landnámssetri | Landnámssetur Íslands ehf. | Landnámssetur Íslands ehf. | 1.500.000 |
| Reykholtshátíð 2026 | Sigurður Bjarki Gunnarsson | Sigurður Bjarki Gunnarsson | 1.500.000 |
| Þróun Snorrastofu í kjölfar afmælisárs | Snorrastofa í Reykholti | Snorrastofa í Reykholti | 1.500.000 |
| Sátan 2026 | Glapræði ehf | Gísli Sigmundsson | 2.500.000 |
STOFN- OG REKSTRARSTYRKIR TIL MENNINGARVERKEFNA

| Verkefni | Umsækjandi | Tengiliður | Upphæð |
| Sjóminjasafnið á Hellissandi | Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum | Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum | 700.000 |
| Rekstur Eiríksstaða | History Up Close ehf. | History Up Close ehf. | 1.200.000 |
| Vetraropnun sýninga | Landnámssetur Íslands ehf. | Landnámssetur Íslands ehf. | 1.200.000 |

