Frumkvæðissjóður DalaAuðs auglýsir eftir styrkjum

SSVFréttir

Búið er að opna fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs. Umsóknarfresturinn er til 21. janúar 2026, kl. 12.00 á hádegi.
DalaAuður er samstarfsverkefni Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnunar og er undir hatti brothættra byggða.

DalaAuði er ætlað að veita byggðalaginu innspýtingu, með því að hvetja til nýsköpunar í Dalabyggð og efla frumkvæði íbúa í samfélagslegum verkefnum. Liður í því er að veita styrki úr Frumkvæðissjóði.

Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur DalaAuðs má finna á vef SSV https://ssv.is/atvinnuthroun/brothaettar-byggdir-dalaaudur/

Nánari upplýsingar og aðstoð við undirbúning á umsóknum veitir Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs. Netfang: linda@ssv.is og sími: 7806697. Starfsstöð Lindu er í Nýsköpunarsetrinu í Búðardal.