Farsældardagur Vesturlands 2025 – öflug samvinna til farsællar framtíðar barna

SSVFréttir

Farsældardagur Vesturlands var haldinn þann 28. nóvember síðastliðinn í Hjálmakletti í Borgarnesi, þar sem ríflega 100 manns komu saman til að efla farsæld barna og ungmenna á svæðinu. Þátttakendur eiga það sameiginlegt að vinna að málefnum barna með einum eða öðrum hætti — í skólum, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, frístundastarfi, sveitarfélögum og fjölmörgum samstarfsaðilum.

Þetta er í annað skiptið sem Farsældardagurinn er haldinn á Vesturlandi, en dagurinn var fyrst haldinn í fyrra og hefur nú þegar fest sig í sessi sem mikilvægur samstarfsvettvangur á svæðinu. Viðburðurinn er hluti af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands, þar sem markmiðið er að styrkja grunn að heilbrigðu, öruggu og skapandi samfélagi barna.

Að þessu sinni snerust erindi og vinnulotur um þrjár megináskoranir sem allir þátttakendur þekkja vel úr daglegu starfi, til að mynda forvarnir og snemmtæk íhlutun, frístundir og gæði tómstunda fyrir börn og ungmenni, Stuðningur við foreldra og mikilvægi samstarfs heimila og stofnana

Deginum var skipt upp í fyrirlestra og virkar vinnulotur þar sem þátttakendur skiptust á hugmyndum, reynslu og lausnum. Afrakstur dagsins verður tekinn saman og sendur þátttakendum sem og stofnunum og sveitarfélögum sem mynda Farsældarráð Vesturlands.

Oddný Sturludóttir, aðjúnkt og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, stýrði deginum og hélt áberandi erindi ásamt fleiri öflugum fyrirlesurum. Verkefnið styðst jafnframt við þjóðarviðmið um farsæld barna, þar sem lögð er áhersla á að þverfaglegt samstarf, öryggi, tengsl og þátttaka barna séu grunnstoðir farsællar uppvaxtar.

Dagurinn var vel heppnaður og vill SSV vill þakka öllum þeim sérfræðingum, starfsfólki, stjórnendum og sjálfboðaliðum sem tóku þátt í deginum — með fyrirlestrum, umræðum, skipulagi eða þátttöku í vinnulotum. Samstillt vinna allra þessara aðila skapar forsendur fyrir farsælli framtíð barna á Vesturlandi.