Byggðaráðstefna og haustfundur landshlutasamtaka og Byggðastofnunar

SSVFréttir

Dagana 4.- 6. nóvember hittust fulltrúar landshlutasamtakana og Byggðastofnunar á fundum í Mývatnssveit. Fulltrúar SSV á þessum fundum voru framkvæmdastjóri, atvinnuráðgjafar og farsældarfulltrúi.

Dagskráin hófst með Byggðaráðstefnunni þann 4. nóvember og var þema ráðstefnunnar að þessu sinni Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga, jafnvægi, áskoranir eða vannýtt sóknarfæri? Ráðstefnan var vel sótt og erindin mörg og fjölbreytt. Fram kom að lýðfræðilegar breytingar kalli á ný viðbrögð og nálgun og mikilvægi inngildingar fólks af erlendum uppruna því sífellt að aukast.

Á ráðstefnunni voru flutt áhugaverð erindi um inngildingu með áherslu á íbúa af erlendum uppruna og ungt fólk. Hægt er að horfa á upptöku af ráðstefnunni og lesa um erindin á heimasíðu Byggðastofnunar hér.  Að lokinni Byggðaráðstefnu heimsótti Gerður Sigtryggsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, hópinn og fræddi hann um sveitarfélagið rekstur þess.

Vífill Karlsson flutti eitt af erindum Byggðaráðstefnunnar

 

Miðvikudaginn 5. nóvember hófst Haustfundur landshlutasamtaka og Byggðastofnunar með heimsóknum atvinnuráðgjafa til fyrirtækja á svæðinu.

Fyrsta heimsókn hópsins var í nýsköpunarfyritækið MýSköpun sem er líftæknifyrirtæki þar sem unnið er að ræktun örþörunga í lokuðum kerfum. Fyrirtækið hefur m.a. eingangrað örþörungana úr Mývatni en áherslan til framtíðar verður á að rækta örþörung sem nefnist H. Pluvialis sem framleiðir vinsælt fæðubótarefni sem kallast Astaxanthin og er öflugt andoxunarefni. Ingólfur Bragi Gunnarsson framkvæmdastjóri tók á móti hópnum og fór yfir sögu og framtíðarsýn  fyrirtækisins.

Því næst var haldið í Jarðböðin Mývatn þar sem unnið er að og breytingum. Jarðböðin heita nú Earth Lagoon og er einn stærsti vinnustaður sveitarfélagsins.  Þar fékk  hópurinn kynningu á sögu jarðbaðanna og framtíðarsýn ásamt því að teikningar af fyrirhugðum breytingum voru sýndar.

Atvinnuráðgjafar fræðast um Jarðböðin

 

Síðasta heimsókn morgunsins var í Gíg gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Mývatn.                      Í gestastofunni hefur verið nú verið opnun sýning um um þjóðgarðinn, jarðfræði Íslands og lífríkið við Mývatn ásamt því að gestum er veitt fræðsla og upplýsingar um náttúrufar, þjónustu og afþreyingu í næsta nágrenni.

Kynning á starfsemi í Gíg gestastofu

 

Að loknum hádegisverði í Sel-Hótel hófst fundur í Skjólbrekku þar sem verkefni dagsins var umræða um Byggðaáætlun. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, hjá Rannsóknarsetri í byggða- og sveitarstjórnarmálum við háskólann á Bifröst, Hólmfríður Sveinsdóttir úr Innviðaráðuneytinu og Reinhard Reynisson hjá Byggðastofnun fjölluðu um Byggðaáætlun og leiddu í framhaldinu hópavinnu þar sem rætt var um lykilviðfangsefni og markmið byggðaáætlunar og hvaða breytingar væru í nýrri byggðaáætlun.

Að loknum fundum dagsins fór hópurinn í heimsókn í brugghúsið Mývatn Öl við Sel- Hótel, þar sem Yngvi Ragnar Kristjánsson eigandi fór yfir tilurð og sögu bruggverksmiðjunnar.

Fimmtudaginn 6. nóvember hófst dagskrá með áframhaldandi samtali um byggðaáætlun. Starfsfólki landshlutasamtakanna var svo skipt niður í hópa eftir verkefnasviðum þar sem hver hópur ræddi verkefni líðandi stundar hjá landshlutasamtökunum og helstu áskoranir í starfseminni. Rætt var um hvaða gögnum er ábótavant, hvaða verkefni landshlutasamtökin geti unnið sameiginlega og hvernig þau geti miðlað þekkingu til annarra. Að lokum fór fram umræða um hvernig haustfundur sem þessi geti nýst starfsfólki sem best í daglegum störfum.

Um hádegisbil var fundahöldum lokið og að loknum hádegisverði á Sel-Hótel héldu fundargestir hver til síns heima eftir góða dvöl í Mývatnssveitinni.

Kúluskítur í Mývatnssveit