Sorpurðun Vesturlands hefur samið við Trésmiðjuna Akur um smíði á starfsmanna- og þjónustuhúsi sem verður sett upp í Fíflholtum á Mýrum.
Húsið mun verða sett niður á sama stað og núverandi þjónustuhús er staðsett en það var sett niður til bráðabirgða árið 1999. Áætlað er að nýja húsið verði komið í Fíflholt í lok maí 2026.
Það verður gaman að bæta aðstöðu starfsmanna og gesta í Fíflholtum. Núverandi aðstaða er orðin lúin enda húsið orðið gamalt og oft þröngt á þingi þegar margir eru saman komnir, starfsmenn og verktakar sem vinna fyrir Sorpurðun Vesturlands í Fílholtum við hin ýmsu verkefni.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þau Halldór Stefánsson framkvæmdastjóra Trésmiðjunnar Akurs og Hrefnu B Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Sorpurðunar Vesturlands hf. takast í hendur eftir formlega undirritun samnings um verkefnið.