Rafrænn kynningarfundur um Startup-Landið á morgun

SSVFréttir

Startup Landið er nýr viðskiptahraðall og er samstarfsverkefni allra landshlutasamtaka. Á morgun, þriðjudag fer fram rafrænn kynningarfundur fyrir öll áhugasöm! 👇

Hvað býður hraðallinn upp á?

🌱Aðgang að reynslumiklum leiðbeinendum, frumkvöðlum og fjárfestum

🌱Vinnustofur og fræðslufundi

🌱Tækifæri til að byggja upp öflugt tengslanet

🌱Tvær staðbundnar vinnustofur með þátttöku allra teyma

🌱Mestu leyti rafrænt fyrirkomulag sem hentar þátttakendum um allt land

Nánari upplýsingar um kynningarfundinn og hraðalinn er á viðburðarsíðu hans á Facebook.