Vífill Karlsson sótti ráðstefnu NORA sem hafði yfirskriftina: Búum eyjasamfélögum sjálfbæra framtíð. Ráðstefnan var í Stornoway á Lewis eyju í Skotlandi dagana 1-3 júlí. Þar flutti hann erindi sem fjallaði um hvort nýsköpun sé mismunandi eftir atvinnugreinum á Íslandi og skapandi greinum veitt sérstök athygli. Einnig hvort munur væri eftir landshlutum á Íslandi eða hvort þættir eins og stærð nærsamfélagsins (sveit, þorp, bær, borg), mismunandi aðstæður á markaði, eða samvinna við önnur fyrirtæki hefðu teljandi áhrif. Þá var líka skoðað hvort þjónusta landshlutasamtakanna, Byggðastofnunar og annarra sem veitt hafa fyrirtækjum ráðgjöf, styrki eða lán hafi stuðlað að nýsköpun. Meðal niðurstaðna var að nýsköpun gat verið mismunandi eftir landshlutum en mismunurinn minni en búist var við. Þá hafði uppbyggingasjóður landshlutanna marktækt jákvæð áhrif á nýsköpun um land allt og kvað svo rammt að því gagnvart skapandi greinum að vegur þeirra væri svipur hjá sjón ef hans nyti ekki við. Vífill hefur áður flutt erindi um þetta efni á öðrum ráðstefnum en hefur verið að endurbæta úrvinnsluna hægt og bítandi. Greiningin byggir á gögnum Fyrirtækjakönnunar landshlutanna sem SSV leiddi framkvæmd á. Upptöku af einu þeirra má finna t.d. hér (SMELLIÐ).