Samráðsfundur stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi og SSV

SSVFréttir

Nýlega tóku stjórnendur í velferðarþjónstu á Vesturlandi ákvörðun um að stofna formlegan vettvang fyrir samráð og samstarf í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Tilgangur reglulegra samráðsfunda er að búa til sameiginlegan vettvang velferðarsviða sveitarfélaga á Vesturlandi með það að meginmarkmiði að stuðla að aukinni farsæld íbúa svæðisins og standa vörð um hagsmuni þeirra.

Fyrsti fundur samráðshópsins fór fram miðvikudaginn 20.nóvember síðastliðinn í húsakynnum SSV í Borgarnesi og hafa stjórnendur lýst yfir mikilli ánægju með þetta velferðarskref í samstarfi sveitarfélaganna.