Sjálfbær atvinnuþróun á Vesturlandi.

SSVFréttir

SSV hefur fengið ráðgjafarsvið KPMG til að gera greiningu þeirra þátta sem þarf til að einstök landsvæði á Vesturlandi nái að byggja upp sjálfbæra atvinnustarfsemi m.a. í tengslum við mögulega uppbyggingu grænna iðngarða.

Verkefnið byggir á að greina styrk einstakra svæða á Vesturlandi í atvinnulegu samhengi og hvernig þau geti mætt kröfum stjórnvalda um aðgerðir í loftslagsmálum og eins hvað varðar eflingu hringrásarhagkerfis.

Verkefnið hófst í lok október og er nú verið að vinna greiningu á styrk svæða og framtíðarvalkostum varðandi mögulega þróun þeirra. Í kjölfarið verður farið í að móta sýn og markmið um sjálfbæra atvinnuþróun á þeim svæðum sem unnið verður með.  Verkefnið er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands og fjármagnað í gegnum hana.