121 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
FUNDARGERÐ
121. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Mánudaginn 1. september 2014 kl: 16 var haldinn fundur hjá
Heilbrigðisnefnd Vesturlands í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, Melahverfi.
Á fundinum voru:
Ólafur Adolfsson (ÓA) formaður
Sigrún Guðmundsdóttir, (SG)
Trausti Gylfason (TG)
Ragnhildur Sigurðardóttir (RS)
Þröstur Þór Ólafsson (ÞÞÓ)
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð. Eyþór Garðarsson og Dagbjartur Arilíusson boðuðu forföll og komumst ekki á fundinn. Formaður bauð fundarmenn velkomna til síðasta fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands fyrir kjörtímabilið 2010 – 2014 og var síðan gengið til dagskrár.
Dagskrá.
1. Vélabær ehf, bíla- og búvélaverkstæði, Borgarbyggð.
Slæm umgengni utan- og innanhúss.
Framkvæmdastjóri greindi frá málinu og skoðun starfsmanna HeV á staðnum hinn 23. júní s.l. Forsvarsmanni fyrirtækisins var gefinn frestur til 30. júní s.l. að sækja um starfsleyfi, þrífa upp olíu og bæta umgengni.
Umsókn barst með tölvupósti fyrr í dag 1. september.
Framlagt
2. Laxeyri ehf., seiðaeldi Húsafelli.- Framkvæmdir við hreinsimannvirki. Beiðni um frest til 1. okt´14 til að ljúka verkinu.
Framkvæmdastjóri greindi frá framhaldi málsins vegna framkvæmda við hreinsimannvirki við seiðaeldisstöðina Laxeyri á Húsafelli. Laxeyri ehf hefur nú eignast hluta Húsafells 2 þar sem eldisstöðin er staðsett og fyrirtækinu nú loks heimilt að fara í umræddar framkvæmdir sem hafa verið á döfinni frá árinu 2013.
Samþykkt að veita umbeðinn frest.
3. Fráveitumál í þéttbýli.
Skoðanaskipti milli OR og lögmanna Grenja ehf, sumar 2014 vegna fráveitumála.
Framkvæmdastjóri sagði frá málinu sem tengist fráveitumannvirkjum á Akranesi.
Málið rætt með hliðsjón af ágreiningi sem komið hefur upp á Akranesi um fráveitu frá fyrirtæki við Krókatún.
Framkvæmdastjóra falið að senda sveitarstjórnum bréf þar sem bent er á ákvæði í 4. grein laga nr. 9/2009 og í 14. grein reglugerðar nr.798/1999 um
fráveitur og skólp. Sækja skal um leyfi til heilbrigðisnefndar fyrir nýjar og endurbættar fráveitur.
4. Kvörtun vegna starfshátta HeV. Bréf dagsett 26. júní 2014.
Kvörtun frá landeigendum Melaleitis , Hvalfjarðarsveit, send formanni Heilbrigðisnefndar Vesturlands vegna viðbragða HeV við kvörtun um ætluð brot á starfsleyfi Stjörnugríss hf. á Melum.
Framkvæmdastjóri greindi frá efnisatriðum og túlkun HeV á starfsleyfi fyrirtækisins.
Samþykkt að óska eftir leiðsögn frá Umhverfis-og auðlindaráðuneyti á túlkun breytinga á útgefnu starfsleyfi Stjörnugríss hf árið 2011, þar sem m.a kemur fram að safnþrær skuli vera yfirbyggðar. Önnur safnþró á staðnum þjónar þeim tilgangi að geyma mykju tímabundið til frekari vinnslu (skiljun).
5. Úrskurður ANR vegna áminninga Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja á vanmerktum vörum í Nettó Reykjanesbæ.
Framkvæmdastjóri fór yfir úrskurðinn og niðurstöðu málsins.
Framlagt
6. Starfsleyfi
Ölver sumardvalarheimili, Hvalfjarðarsveit.- Gisting og mötuneyti. Endurnýjun.
Matarmarkaður Akranesi, Suðurgata 57, Akranesi. – Tímabundið leyfi til 2. ágúst ´14
Heimavinnsla matvæla, Laufskálar II, Borgarbyggð.- Tímabundið leyfi til 7. okt ´14
Norðurál Grundartangi ehf.- Tvær sjálfafgreiðslustöðvar fyrir olíu. – Nýtt
Norðurál Grundartangi ehf. Gámasvæði á Grundartanga. – Nýtt
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga. Setrið að Skólastíg 11, Stykkishólmi. – Pökkun á þurrkuðum matvælum (þang og te). – Nýtt
Ásgarður, Reykholtsdal. Vatnsból- Nýtt
Hóll, Hvalfjarðarsveit, – Vatnsból –Nýtt
Miðskógur, Dalabyggð- Vatnsból. –Nýtt
Signýjarstaðir, Borgarbyggð, – Vatnsból – Nýtt
Helgastaðir, Borgarbyggð. – Vatnsból. – Endurnýjun
Ljómalind, Sólbakka 2, Borgarnesi. Sölumarkaður. – Endurnýjun
Elkem Ísland ehf, Hvalfjarðarsveit – Vatnsveita Tungu og Hlíðarfæti – Nýtt
Dagvistun RB, Háholti 7, Akranesi- Nýtt
Tannlæknastofan 2 Gómar ehf, Laugabraut 11, Akranesi. – Endurnýjun.
Háigarður ehf, Ártúni ehf, Grundarfjörður. Heilfrysting á uppsjávarfiski.- Nýtt
Kaja Organic ehf, Kalmansvöllum 3, Akranesi. Heildsala og pökkun á þurravörum. – Breytt leyfi.
Háafell, Hvítársíðu, Borgarbyggð- Vatnsból- Nýtt
Landsnet hf, Brennimel, Hvalfjarðarsveit. – Spennistöð.- Endurnýjun.
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind starfsleyfi
7. Umsagnir til sýslumanns.
Hraunsnef, Sveitahótel, Borgarbyggð – Veitingar og gisting. – Endurnýjun.
Félagsheimilið Skjöldur, Helgafellssveit. – Samkomustaður, gisting. -Endurnýjun,
Veiðihúsið við Langá, Borgarbyggð. Debet ehf. Veitingar, gisting. – Endurnýjun
Kirkjuhvoll, Merkigerði 7, Akranesi. Skagaferðir ehf., Heimagisting- Nýtt
Veiðihúsið Kjarrá, Borgarbyggð. Kjarrá ehf, Veitingar, gisting- Endurnýjun
Veiðihúsið Þverá, Borgarbyggð. Kjarrá ehf, Veitingar, gisting- Endurnýjun
Ferðaþjónustan Erpsstaðir, Dalabyggð. Sumarhús. – Endurnýjun
Ferðaþjón. Fjaran, Miðholti, Eyja-og Miklah.hreppi.- 3 sumarhús. Endurnýjun
Traðir Snæfellsbæ, Heilsa og útivist ehf. – Gisting – Nýtt
Skúlagata 4, Stykkishólmi. Hafnargarðar ehf, heimagisting.- Endurnýjun
Vitakaffi, Stillholt 16-18, Akranesi. Vitakaffi ehf, veitingastaður. – Nýtt
Hótel Framnes, Nesvegi 5, Grundarfirði, Kamski ehf. Gisting, veitingar. Nýtt húsnæði – Breytt leyfi.
Gistiheimilið Grundargötu 50, Grundarfirði. TSC ehf, gisting.– Breytingar á húsnæði, Endurnýjað og breytt leyfi
Böðvarsholt Snæfellsbæ. Gistiskáli,heimagisting. – Endurnýjað og breytt leyfi.
Félagsheimilið Klif, Ólafsvík, – Samkomuhús, veitingar.- Endurnýjun.
Veiðihúsið Þrándargili, Laxá Dalabyggð. – Hreggnasi ehf, gisting, veitingar. Nýr rekstraraðili
Sæferðir ehf, Smiðjustígur 3, Stykkishólmi. Veitingar- Endurnýjun
Sæferðir ehf, Særún 2427, farþegaferja, veitngar. – Endurnýjun.
Ólafsdalur, Dalabyggð. Ólafsdalsfélagið – Kaffihús. – Nýtt
M/S Gullfoss AK, Akranesi. Hvalaskoðunarskip, veitingar – Nýtt
Snjófell, Arnarstapa. Hótel Hellnar ehf. – Gisting, veitingar- Endurnýjun
Veiðihúsið Hítará, Borgarbyggð. Stangaveiðifélag Reykjavíkur ehf. – Veitingar, gisting – Endurnýjun
Litla Brekka, Borgarbyggð. Gisting – Nýtt
Signýjarstaðir, Borgarbyggð. 2 sumarhús. – Endurnýjun
Dalflöt 5 (Tunga), Fljótstunga, Borgarbyggð, Mundo ehf – Sumarhús.- Nýtt
Kópareykir, Borgarbyggð. – Sumarhús – Nýtt
Arnbjargarlækur, Borgarbyggð- Heimagisting, 2 hús.- Nýtt
Framlagt
8. Umsagnir vegna tækifærisleyfa
Hjálmaklettur, dansleikur, Knattspyrnudeild Skallagríms, 28. júní 2014
Lopapeysan, Írskir dagar, Akranesi. Skemmtun við Sementverksmiðju 5. júlí 2014
Félagsheimilið Brautartunga, Lundareykjadal, tónleikar 10. júlí 2014
Hreðavatnsskáli, Borgarbyggð. Dansleikur 19. júlí 2014.
Á góðri stundu, bæjarhátíð Grundarfirði, 25. júlí – 27. júlí 2014.
Skógarmenn KFUM, Vatnaskógi, Útihátíð Vatnaskógi, Hvalfjarðarsveit 31. júlí – 4. ágúst 2014.
Félagsheimilið Þinghamar, Borgarbyggð. Harmonikku dansleikur 2. ágúst 2014
Íþróttamiðstöðin Stykkishólmi, dansleikur 16. ágúst 2014
Bryggjuball á Stykkinu, Stykkishólmi, 15. ágúst 2014
Samkomuhúsið Þverárrétt, Kvenfélag Þverárhlíðar, dansleikur 29. ágúst 2014
Íþróttahúsið Jaðarsbökkum, Knattspyrnufélag ÍA, sjávarréttakvöld ÍA, 5. september n.k
Framlagt
9. Brennur og flugeldasýningar.
Brenna, Svarfhóli Eyja- og Miklaholtshreppi, 3. ágúst 2014.
Flugeldasýning í Súgindisey á dönsku dögum í Stykkishólmi. 16. ágúst 2014
Framlagt.
10. Aðrar umsagnir
-Borgarbyggð – Umsögn um tillögu að breyttu aðalskipulagi Brákareyjar send til skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar.
-Borgarbyggð – Umsögn að tillögu um breytta landnotkun í aðalskipulagi, vegna urðunarsvæðis og efnistökusvæðis við Bjarnhóla, send skipulagsfulltrúa Borgarbyggðar.
-Snæfellsbær – Umsögn vegna teikninga af nýju húsnæði Hótel Hellna send byggingarfulltrúa Snæfellsbæjar.
Framlagt
11. Úrskurðir vegna kærumála.
Steðji ehf kærði ákvörðun heilbrigðisnefndar um sölubann á framleiðslu Hvalabjórs í janúar 2014 til Atvinnu -og nýsköpunarráðuneytis (ANR). Málið er enn til umfjöllunar hjá ANR.
Rekstraraðilar Hreppslaugar óskuðu eftir undanþágu vegna sýnatöku á baðvatni í Hreppslaug til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis (UAR) í júní 2013 vegna starfsleyfisskilyrða HeV. Úrskurður hefur ekki borist frá ráðuneytinu.
Framkvæmdastjóri fór yfir ferli málanna í ráðuneytum og langan afgreiðslutíma þeirra.
Heilbrigðisnefnd lýsir undrun sinni á seinagangi í ofangreindum málum og telur að tafir á afgreiðslu séu farnar að hamla störfum HeV.
12. Önnur mál
· a. Framleiðsluaukning álvers Norðuráls á Grundartanga í 350 þús tonn.Niðurstaða um ákvörðun matskyldu frá Skipulagsstofnun 26. júní 2014.
Framlagt
· b. Lokun eldri urðunarstaðar í Fíflholtum.Fyrirmæli um frágang og vöktun frá Umhverfisstofnun til Sorpurðunar Vesturlands hf., 19. júní 2014.
Framlagt
· c.Undanþága fyrir þynningarsvæði SO2 hjá Elkem Ísland.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti undanþágu til 1. júlí 2016. Framlagt
· d. Endurskoðun á leyfum hjá ferðaþjónustufyrirtækjum.
Umsögn frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, dagsett 27. ágúst 2014, vegna tillagna um einföldun regluverks og starfsumhverfis ferðaþjónustu.
Framkvæmdastjóri fór yfir umsögnina og aðkomu SHÍ að málinu.
· e. Geymsla á afurðum frá Kratusi ehf á Grundartanga utan framleiðslusvæðis.
Framkvæmdastjóri greindi frá geymslustöðum afurða frá Kratusi ehf á Grundartanga sem geymdar eru utan starfstöðva fyrirtækisins í húsnæði fyrrverandi Sementsverksmiðju á Akranesi.
Framlagt.
· f. Breiðargata 4, Akranes – Fiskhjallur. Erindi frá Akraneskaupsstað dags. 29.08´14.
Heilbrigðisnefnd gerir ekki athugasemd við stöðuleyfið.
· g. Framhaldsaðalfundur HeV 18. september n.k í Dalabyggð.
Á dagskrá er m.a ársreikningur HeV fyrir árið 2013 og kosning í heilbrigðisnefnd Vesturlands 2014-2018.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að heimila stjórnarmönnum að sækja fundinn.
Formaður þakkaði nefndarmönnum fyrir samstarfið í nefndinni.
Fundi slitið klukkan: 17:30