110 – SSV stjórn

admin

110 – SSV stjórn

Fundargerð

Stjórnarfundur í  SSV, haldinn fimmtudaginn 11. september 2014 kl. 13 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

 

Mætt voru: Gunnar Sigurðsson, formaður, Hallfreður Vilhjálmsson, Sigríður Bjarnadóttir, Bjarki Þorsteinsson og Sigurborg Kr. Hannesdóttir.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, Ólafur Sveinsson og Páll Brynjarsson.  Formaður setti fund og bauð Pál velkominn til starfa f.h. stjórnar.  Kristín Björg Árnadóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir og Halla Steinólfsdóttir boðuðu forföll.

 

1.   Fundargerð síðasta fundar

Lögð fram og samþykkt.

 

2.   Framkvæmdastjóri SSV

a.    Prókúra Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Lögð fram og undirrituð af stjórn yfirlýsing um prókúrubreytingu. Páll S. Brynjarsson, kt. 010365-4819, tekur við prókúru SSV og mun fara með þau verkefni sem honum eru falin samkvæmt samþykktum SSV.  Prókúra bankareikninga verður óbreytt að svo stöddu.

 

3.   Aðalfundur SSV

a.       Drög að dagskrá og  lagabreytingar.

Páll lagði fram drög að dagskrá aðalfundar og tillögu að lagabreytingum.  Rætt um verkaskiptingu á fundinum,  efnistök og fjárhagsáætlun.  

 

4.   Málefni fatlaðra

a.    Samantekt vegna framlaga til félagsþjónustusvæða á Vesturlandi. 

Greinargerð frá KPMG, Oddur G Jónsson

Oddur fór yfir rekstur félagsþjónustusvæðanna þriggja innan Vesturlands árin 2011, 2012 og 2013.  Fram kemur í hans yfirferð að sveitarfélögin hafa borgað  tugi milljóna króna með rekstri málefna fatlaðra á þessu tímabili.  Þess má  geta  að í  þessum tölum hefur ekki verið tekið tillit til stjórnunarkostnaðar eða annars viðbótarkostnaðar sem varð til hjá sveitarfélögunum við yfirfærsluna.

        

b.    Fundargerðir Þjónusturáðs. 28.02. 26.03 og 5.06.2014

Lagðar fram og staðfestar.

 

c.    Ársreikningur Þjónustusvæðis Vesturlands fyrir árið 2013 lagður fram.

Heildartekjur kr. 369.101.654.  Rekstrargjöld kr. 381.452.439. Fjármunatekjur kr. 605.818.  Rekstrartap ársins 11.744.967.  Samþykkt.

 

5.   Vesturlandsstofa

Rætt um málefni Vesturlandsstofu og starfsmönnum falið að skila tillögum til stjórnar um starfsemina.

 

6.   Almenningssamgöngur

Páll fór yfir starfsemi starfshóps sem hann situr í ásamt Eiríki Birni Björgvinssyni, bæjarstjóra á Akureyri og Ásgeiri Eiríkssyni, sveitarstjóra í Vogum, sem leiðir hópinn.

 

7.   Samningar við ríkið

a.    Fundur með fulltrúum ráðuneyta 29. ágúst sl.

Hrefna fór yfir málefni fundarins.  

b.    Sóknaráætlun

Lögð fram gögn frá uppgjöri verkefna til ráðuneytis.  Rætt um nýframkomin fjárlög ríkisins en þar er lág upphæð áætluð til sóknaráætlana landshluta. 

 

Stjórn SSV áréttar mikilvægi þess að fjármagn skili sér til sóknaráætlana landshluta og skorar á alþingismenn að beita sér fyrir framgangi verkefnisins.

 

Framkvæmdastjóra falið að vinna, með öðrum landshlutasamtökum, að málinu.  

 

8.   Sameiningarskýrsla.

Páll fór yfir helstu niðurstöður og kynnti sviðsmyndir sem settar eru fram í skýrslunni um mögulega sameiningarkosti á Vesturlandi.  Skýrslan verður kynnt á framhaldsaðalfundi SSV þann 18. sept. n.k.

 

9.   Fundargerðir

a.    Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Fundargerð frá 10. júní lögð fram.

b.    SSNV

Fundargerðir frá 15.07., 23.07. og 30.07.2014.

c.    FV (Fjórðungssamband Vestfirðinga)

Fundargerðir frá 26.06., 15.07. og 30.07.2014.

d.    Eyþing

Fundargerðir dags: 23.05., 18.06., 17.07. og 13.08.2014 lagðar fram.

 

10.   Önnur mál.

a.    Erindi

Tekið fyrir bréf frá Þorsteini Mána Árnasyni og svar fráfarandi framkvæmdastjóra og staðfestir stjórn svarið.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:10.

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.