111 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
FUNDARGERÐ 111. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Fimmtudaginn 20. desember 2012 kl: 09:30. Símafundur.
Á fundinum voru:
Jón Pálmi Pálsson, formaður
Sigrún Guðmundsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
Dagbjartur Arilíusson
Trausti Gylfason
Ólafur Adolfsson
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð. Eyþór Garðarson mætti ekki á fundinn og varamaður ekki boðaður í hans stað. Formaður bauð fundarmenn velkomna til símafundarins og var síðan gengið til dagskrár.
Dagskrá
1) Yfirlýsing formanns Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
Formaður fór yfir aðdraganda máls sem verið hefur í gangi á Akranesi undanfarna daga varðandi starfsskyldur hans sem bæjarritara. Í yfirlýsingu formanns kom fram að hann treysti sér ekki til að gegna stöðu formanns heilbrigðisnefndar áfram vegna málsins og segði hann því af sér og fól varaformanni nefndarinnar, Sigrúnu Guðmundsdóttur, að taka við formennsku.
Formaður þakkaði nefndarmönnum og starfsmönnum HeV fyrir samstarfið og óskaði öllum gleðilegra jóla.
Jón Pálmi Pálsson vék síðan af fundi og tók Sigrún Guðmundsdóttir við stjórn fundarins.
Framkvæmdastjóri fór yfir málið og eins og það snýr að heilbrigðisnefndinni.
Umræður fóru fram um greiðslur vegna setu formanns á aðalfundi SSV s.l haust og á öðrum auka fundum.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að greiða ekki að sinni fyrir setu formanns á aðalfundi SSV meðan að málin eru skoðuð nánar. Ákvörðun um greiðslu frestað til næsta fundar.
2) Verkslagsreglur vegna funda nefndarinnar.
Tillaga kom fram í umræðum um lið 1) að nefndin yrði að setja sér vinnureglur vegna greiðslna fyrir fundarsetu á vegum nefndarinnar.
Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að koma með tillögur að vinnureglum vegna fundasetu og fyrirkomulag þeirra á næsta fundi nefndarinnar.
3) Önnur mál.
-Seiðaeldisstöðin Laxeyri á Húsafelli.- Framhald frá síðasta fundi.
Bréf til HeV lagt fram frá Laxeyri ehf, dagsett 17. desember 2012.
Ákveðið að fá forsvarsmann fyrirtækisins á næsta fund nefndarinnar sem verður í janúar 2013.
Fundi slitið kl: 10:05