98 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

98 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 
 

FUNDARGERÐ

98. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Mánudaginn 16. maí  kl: 16  kom Heilbrigðisnefnd Vesturlands saman  að Melum í Melasveit  í skoðunarferð um staðinn. Síðar var haldið  í stjórnsýsluuhús Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3 í Melahverfi og formlegur fundur nefndarinnar haldinn þar.
 
Mætt voru:
Jón Pálmi Pálsson
Eyþór Garðarsson
Ragnhildur Sigurðardóttir
Dagbjartur Arilíusson
Rún Halldórsdóttir komst ekki á fundinn né varamaður hennar. Trausti Gylfason og Sigrún Guðmundsdóttir komust sömuleiðis ekki og ekki hægt að boða varamenn.
Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir  sem ritaði fundargerð. 
 
Dagskrá:
 
1.      Skoðunarferð í svínabú Stjörnugríss á Melum.(kl: 16)
Forsvarsmenn Stjörnugríss hf, Geir Gunnar Geirssynir, eldri og yngri, tóku á móti nefndinni og starfsmönnum HeV.  Fylgdu þeir gestum um bæjarhlöð á Melum og greindu  frá húsakosti og aðstöðunni.
 
Innrimelur 3, Melahverfi.- Fundur kl: 17:10
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og var síðan gengið til dagskrár. Undir 2.  dagskrárlið  voru einnig forsvarsmenn Stjörnugríss hf.
 
2.      Metanvinnsla á Melum.
Dofri Hermannson frá Metanorku hf kynnti  hugmyndir fyrirtækisins um vinnslu metansgas á Melum.
Formaður þakkaði  Metanorku hf og Stjörnugrís hf fyrir kynninguna.
 
3.      Starfsleyfi Stjörnugrís hf á Melum.
Framkvæmdastjóri fór yfir  athugasemdir sem hafa borist vegna auglýsts starfsleyfis.
Athugasemdir bárust frá 4 aðilum:
Magnúsi Inga Hannessyni, Eystri –Leirárgörðum, sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar,
Salvöru Jónsdóttur fh. landeigenda á Melaleiti, Björgvini Helgasyni og Dagnýju Hauksdóttur, Eystra-Súlunesi.
Athugasemdir ræddar.  Afgreiðslu starfsleyfis frestað fram að næsta fundi.
 
4.      Dreifing á slógi á Miðhrauni II.
Framkvæmdastjóri fór yfir starfsleyfisumsókn og gögn sem fylgdu umsókn. Drög frá öðrum heilbrigðiseftirlitssvæðum kynnt þar sem starfsemi með slógáburð er starfrækt. Tillögur að starfsleyfi  verða sendar stjórnarmönnum  en erindinu að öðru leyti frestað fram að næsta fundi.
 
5.      Starfsleyfi útgefin frá síðasta fundi.
Tourist Online ehf Borgarnesi, – Matvælavagn/pylsuvagn. – nýtt
Staðfest.
 
6.      Tóbakssöluleyfi.
Verkamenn ehf, Ferstikluskáli.
Staðfest.
 
7.      Umsagnir til sýslumanns.
2Iceland ehf,  Skólastígur 8, Stykkishólmi – gististaður, nýtt.
Framlagt.
 
8.      Vorfundur HES og samstarfsaðila, 4. – 5. maí s.l
Framkvæmdastjóri greindi frá   helstu atriðum og umræðum af vorfundinum sem haldinn var á Ísafirði fyrir tveimur vikum. Drög að fundargerð lögð fram.
 
Fundi slitið kl: 18:50