81 – SSV stjórn

admin

81 – SSV stjórn

Stjórnarfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi, mánudaginn 6. júní kl. 13.

 

Mætt voru: Sveinn Kristinsson, Gunnar Sigurðsson, Hallfreður Vilhjálmsson, Sigurborg Hannesdóttir, Bjarki Þorsteinsson og Sigríður Bjarnadóttir.  Áheyrnarfulltrúi: Halla Steinólfsdóttir.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir og Ólafur Sveinsson.  Kristjana Hermannsdóttir boðaði forföll.

Formaður stjórnar setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Gengið var til dagskrár.

 

1.   Aðalfundur SSV

Samþykkt að halda aðalfund SSV 30. sept.  Framkvæmdastjóra falið að athuga með fundarstað í Borgarnesi.

 

2.  Sóknaráætlun Vesturlands.

Lagðar fram tillögur að vinnuferli og efnistökum í Sóknaráætlun Vesturlands.  Gerð var  grein fyrir áhersluatriðum  í vinnu við sóknaráætlun landshlutans  og settar fram hugmyndir um leiðir við  framhaldsvinnu og verkefni.  Farið yfir hugmyndir að vinnuferlum og lagðar fram hugmyndir að nokkrum verkefnum fyrir sóknaráætlun landshlutans.  Samgöngunefnd SSV yrði vinnuhópur grunnnets samgangna. Vinnuhópur um Eflingu sveitarstjórnarstigsins yrði vinnuhópur samnefnds verkefnis.  Vinna er farin af stað við hugmyndavinnu að almenningssamgöngum sem upphaflega hófust í tengslum við óskir Innanríkisráðuneytis, áður samgönguráðuneyti, um að landshlutasamtökin komi að rekstri og skipulagningu almenningssamgangna á sínum svæðum.

 

Í framhaldinu er talað um að SSV verði falin umsjón og rekstur almenningssamgangna á starfssvæði samtakanna.   Um önnur verkefni  verði stofnaðir vinnuhópar þar sem sérfræðingar og hagsmunagæsluaðilar verði til kallaðir,  eftir því hvað málið varðar hverju sinni.

Fram kom að sóknaráætlun væri „lifandi“ plagg, sem er frekar aðferðafræði en eiginleg áætlun, sem tekur breytingum með hliðsjón af þróun samfélags og aðstæðum á hverjum tíma.

Samkvæmt minnisblaði sem hefur borist frá Forsætisráðuneyti, dags. 31.05.11, er lagt upp með 5 – 7 áhersluverkefnum sem verða áherslur varðandi forgangsröð fjárlaga 2012 og skal það leggjast fram fyrir 15. september nk.

 

Sigurborg Hannesdóttir sagði frá undirbúningsvinnu að svæðisgarði á Snæfellsnesi og óskaði eftir því að sú vinna yrði höfð til hliðsjónar sem verkefni við framhaldsvinnu við Sóknaráætlun Vesturlands.

Formaður lagði fram þá tillögu að stofna vinnuhóp sem hefði það hlutverk að vinna að áframhaldandi þróun þeirra tillagna sem liggja fyrir.  Samþykkt að formaður og varaformaður SSV verði í hópnum auk Bjarka Þorsteinssonar og Höllu Steinólfsdóttur.

Í umræðum í framhaldinu kom fram að þau verkefni sem nefnd hafa verið séu hluti af  viðamiklum verkefnum sem landshlutasamtökunum sé falið að vinna.  Verkefnin eru umfangsmikil og kalla á mismunandi sérþekkingu eftir því sem fengist er við hverju sinni.  Stjórn SSV þykir ríkið ætla landshlutasamtökum og atvinnuþróunarfélögum mikil verkefni án þess að fjármagn fylgi, sérstaklega í ljósi þess að verkefni voru ærin fyrir. 

Stjórn SSV lýsir ánægju sinni með þau verkefni sem óskað hefur verið eftir aðkomu landshlutasamtakanna að.  Þekking innan landshlutanna er gríðarleg og bæði vilji og fagleg geta til að taka að sér aukin verkefni.  Stjórn SSV leggur áherslu á að fjármagn fylgi þeim verkefnum sem um ræðir.      

 

3.  Málefni fatlaðra

Lagðar fram fundargerðir þjónusráðs númer 7. 8. 9. og 10. um málefni fatlaðra.  Farið var yfir þær, rætt um verkefni þjónusturáðs og starfsemi sveitarfélaganna.  Fundargerðir samþykktar. Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað frá fundi þjónusturáðs með fulltrúum Jöfnunarsjóðs og ríkisins frá 24. maí.  Gestir fundarins voru Einar Njálsson, velferðarráðuneyti, Guðni Geir Einarsson og Lúðvík Geirsson, ráðgjafar hjá Jöfnunarsjóði.  Farið var yfir hagnýtar upplýsingar fyrir báða aðila.

Rætt um fyrirkomulag leigu fasteigna fyrir fatlaða.

 

4.  Sveitarstjórnarvettvangur EFTA og ESB

Formaður gerði grein fyrir fundi innan sveitarstjórnarvettvangs EFTA sem haldinn var í Noregi 31. mai til 1. júní sl.  Er þetta þriðji fundurinn sem haldinn er til að vinna að formlegu starfi, og þar með hagsmunagæslu EFTA landanna, milli sveitarstjórnarvettvangs EFTA- landanna og ESB.  Umræðuefni á fundinum voru m.a. útboð sveitarfélaga og þær reglur sem gilda og hvort ekki væri hægt að hækka útboðsfjárhæðir og minnka þar með kostnað við útboð.  Einnig var rætt um flókið umhverfi í stjórnsýslu sveitarfélaganna.  Fundarmenn voru almennt ánægðir með fundinn í Noregi.  Fundurinn var vel undirbúinn  af Norðmönnum og fengnir voru sérfræðingar með framsögur inn á fundinn.

Er þetta þriðji fundurinn sem haldinn hefur verið og voru fulltrúar Íslands almennt sammála því að tilfinning fyrir verkefninu væri að eflast.  Áætlað er að funda í Brussel í nóvember og á Íslandi í júní 2012.

 

5.   Eftirlitshlutverk Umhverfisstofnunar með fyrirtækjum á Vesturlandi.

Gunnar Sigurðsson reifaði eftirlitshlutverk Umhverfisstofnunar (UST)  með fyrirtækjum á Vesturlandi sem starfa samkvæmt starfsleyfi frá stofnuninni. Þann 3. maí sl. var óskað eftir  upplýsingum um tekjur sem stofnunin hefur vegna eftirlits með fyrirtækjum á Vesturlandi.  Óskað var eftir því að svar bærist fyrir stjórnarfundinn e þrátt fyrir það var svar barst ekki svar í tíma. 

Aðalfundur, og stjórn SSV, hafa fjallað um eftirlitsskyldur UST á Vesturlandi og vilja og getu heimamanna að taka við henni og skapa þar með störf undir hatti Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.  (HEV). 

Gunnar Sigurðsson sagði mál UST alvarleg í tengslum við þá atburði sem hafa verið í brennidepli síðustu mánuði. Hann ræddi um ýmsa þætti sem tengjast suðursvæði Vesturlands sem hann telur að meira eftirlit verði að koma til.  Fleiri stöðugildi hjá HEV myndu bæta eftirlit innan svæðisins en mörg fyrirtæki tengjast t.d. iðnaðarsvæðinu á Grundartanga, skipaflutningar tengjast svæðinu auk fyrirtækja sem eru inni í Hvalfirði og á Akranesi.

 

Ákveðin tortryggni væri innan svæðisins sem þyrfti að eyða. Hann taldi HEV geta bætt eftirlit innan svæðisins og það þyrfti að vinnast með Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneyti.  Í þessari vinnu þyrfti  einnig að taka tillit til þess að breyta þarf löggjöfinni sem varðar þá hlið sem hér um ræðir.

 

Hallfreður þakkaði Gunnari umræðuna.  Hann ræddi þessi mál hvað Hvalfjarðarsveit varðar.  Ákveðin tortryggni væri innan svæðisins sem þyrfti að eyða. Hann taldi HEV geta bætt eftirlit innan svæðisins og það þyrfti að vinnast með  Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneyti.  Í þessari vinnu þyrfti einnig að taka tillit til þess breyta löggjöfinni þarf löggjöfinni sem varðar þá hlið sem hér um ræðir.

 

Fundarmenn svo sammála um að umræðan væri þörf.  Framkvæmdastjóra falið að taka saman stutt yfirlit um hvernig starfsemi eftirlitsmála UST og MAST er háttað á Vesturlandi.   Vinna verkefnið í samstarfi við HEV.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að óska eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins þegar upplýsingar liggja fyrir.  

 

6.  Menningarsamningur endurnýjaður.

Lagður fram samþykktur og undirritaður menningarsamningur milli sveitarfélaga á Vesturlandi og ríkisins.  Samningurinn var undirritaður, við hátíðlega athöfn, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu 15. apríl sl.

 

7.  Málefni atvinnuráðgjafar.

Starfsmannamál.

Farið yfir stöðu starfsmannamála innan atvinnuráðgjafar.

 

Frumkvöðladagur 10.06.11.

Farið yfir undirbúningsvinnu og val við frumkvöðul Vesturlands árið 2010.  Frumkvöðladagurinn verður haldinn 10. júní n.k.

 

8.  Fundargerðir

a.       Samgöngunefnd SSV 13.04.2011

b.      Sorpurðun Vesturlands 1.04.2011

c.       SSNV 15.03.2011

d.      SASS 18.03.2011 – 20.05.2011

e.       Eyþing 5.04.2011

f.       Samráðsfundur stjórnarráðsins og landshlutasamtaka sveitarfélaga vegna sóknaráætlana landshluta 27. maí 2011.

Lagðar fram.

 

  

9.  Umsagnir þingmála.

a.       Frumvarp til laga um barnalög (réttindi barns, forsjá, sáttameðferð o.fl) 728. mál.

b.      Frumvarp til laga um embætti sérstaks saksóknara (flutningur efnahagsbrotadeildar), 754. mál.

c.       Frumvarp til laga um breytingar á lögreglulögum 753.mál.

d.      Frumvarp til laga um Landsbókasafn – Háskólabókasafn (heildarlög), 760. mál.

e.       Frumvarp til laga um námsstyrki (aukið jafnræði til náms), 734. mál.

f.       Frumvarp til laga um grunnskóla (bættur réttur nemenda o.fl) 747 mál.

g.      Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof (EES-reglur ofl.), 748. mál.

h.      Frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 726. mál. Umsögn Sambandsins.

i.        Frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, (heildarlög) 728. mál.

j.        Frumvarp til laga um Byggðastofnun, 721 mál.  Umsögn SSV.

k.      Frumvarp til laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, 719. mál.

l.        Frumvarp til laga um almenningsbókasöfn.  (gjaldtökuheimildir) 580. mál. Umsögn Sambandsins.

m.    Tillaga til þingsályktunar um Skipasafn Íslands í Reykjanesbæ, 280. mál.

n.      Tillaga til þingsályktunar um heildarúttekt á starfsemi æskulýðs- og ungmennasamtaka á Íslandi, 494. mál.

o.      Frumvarp til laga um embætti sérstaks saksóknara (flutningur efnahagsbrotadeildar), 754. mál.

p.      Tillaga til þingsályktunar um aukna fræðslu í skólum og skaðsemi áfengis, 274. mál.

q.      Frumvarp til laga um menningarminjar, 651. mál.

Lagt fram.

 

10.  Önnur mál.

a.       Afmælisráðstefna Sorpu 20.05.11.  Sorpa 20 ára.

Málið kynnt.

b.      Stefnumótun um friðlýst svæði í umsjón Umhverfisstofnunar.

Lagt fram.

c.       Kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Brussel 5.-9. júní.

Málið rætt.

d.      Bókun SSNV – hækkun eldsneytisverðs

Lögð fram..

e.      Aðalfundur Símenntunar Vesturlands 7. júní.

      Framkvæmdastjóra falið að sækja fundinn f.h. SSV.

f.       Efling sveitarstjórnarstigsins.

Formaður sagði frá fundi með Þorleifi Gunnlaugssyni, formanni nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

 

Fundargerð ritaði Hrefna B. Jónsdóttir.