Ný Glefsa um Vesturland í fyrirtækjakönnun landshlutanna

VífillFréttir

Í dag fór smáritið Glefsa á heimasíðu SSV. Þar er í stuttu málið dregin út meginatriði Vesturlands í Fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022. Hún var framkvæmd á fyrri hluta ársins eða í janúar til mars 2022 en síðast framkvæmd haustið 2019. Rúmlega 1600 fyrirtæki tóku þátt, þar af tæplega 200 af Vesturlandi. Þar kom m.a. fram að á Vesturlandi höfðu hlutfallslega fleiri fyrirtæki hug á að ráða fólk en árið 2019 í samanburði við aðra landshluta. Minnst fór fyrir skapandi greinum á Vesturlandi. Á óvart kom að fyrirtæki á Vesturlandi ásamt fyrirtækjum á Norðurlandi vestra og Suðurlandi voru mest í því að útvega starfsfólki sínu húsnæði. Þörf fyrirtækja Vesturlands fyrir faglært vinnuafl var í meðallagi en jókst á milli kannanna. 30% fyrirtækja taldi sig vera í þörf fyrir menntað vinnuafl. Glefsuna í heild sinni má finna hér (SMELLIÐ).