Auglýst er eftir umsóknum um samfélags- og nýsköpunarstyrki í tengslum við verkefnið DalaAuður
Um er að ræða fyrstu úthlutun úr frumkvæðissjóði DalaAuðs, sem er samstarfsverkefni Dalabyggðar, Byggðastofnunar og Samband sveitarfélaga á Vesturlandi, undir hatti brothættra byggða.
Meginmarkmið verkefnisins eru:
- Samkeppnishæfir innviðir
- Skapandi og sjálfbært atvinnulíf
- Auðugt mannlíf
- Öflug grunnþjónusta
Til ráðstöfunar í fyrstu úthlutun eru 12.250.000 kr.-
Upplýsingar um frumkvæðissjóðinn, umsóknareyðublað og fylgigögn má finna á úthlutunarvef DalaAuðs.
Umsóknarfrestur er til kl. 12 á hádegi föstudaginn 30. september
Nánari upplýsingar og ráðgjöf veitir Linda Guðmundsdóttir verkefnisstjóri í síma 780-6697 og í gegnum netfangið linda@ssv.is
Áhugasamir umsækjendur eru hvattir til að panta tíma hjá verkefnisstjóra, vanti þeim aðstoð við umsóknir eða hugmyndavinnu. Sjálfsagt er að panta tíma utan hefðbundins skrifstofutíma.
Einnig er áhugasömum velkomið að kíkja við í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar sem staðsett er á 1. hæð Stjórnsýsluhússins í Búðardal. Þar er verkefnisstjóri DalaAuðs með aðsetur.
DalaAuður – upplýsingasíða á dalir.is
Vefsvæði DalaAuðar hjá Byggðastofnun
Vefsvæði Frumkvæðissjóðs DalaAuðar hjá SSV