112 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

112 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 
FUNDARGERÐ
112. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
 
Mánudaginn 4. febrúar 2013 kl: 16:00 í Ráðhúsi Borgarbyggðar.
 
Á fundinum voru:
Sigrún Guðmundsdóttir, formaður (SG)
Ragnhildur Sigurðardóttir (RG)
Dagbjartur Arilíusson (DA)
Trausti Gylfason (TG)
Ólafur Adolfsson (ÓA)
Eyþór Garðarson (EG)
Laufey Jóhannsdóttir (LJ)
 
 
Á fundinum voru auk nefndarmanna Helgi Helgason framkvæmdastjóri og Ása Hólmarsdóttir sem ritaði fundargerð. Formaður bauð fundarmenn velkomna til fundarins og var síðan  gengið til dagskrár. 
 
Dagskrá.
 
1)      Málefni  heilbrigðisnefndar.
Framhald umræðu frá síðasta fundi um greiðslu til fyrrverandi formanns fyrir fundarsetu ársins 2012 og tölvubréf frá fyrrverandi formanni um starfskyldur framkvæmdastjóra HeV.
Miklar umræður urðu um málið. Til máls tóku  EG, SG, RG, DA, TG, ÓA, LJ og HH.
Samþykkt að endurskoða launamál Heilbrigðisnefndar vegna aukafunda. Formanni og framkvæmdastjóra falið að leita álits SSV á málinu og koma með tillögur fyrir næsta stjórnarfund.
Samþykkt að greiða fyrrverandi formanni ekki frekari greiðslur vegna aukafunda á árinu 2012, sbr.  umræðu á síðasta stjórnarfundi.
 
2)      Frumvarp til laga á Alþingi á breytingum á lögum nr. 7/1998, m.a vegna færanlegrar starfsemi og vöktunar loftgæða.
Famkvæmdastjóri greindi frá  helstu breytingum á lögunum og frá umsögn HeV vegna frumvarpsins.
Framlögð umsögn HeV til umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frá 11. desember s.l og einnig sameiginleg umsögn frá Samtaka atvinnulífsins og fleirum.
 
3)      Seiðaeldisstöðin Laxeyri  ehf á Húsafelli.
Brot á starfsleyfi fyrirtækisins vegna fráveitu, framhald af síðasta fundi.
Forsvarsmenn fyrirtækisins, Þorgils Torfi Jónsson framkvæmdastjóri og Jón  
Guðjónsson stöðvarstjóri mættu á fundinn og fóru yfir starfsemi fyrirtækisins, fráveitu og stöðu mála.
Eftir nokkrar umræður var eftirfarandi bókun samþykkt:
Ljóst er að ekki var farið að skilyrðum starfsleyfis vegna fráveitumála fyrirtækisins á Húsafelli. Fyrirtækinu er gefin frestur til 1. maí n.k. til að koma með fullnægjandi áætlun um frágang fráveitu á Húsafelli.
 
4)      Sundlaugahandbók ný útgáfa.
Í lok árs 2012 gaf Umhverfisstofnun út nýja útgáfu að handbók vegna sundlauga en hún er búin að vera í vinnslu í nokkur ár.
Framkvæmdastjóra falið að kynna nýju handbókina fyrir sveitarstjórnum og rekstraraðilum sundlaugamannvirkja.
Framlagt.
 
5)      Alifuglabúið Fögrubrekku, Hvalfjarðarsveit.
Nýr rekstraraðili, Reykjabúið ehf,  hefur sótt um starfsleyfi fyrir alifuglabúið  á Fögrubrekku.
Umsögn sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar, frá 8. janúar s.l,  liggur fyrir og samþykkir nefndin að gefa út leyfi til mest 6 mánaða í senn í samræmi við fyrri ákvörðun nefndarinnar.
 
6)      Síldardauði í Kolgrafafirði.
Eyþór Garðarsson nefndarmaður og bæjarfulltrúi úr Grundarfirði skýrði frá ástandi mála í Kolgrafafirði vegna síldardauða í firðinum í lok desember s.l  og um nýliðna helgi. Jafnframt sýndi hann myndir sem teknar voru í gær af dauðri síld í fjörunni við bæinn Eiði og skýrði frá helstu hugmyndum fræðimanna um ástæður síldardauðans á þessum stað. Haldinn var fundur í Grundarfirði í síðustu viku  með umhverfis- og auðlindaráðherra, Umhverfisstofnun, Hafrannsóknastofnun, Náttúrustofu Vesturlands, HeV  og heimamönnum vegna málsins. Fram kom á þeim fundi að ráðherra æltar að beita sér fyrir að gerð verði aðgerðar- og vöktunaráætlun  vegna lífríkis í firðinum. Í máli Eyþórs kom fram að nemendur grunnskólans, félagasamtök og fleiri ætli að hreinsa upp síld, t.d  til fóðurgerðar, á næstu dögum.
 
7)      Starfsleyfi frá síðasta fundi.
Dansstudio Írisar, Stillholti 23 á Akranesi. Dansskóli- Nýtt leyfi.
Polmarket ehf. Matvöruverslun Ólafsbraut 19, Ólafsvík. – Nýtt leyfi
Ferðaþjónustan Snorrastöðum, Borgarbyggð. Hjólahýsa-og tjaldstæði.- Nýtt leyfi
OR, Þjónustuverkstæði OR Dalbraut 8, Akranesi.- Endurnýjað leyfi.
Sólhvörf ehf., Sólbyrgi, Kleppjárnsreykjum. Framleiðsla og pökkun á grænmeti.- Nýtt leyfi.
Snyrtistofan Dekur Dalbraut 1.- Breytt leyfi.
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreind starfsleyfi.
 
8)      Umsagnir til sýslumanns(afgreitt frá síðasta fundi)
Ferðaþjónustan Þurranesi, Dalabyggð. Sumarhús, gisting. – Endurnýjað.
Hótel Bifröst, Háskólinn Bifröst. Gisting og veitingar. – Nýtt leyfi.
Íslandshótel hf., Fosshótel Reykholti. -Nýtt leyfi.
Háteigur 1, Akranesi. Heimagisting. – Nýr staður, nýtt leyfi.
 
Framlagt.
 
Tækifærisleyfi.
Hjálmaklettur Borgarnesi. Knattspyrnudeild Skallagríms, dansleikur 31.12.12
Félagsheimilið Logaland, Ungmennafélag Reykdæla, dansleikur 29.12.12
Félagsheimilið Valfelli, Ungmennafélagið Mímir, samkoma 25.01.13
Hjálmaklettur  Borgarnesi. Lionsklúbburinn Agla. Þrettándagleði, 5.01.13
Félagsheimið Logaland. Söngskemmtun Söngbræðra 12.jan´13
Íþróttahúsið Vesturgötu á Akranesi. Áhugamannafélag Club ´71 Þorrablót 26. jan´13
Félagsheimilið  Logalandi. Ungmennafélag Reykdæla, þorrablót 26. jan´13
Félagsheimilið Lyngbrekku. E.O.P, Þorrablót 1. feb´13
Félagsheimilið Brún, Bæjarsveit. H.S.S., Þorrablót 26. jan´13
Félagsheimilið Lindartunga. Ungmennafélagið Eldborg. Þorrablót 8. feb´13
Félagsheimilið Þinghamar. B.G, Þorrablót 2.feb´13
 
Framlagt.
 
Brennur og flugeldasýningar: Umsagnir.
H.K, Rifi Snæfellsbæ. Brenna á Breiðinni við Rif 31.12.12
G.R.H., Kvíabryggju. Brenna við Kvíabryggju 31.12.12
Ungmennafélag Staðarsveitar. Brenna við  Kirkjuhól 30.12.12
Björgunarsveitin Elliði. Flugeldasýning  Rauðhálsum Mýrdal, 6. 01.13
Ungmennafélag Stafholtstungna. Brenna  við Þinghamar 2.01.13
Akraneskaupsstaður. Brenna í Kalmansvík 31.12.12.
Foreldrafélag Grunnskólans í Grundarfirði. Brenna  vestan við grunnskólann 6.01.13
Stykkishólmsbær. Brenna viði Vatnsás í Stykkishólmi 6.01.13
Björgunarfélag Akraness. Brenna og flugeldasýning á Jaðarsbökkum 6.01.13
 
Framlagt.
 
9)      Tóbakssöluleyfi
Polmarket ehf. Ólafsbraut 19, Ólafsvík.
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreint leyfi.
 
10)   Undanþága vegna aldurs til sölu á tóbaki.
Krónan á Akranesi, ábyrgðarmaður Inga Dóra Steinþórsdóttir fyrir  2 einstaklinga. Undanþágur gilda  í 6 mánuði.
 
Heilbrigðisnefnd staðfestir undanþágurnar.
 
11)   Aðrar umsagnir.
-Múlavirkjun Eyja- og Miklaholtshreppi. Umsögn til Skipulagsstofnunar um hvort virkjunin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
– Sorpurðun Vesturlands, Fíflholtum. Umsögn til Skipulagsstofnunar um hvort breyting á staðnum skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
– Hamraendar ehf, Sjávarborg, Hafnargata 4 Stykkishólmi. Umsögn til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis vegna óskar um undanþágu frá reglugerð 941/2002.
 
Framlagt.
 
 
12)   Önnur mál.
·         Málþing um gróðurelda  17. janúar 2013 í Borgarnesi.
Framkvæmdastjóri greindi frá málþinginu.
·         Málþing OR um líffræðilega hreinsun skólps 8. nóvember 2012.
Framlögð erindi frá málþinginu.
·         Loftgæði á svæði  Faxaflóahafna á Grundartanga.
Framkvæmdastjóri greindi frá samstarfshópi sem starfar að málinu.
·         Fíflholt á Mýrum, sorpurðunarstaður.  Ákvörðun um matskyldu. Niðurstaða frá Skipulagsstofnun dagsett 30. jan´13.
Framlagt.
·         Geymsla gagna fyrir nefndafundi HeV.
Hugmynd kynnt  um vistun fundargagna á dropbox.com, eða með sambærilegum hætti, þar sem nefndamenn geta kynnt sér gögn sem liggja fyrir hvern fund nefndarinnar í stað þess að fá þau send í tölvupósti.
Samþykkt að nota þessa gagnavistun fyrir fundi.
 
 
Fundi slitið kl: 17:52