Sævar verður fulltrúi í stafrænu ráði Sambands íslenskra sveitarfélaga

SSVFréttir

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi verður fulltrúi Vesturlands í nýju stafrænu ráði sveitarfélaga.  Verkefni ráðsins er að koma á miðlægu samstarfi sveitarfélaga til að auðvelda þeim að verða virkir þátttakendur í stafrænni þjónustu og nýta nútímatækni til að bæta þjónustu og samskipti við íbúana.
Stjórn SSV skipaði Sævar í ráðið á stjórnarfundi þann 26. ágúst sl.

Sævar Freyr Þráinsson / Mynd: Skessuhorn