Í dag 15. janúar voru veittir 92 verkefnastyrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. Heildarupphæð styrkja nam 43.270.000 króna. Þetta er sjöunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna í samræmi við Sóknaráætlun Vesturlands. Í ár var úthlutunarhátíðin rafræn og send úr á youtube rás SSV og Facebook live.
Alls bárust 124 umsóknir og í heildina var sóttu verkefnin samanlagt um rúmlega 176 mkr.
Þetta var fyrri úthlutun ársins en síðsumars verður aftur úthlutað í flokki atvinnu- og nýsköpunarstyrkja. Í dag hlutu 68 verkefni á sviði menningar styrk sem námu 26.000.000 kr. , 17 verkefni hlutu styrk til atvinnuþróunar upp á alls 11.970.000 kr. og þá voru veittar 5.300.000 kr. til stofn- og rekstarstyrkja á sviði menningar.
Mikill fjölbreytileiki er í verkefnunum eins og áður og hér má sjá myndband frá úthlutuninni:
Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands
ATVINNU- OG NÝSKÖPUNARSTYRKIR | |||
VEKEFNI | UMSÆKJANDI | VERKEFNISSTJÓRI | UPPHÆÐ |
Olivia´s Gourmet | Signý Óskarsdóttir | Signý Óskarsdóttir | 300.000 |
Klifurveggur í Stykkishólmi | Kontiki ehf. | Kontiki ehf. | 500.000 |
Heimavinnsla landbúnaðarvara í Dölum | Skúli Hreinn Guðbjörnsson | Skúli Hreinn Guðbjörnsson | 500.000 |
Forsendur verslunar með þurrt korn í héraði | Góður biti ehf. | Eiríkur Blöndal | 500.000 |
Finsen´s súkkulaði | Hafnargata ehf. | Sara Hjörleifsdóttir | 500.000 |
Karfaroð Snakk | Bolli ehf | Guðbrandur G Garðarsson | 500.000 |
Sölsnakk | Bolli ehf | Guðbrandur G Garðarsson | 500.000 |
Þara vín | Bolli ehf | Guðbrandur G Garðarsson | 500.000 |
Project MOX | Egill Hansson | Egill Hansson | 500.000 |
Dýflissu Meistarar Borgarfjarðar | Samúel Halldórsson | Samúel Halldórsson | 500.000 |
Hönnun á umbúðum | Karen Emilía Jónsdóttir | Karen Emilía Jónsdóttir | 570.000 |
Útrásarvíkingur | Lavaland ehf. | Lavaland ehf. | 600.000 |
Hafbjörg krabbastaður | Breið-Þróunarfélag ses | Bjarnheiður Hallsdóttir | 750.000 |
Ræktun til virðissköpunar á iðnaðarhampi | Amazing Iceland travel ehf | Kristján Logason | 750.000 |
Stafrænn þjálfunarbúnaður í eldvörnum | Neisti, félag slökkvuliðsmanna | Heiðar Örn Jónsson | 1.000.000 |
Úr pottum í vélar | Karen Emilía Jónsdóttir | Karen Emilía Jónsdóttir | 1.500.000 |
Prófun á tvívökva smávirkjun hjá Krauma við Deildartunguhver | Krauma Náttúrulaugar ehf. | VSB Verkfræðistofa | 2.000.000 |
MENNINGARSTYRKIR | |||
VEKEFNI | UMSÆKJANDI | VERKEFNISSTJÓRI | UPPHÆÐ |
Húsaskilti | Hollvinasamtök Borgarness | Hollvinasamtök Borgarness | 100.000 |
Shadows tónar í Borgarnesi | Steinunn Pálsdóttir | Steinunn Pálsdóttir | 150.000 |
Saga hússins Leifsbúðar (áður pakkhús/saumastofa/verkstæði) | Vínlandssetur ehf. | Bjarnheiður Jóhannsdóttir | 150.000 |
Varmalandstorfan | Helgi Bjarnason | Helgi Bjarnason | 150.000 |
Kellingar stunda íþróttir | Leikfélagið Skagaleikflokkurinn | Guðbjörg Árnadóttir | 150.000 |
Ástarljóð | Sara Hjördís Blöndal | Sara Hjördís Blöndal | 200.000 |
Artak350 Residency / Gestavinnustofa í Grundarfirði | artak ehf. | Þóra Karlsdóttir | 200.000 |
ÞAÐ OG HVAÐ heimsækja Grunnskólana | Sigríður Ásta Olgeirsdóttir | Sigríður Ásta Olgeirsdóttir | 200.000 |
Sveitabúðin í Brautarholti | Atli Ingólfsson | Atli Ingólfsson | 200.000 |
Lífið á Laugum, hlaðvarp | Sigrún Hanna Sigurðardóttir | Sigrún Hanna Sigurðardóttir | 200.000 |
Tónlist í héraði eftir veirufaraldur | Karlakórinn söngbræður | Gunnar Örn Guðmundsson | 250.000 |
Tónleikar sönghópsins Mæk | Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir | Gréta Sigurðardóttir | 250.000 |
Okkar eigin hversdagsleiki | Arnaldur Máni Finnsson | Arnaldur Máni Finnsson | 250.000 |
Tónlist við ljóð borgfirðinga | Steinunn Þorvaldsdóttir | Steinunn Þorvaldsdóttir | 250.000 |
Föstudagurinn DIMMI 2021 | Heiður Hörn Hjartardóttir | Heiður Hörn Hjartardóttir | 250.000 |
Vinnustofa, leirbrennsla, listsýningar | Brennuvargar, félagasamtök | Steinunn Aldís Helgadóttir | 250.000 |
Tónlist til betra lífs og farsælla samfélags | Starfsendurhæfing Vesturlands | Starfsendurhæfing Vesturlands | 250.000 |
Menningarverkefni – Kvennakórinn Ymur starfsárið 2021 | Kvennakórinn Ymur | Hrafnhildur Skúladóttir | 250.000 |
Tónar og ljóð | Valgerður Jónsdóttir | Valgerður Jónsdóttir | 250.000 |
Rannsóknarstofa Árna Thorlaciusar | Anok Margmiðlun ehf | Anok Margmiðlun ehf | 250.000 |
Streymistónleikar Borgarfjarðardætra 2. janúar í Reykholti | Ásta Marý Stefánsdóttir | Ásta Marý Stefánsdóttir | 250.000 |
Stálpastaðir – ljósmyndasýning 2021 | Karólína Hulda Guðmundsdóttir | Karólína Hulda Guðmundsdóttir | 250.000 |
Afmælisár Leirlistafélags Íslands – 40 ára 2021 | Leirlistafélagið | Kolbrún Sigurðardóttir | 250.000 |
Skotthúfan 2021 | Stykkishólmsbær | Hjördís Pálsdóttir | 250.000 |
Jólatónleikar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar 2021 | Þóra Sif Svansdóttir | Þóra Sif Svansdóttir | 250.000 |
Listasel í Dölum | Kraftaverk, Iceland Hot Spot ehf. | Kraftaverk, Iceland Hot Spot ehf. | 300.000 |
Menningardagskrá á Bókasafni Akraness árið 2021 | Akraneskaupstaður | Halldóra Jónsdóttir | 300.000 |
Bílskúrinn | Heiðrún Hámundardóttir | Heiðrún Hámundardóttir | 300.000 |
Myndskreytt sögustund Myrka Íslands | Spekingur ehf. | Sigrún Elíasdóttir | 300.000 |
Júlíana hátíð sögu og bóka | Júlíana, félagasamtök | Þórunn Sigþórsdóttir | 300.000 |
„Myndlist undir Jökli“ | Baldvina Sigrún Sverrisdóttir | Baldvina Sigrún Sverrisdóttir | 300.000 |
Allra veðra von – sirkussýningar og smiðjur á Vesturlandi | Hringleikur – sirkuslistafélag | Eyrún Ævarsdóttir | 300.000 |
112 | Sólrún Halldórsdóttir | Sólrún Halldórsdóttir | 300.000 |
Norræna þjóðbúningaþingið 2021 | Heimilisiðnaðarfélag Íslands | Kristín Vala Breiðfjörð | 300.000 |
Ljósmyndasafn Júlíusar Axelssonar | Safnahús Borgarfjarðar | Safnahús Borgarfjarðar | 300.000 |
Norrænar Stelpur Skjóta | Northern Wave | Dögg Mósesdóttir | 300.000 |
Sumartónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfjarðarströnd | Jósep Gíslason | Jósep Gíslason | 300.000 |
Menningardagskrá að Nýp 2021 | Penna sf. | Þóra Sigurðardóttir | 300.000 |
Endurhleðsla fjárréttarinnar í Ólafsvík | Átthagastofa Snæfellsbæjar | Átthagastofa Snæfellsbæjar | 300.000 |
Knattspyrna á Akranesi í 100 ár | Björn Þór Björnsson | Björn Þór Björnsson | 300.000 |
Spuni frá fortíð til framtíðar | Isnord, menningarfélag | Jónína Erna Arnardóttir | 300.000 |
Kennileiti í Borgarnesi | Logi Bjarnason | Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir | 300.000 |
Tónleikaröð í Grundarfjarðarkirkju | Listvinafélag Grundarfjarðarkirkju | Linda María Nielsen | 300.000 |
Hydration Space: opin vinnustofa, viðburðir og sýningaropnun | Sigríður Þóra Óðinsdóttir | Sigríður Þóra Óðinsdóttir | 400.000 |
Viti við Saltport | Mávur ehf. | Steingerður Jóhannsdóttir | 400.000 |
Skúlptúrgarður í Torfabót, Grundarfirði | Lúðvík Karlsson | Lúðvík Karlsson | 400.000 |
Norðurlandameistaramót í Eldsmíði | Íslenskir Eldsmiðir,áhugamannafélag | Guðmundur Sigurðsson | 450.000 |
Fyrirlestrar og viðburðir 2021 | Snorrastofa Reykhoti | Bergur Þorgeirsson | 500.000 |
Iceland Documentary film festilval – Viðburðir og dagskrá | Docfest ehf. | Ingibjörg Halldórsdóttir | 500.000 |
Menningardagskrá í Stykkishólmi 2021 | Efling Stykkishólms | Efling Stykkishólms | 500.000 |
Paradís amatörsins | Tinna Ottesen | Tinna Ottesen | 500.000 |
Þjóðahátið Vesturlands | Félag nýrra Íslendinga | Pauline McCarthy | 500.000 |
Skaginn syngur inn jólin – aðventudagatal | Eigið fé ehf. | Hlédís Sveinsdóttir | 500.000 |
Menningarviðburðir á Söguloftinu | Landnámssetur Íslands ehf. | Kjartan Ragnarsson | 500.000 |
Menningardagskrá í Norska húsinu | Stykkishólmsbær | Hjördís Pálsdóttir | 500.000 |
HEIMA – SKAGI 2021 | Rokkland ehf. | Hlédís Sveinsdóttir | 500.000 |
Kúlan – safn | Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir | Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir | 500.000 |
Sigurður málari | Muninn kvikmyndagerð ehf. | Bjarni Skúli Ketilsson | 500.000 |
Ólafsdalshátíð 2021, + 140 ára afmæli Ólafsdalsskólans | Ólafsdalsfélagið | Rögnvaldur Guðmundsson | 500.000 |
Járngerðarhátíð 2021 | Iceland Up Close ehf. | Bjarnheiður Jóhannsdóttir | 500.000 |
Menningardagskrá í Safnahúsi | Safnahús Borgarfjarðar | Safnahús Borgarfjarðar | 500.000 |
Menningarviðburðir Kalmans | Kalman – listafélag | Sveinn Arnar Sæmundsson | 600.000 |
Nr 4 Umhverfing | Akademía skynjunarinnar | Ragnhildur Stefánsdóttir | 700.000 |
Plan-B Art Festival 2021 | Sigríður Þóra Óðinsdóttir | Sigríður Þóra Óðinsdóttir | 1.000.000 |
Grund – samfélags- og menningarmiðstöð | Ingi Hans Jónsson | Ingi Hans Jónsson | 1.000.000 |
Kvikmyndahátíðin Northern Wave | Northern Wave | Dögg Mósesdóttir | 1.000.000 |
Heimaleikurinn | The Freezer ehf. | Kári Viðarsson | 1.000.000 |
Zoo-I-Side | Muninn kvikmyndagerð ehf. | Heiðar Mar Björnsson | 1.200.000 |
STOFN- OG REKSTRARSTYRKIR MENNINGARMÁLA | |||
VEKEFNI | UMSÆKJANDI | VERKEFNISSTJÓRI | UPPHÆÐ |
Menningarstarfsemi á Smiðjuloftinu | Smiðjuloftið ehf. | Valgerður Jónsdóttir | 300.000 |
Vínlandssetur rekstur | Vínlandssetur ehf. | Bjarnheiður Jóhannsdóttir | 500.000 |
Eiríksstaðir rekstur | Iceland Up Close ehf. | Bjarnheiður Jóhannsdóttir | 500.000 |
Rekstur Snorrastofu í Reykholti | Snorrastofa Reykholti | Bergur Þorgeirsson | 1.000.000 |
Iceland Documentary Film Festival-rekstur | Docfest ehf. | Ingibjörg Halldórsdóttir | 1.000.000 |
Landnámssetrið í Borgarnesi | Landnámssetur Íslands ehf. | Sigríður Margrét Guðmundsdóttir | 1.000.000 |
Sjóminjasafnið á Hellissandi | Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum | Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum | 1.000.000 |