Framleiðnisjóður landbúnaðarins kallar eftir umsóknum til 30. október

SSVFréttir

Stjórnvöld hafa ákveðið að Framleiðnisjóður verði lagður niðurí lok árs 2020. Stjórnendur Framleiðnisjóðs hafa ákveðið að síðasta úthlutun sjóðsins beinist að grasrótarstarfi bænda og viðleitni þeirra til eflingar atvinnu í sveitum og kallar eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á lögbýlum.

Umsóknarfrestur er til og með 30. október.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsvæði FL

Atvinnuráðgjafar SSV bjóða upp á ráðgjöf og aðstoð við gerð styrkumsókna til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.

Hægt er að hafa beint samband atvinnuráðgjafa:
Helga Guðjónsdóttir   helga@ssv.is   s: 895-6707
Ólafur Sveinsson   olisv@ssv.is  s: 892-3208
Ólöf Guðmundsdóttir   olof@ssv.is   s: 898-0247

ATVINNURÁÐGJÖF SSV