Fram á völlin- nýksöpun í sveitum landsins

SSVFréttir

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins boða til kynningarfundar um verkefnið Fram á völlinn sem kemur í kjölfar verkefnisins Gríptu boltann sem Framleiðnisjóður landbúnaðarins stóð að.
Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fjölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði.

Verkefnið er opið öllum íbúum í sveit og verður í boði í Þingeyjarsýslum og Dölum í haust.

Kynningarfundir um verkefnið verða haldnir á tveimur stöðum í næstu viku:
• Félagsheimilið Árblik í Dölum, mánudaginn 14. október kl. 17:00
• Gamli Barnaskólinn Laugum, þriðjudaginn 15. október kl. 17:00

Sjáumst hress

https://www.facebook.com/nyskopunarmidstod/