SSV þróun & ráðgjöf og Símenntunarmiðstöð Vesturlands í Evrópuverkefni

Samtök Sveitarfélaga á VesturlandiFréttir

SSV – þróun og ráðgjöf, ásamt Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi, tekur þátt Evrópuverkefni sem nefnist Land Life Learning. Auk fulltrúa héðan taka fulltrúar frá sambærilegum stofnunum í fimm öðrum löndum þátt, þ.e. Spáni, Portúgal, Svíþjóð, Noregi og Hollandi.


Meginmarkmið með verkefninu er að fulltrúar þessar tileinki sér nýjungar og aðferðir sem hafðar eru í fullorðinsfræðslu hjá hverjum og einum og miðli af sinni reynslu. Horft er sérstaklega til fámennra svæða og hvernig sameina megi krafta þessarra stofnana sem sinna fullorðinsfræðslu annars vegar og atvinnuþróun hins vegar til að hækka menntunarstigið og styrkja búsetuskilyrði á fámennum svæðum.

Verkefnið byggist á að fulltrúar frá hverju landi heimsækja hin þátttökulöndin.

Nú á dögunum var þessi hópur í heimsókn hér á Vesturlandi til þess að kynna sér starfsemi Símenntunarmiðstöðvarinnar og SSV-atvinnuþróunar og ráðgjafar.

Hópurinn dvaldi í tvo daga og fyrri daginn fékk hann kynningu á Vaxtarsamningi Vesturlands, Háskólinn á Bifröst var skoðaður og endað í Landnámssetrinu.

Seinni daginn var haldið á Snæfellsnes þar sem Guðbjörg skólameistari í Fjölbrautaskóla Snæfellinga tók á móti hópnum og sýndi þeim húsakynni og fræddi þau um starfsemina.

Einnig tók Guðrún Bergmann á móti hópnum og fjallaði um umhverfisvæna ferðaþjónustu og starfsemi All Senses Group.

Hópurinn nýtti sér einnig ferðaþjónustu Snjófells er farið var á snjósleðum upp á Snæfellsjökul í frábæru veðri.

Má sjá hér nokkrar ljósmyndir frá umræddri heimsókn til Íslands.

Fundur haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi

Hópurinn endaði ferðina með snjósleðaferð uppá Snæfellsjökul í mikilli veðurblíðu.

LILLA Evrópuverkefnishópurinn