Fyrsta alíslenska byggmjólkin að koma á markað

SSVFréttir

Þessa dagana er ný Byggmjólk sem er jurtadrykkur unnin úr íslensku byggi að fara í sölu í ýmsum verslunum hér á landi.  Byggmjólkin er framleidd af Kaju Organic á Akranesi.  Kaja Organic fékk fyrir tveimur árum öndvegisstyrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til að þróa og undirbúa framleiðslu á Byggmjólkinni. Í tilefni þess að Byggmjólkin er komin í framleiðslu og er að …

Ráðstefnu um sameiningar sveitarfélaga frestað

SSVFréttir

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ráðstefnu um sameiningar sveitarfélaga sem stóð til að halda á vegum SSV að Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit fimmtudaginn 12. mars n.k. vegna COVID-19 veirunnar. Því miður er þetta niðurstaðan en vonir standa til að hægt verði að halda ráðstefnuna seinni partinn í maí en það mun skýrast á næstu vikum.

Barnamenningarhátíð á Akranesi fær styrk úr Sóknaráætlun Vesturlands

SSVFréttir

Í ár var ákveðið að styrkja Barnamenningarhátíð á Akranesi með framlagi úr Sóknaráætlun Vesturlands. Undanfarin ár hafa barnamenningarhátíðir í landshlutanum verið styrktar með þessum hætti, en það var í fyrsta skipti gert árið 2017. Síðast var hátíðin haldin í Reykholti í Borgarfirði og þar á undan á Snæfellsnesi með góðum árangri. Samkvæmt Menningarstefnu Vesturlands 2016-2019 er lögð áhersla á að …

Ráðstefna: Sameiningar sveitarfélaga – Dagskrá

SSVFréttir

Fimmtudaginn 12. mars n.k. verður haldin ráðstefna um sameiningar sveitarfélaga að Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit og mun hún standa yfir frá kl.10:00 til 15:00. Eggert Kjartansson, formaður SSV mun opna ráðstefnuna og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Íslands flytur ávarp. Að því loknu verður rætt um reynslu af sameiningum sveitarfélaga og svo hvernig sé hægt að sporna við því að jaðarbyggðir …

Ráðstefna um sameiningar sveitarfélaga

SSVFréttir

SSV mun standa fyrir ráðstefnu um sameiningar sveitarfélaga fimmtudaginn 12. mars n.k. Ráðstefnan verður haldin á Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit og mun standa yfir frá kl.10:00 til 15:00. Sveitarstjórnarfólk, fræðimenn og fleiri munu vera með erindi á ráðstefnunni og Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála mun ávarpa ráðstefnuna. Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst síðar í vikunni.    

Stjórn SSV fjallar um opinber störf á Vesturlandi

SSVFréttir

Á stjórnarfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi  í síðustu viku voru til umræðu opinber störf í landshlutanum. Rætt var um opinber störf á Vesturlandi með hliðsjón af hagvísi sem Vífill Karlsson hagfræðingur SSV tók saman.  Jafnframt var rætt um tillögu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni, í tillögu ráðherra eru Vestfirðir, Norðurland og Austurland skilgreind sem landsbyggð en …

Styrkveitingar á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

SSVFréttir

Síðastliðinn föstudag var haldin úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands að Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit. Það var sérstaklega ánægjulegt hvað margir mættu en það var húsfyllir og margt um manninn. Sjóðurinn auglýsti eftir umsóknum í október s.l. og bárust 142 umsóknir að þessu sinni sem er metfjöldi umsókna. Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV setti athöfnina. Þá tók Ólafur Sveinsson forstöðumaður atvinnuráðgjafar SSV við og …

Styrkir til atvinnumála kvenna

SSVFréttir

Vinnumálastofnun/Velferðarráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2020 lausa til umsóknar. Ert þú með góða hugmynd? Auglýsing Auglýsing english  

Þrjú verkefni af Vesturlandi á Eyrarrósarlistanum 2020

SSVFréttir

Í gær var Eyrarrósarlistinn 2020 opinberaður en alls bárust 25 umsóknir í ár. Eyrarrósin er nú veitt í sextánda sinn og er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Sex verkefni hafa verið valin á Eyrarrósarlistann í ár og þrjú þeirra eru af Vesturlandi og hafa þau öll hlotið styrki úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands undanfarin ár. SSV óskar aðstandendum þessara glæsilegu hátíða innilega …

Stafræn framþróun sveitarfélaga

SSVFréttir

Síðast liðinn miðvikudag hélt Samband íslenskra sveitarfélaga(Sambandið) í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi(SSV) áhugaverða kynningu um stafræna framþróun í húsnæði Símenntunar í Borgarnesi. Fyrirlesari var Fjóla María Ágústsdóttir, breytingastjóri stafrænnar þjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin á Vesturlandi sendu sína fulltrúa á fyrirlesturinn og SSV sendi einnig fulltrúa. Tilgangur þess að bjóða sveitarfélögum upp á þessa kynningu er að …