• slide
  • slide
  • slide
  • slide

Velferð á Vesturlandi


Það er óþarfi að fullyrða að velferð og hamingja íbúa skiptir miklu máli í uppbyggingu samfélaga og almennt í byggðaþróun. Það skiptir þá höfumáli að allir íbúar njóti velferðar til að mynda í formi æskulýðs- og tómstundarstarfs, öldrunarþjónustu, þjónustu við íbúa af erlendum uppruna, starfsendurhæfingar öflugrar heilbrigðisþjónustu og svo mætti lengi telja. Velferðarþjónusta kemur þannig við alla íbúa með einhverjum hætti sem gerir velferð eina af mikilvægustu og stærstu verkefnum sveitarfélaganna og ríkis.
Í Sóknaráætlun vesturlands 2020-2024 er kafli um velferð. Stefna kaflans er að „Auka hamingju, félagslega virkni og vellíðan íbúa með fjölbreyttu framboði heilsueflandi afþreyingar. “ Sóknaráætlun Vesturlands setur fram þau mælanleg markmið að hamingja íbúa aukist um 5% á tímabilinu, vellíðan á meðal eldri borgara aukist og viðhorf íbúa vaðandi möguleika til íþróttaiðkunar mælist hærra. Þessar upplýsingar er t.d. hægt að mæla með íbúakönnunum sem lagðar eru fram með reglulegu millibili á vegum SSV.

Hjá SSV starfar verkefnastjóri velferðarmála. Verkefni velferðarfulltrúa eru fjölbreytt, og eru helst tengd áhersluverkefnum Sóknáráætlunar Vesturlands auk tengdra verekfna.
Verkefnastjóri velferðarmála hjá SSV er Sigursteinn Sigurðsson, sviðsstjóri Menningar- og velferðarsviðs.