Upplýsingar og aðstoð varðandi umsóknir


Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunar-verkefni á Vesturlandi. Uppbyggingarsjóðurinn er samkeppnissjóður. Auglýst er opinberlega eftir umsóknum og eru þær metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í samningi um Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024 og þeim áherslum sem eru í reglum sjóðsins

Sjóðurinn veitir styrki í eftirfarandi verkefni:


  • Verkefnastyrkir á sviði menningar (úthlutað einu sinni á ári umsóknarfrestur í nóvember)
  • Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála (úthlutað einu sinni á ári umsóknarfrestur í nóvember)
  • Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar (úthlutað tvisvar á ári umsóknarfrestur í ágúst og nóvember)

Umsóknarfrestir eru auglýstir á heimasíðu SSV og í öllum fjölmiðlum á Vesturlandi

1. Verklags- og úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands


Mikilvægt er að lesa verklags- og úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands áður en umsókn er gerð en þar koma fram áherslur sjóðsins, umsóknarferli og hvaða kostnaður er styrkhæfur ásamt fleiri gagnlegum upplýsingum.

2. Upplýsingar og aðstoð varðandi umsóknir


Menningartengdir styrkir (verkefnastyrkir og stofn- og rekstrarstyrkir)
Sigursteinn Sigurðsson í síma 433-2313 eða 698-8503
Netfang; sigursteinn@ssv.is

Atvinnuþróunar og nýsköpunarverkefni

Ólöf Guðmundsdóttir í síma 898-0247
Netfang: olof@ssv.is

Helga Guðjónsdóttir í síma 895-6707
Netfang: helga@ssv.is

Hrafnhildur Tryggvadóttir í síma 849-2718
Netfang: hrafnhildur@ssv.is

3. Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024


Einnig er gagnlegt að lesa áherslur og markmið sem koma fram í samningi um Sóknaráætlun Vesturlands.

4. Eyðublöð fyrir framvindu- og lokaskýrslu er að finna undir sér flipa


Framvindu- og lokaskýrslur skulu sendar á netfangið uppbyggingarsjodur@ssv.is