44 – Sorpurðun Vesturlands

admin

44 – Sorpurðun Vesturlands

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands  haldinn á skrifstofu SSV mánudaginn 20. ágúst 2007 kl.  16:30

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á skrifstofu SSV miðvikudaginn 8. ágúst 2007.  Mætt voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður, Kristinn Jónasson,  Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Bergur Þorgeirsson og Sæmundur Víglundsson.  Magnús Ingi Bæringssn boðaði forföll en sendi afstöðu sína til málsins inn á fundinn.  Það sama gerði Gunnólfur Lárusson sem einnig boðaði forföll.   Auk þess sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, sem auk þess ritaði fundargerð.

 

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 1 Afstaða til útboðs. 
 2.  Önnur mál.
 
Afstaða til útboðs.
Rædd einstök atriði innan útboðsgagna.  Samþykkt að taka reksturinn í Fíflholtum yfir og tekur sú ákvörðun gildi um næstu áramót.  Framkvæmdastóra falið að vinna að undirbúningi.

 

Önnur mál.
Gjaldskrá.
Samþykkt hækkun á gjaldskrá á árinu 2008.  Urðunargjald fyrir almennt sorp og seyru verður 4,90 kr. og 10 kr. fyrir sláturúrgang.

 

Fundur um hagsmunagæslu í úrgangsmálum 16. ágúst 2007.
Framkvæmdastjóri sat fund sem Samband íslenskra sveitarfélaga boðaði til um hagsmunagæslu í úrgangsmálum.  Mættir voru fulltrúar sveitarfélaga og sorpsamlaga til að ræða það hvort skynsamlegt er að ráða starfsmann til að gæta hagsmuna sveitarfélaga og fyrirtækja á sviði úrgangsmála.  Lögð var fram áætlun um kostnað og kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaga og drög að samkomulagi milli Sambandsins og samstarfsaðila.  Samþykkt að Sorpurðun Vesturlands komi fram fyrir hönd sveitarfélaganna á Vesturlandi í þessu verkefni.

 

Kynningarfundur um drög að nýrri reglugerð um meðferð og nýtingu á slátur- og dýraúrgangi.
Framkvæmdastjóri skýrði frá kynningarfundi sam haldinn var á Selfossi fyrr í dag um drög að nýrri reglugerð um meðferð og nýtingu á slátur- og dýraúrgangi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.