55 – SSV stjórn
Stjórnarfundur í Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi þriðjudaginn 27. mars 2007, kl. 9:30 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.
Stjórnarfundur í SSV, haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi þriðjudaginn 27. mars 2007. Mættir voru: Sigríður Finsen, formaður, Jenný Lind Egilsdóttir, Páll Brynjarsson, Ása Helgadóttir, Björn Elíson, Kristjana Hermannsdóttir og Hrönn Ríkharðsdóttir,
Auk þess sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir og Ólafur Sveinsson.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.
1. Menningarráð.
2. Ímyndarskýrsla – kynningar um Vesturland.
3. Erindi Upplýsingar- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands.
4. Málþing – nýbúar 21.03.07
5. Vaxtarsamningur
6. Starfsmannamál
7. Erindi Hvalfjarðarsveitar.
8. Vesturland í Evrópu.
9. Aðalfundur UKV
10. Erindi Kennarafélags Vesturlands.
11. NPP partenariat in Derry
12. Fundargerðir
13. Umsagnir þingmála
14. Önnur mál.
1. Menningarráð.
Helga Halldórsdóttir, formaður Menningarráðs Vesturlands og Elísabet Haraldsdóttir, starfsmaður ráðsins, komu inn á fundinn og fór yfir störf Menningarráðs. Hún sagði frá stefnumótunarskýrslu um menningarmál sem unnin var af SSV og gefin út árið 2002. Stefnumótunin var grunnur að samningi millli SSV og Menntamála- og Samgönguráðuneytis í október 2005. Framundan eru mörg spennandi verkefni og mun Menningarráð halda aðalfund sinn í Snæfellsbæ 11. apríl n.k kl. 14. Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst, mun halda fyrirlestur að aðalfundi loknum. Helga og Elísabet viku af fundi.
2. Ímyndarskýrsla – kynningar um Vesturland.
Haldnir hafa verið kynningarfundir um Ímyndarskýrslu um Vesturland. Ólafur Sveinsson sagði frá fundunum en þeir voru haldnir víðsvegar um Vesturland.
3. Erindi Upplýsingar- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands.
Stjór UKV hefur sent erindi þar sem farið er fram á 2.000.000 kr. fjárframlag til reksturs Upplýsingaamiðstöðvarinnar. Samþykkt að veita UKV þetta fjárframlag.
4. Málþing – nýbúar 21.03.07
Þann 21. mars átti að halda málþing í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík sem snúast átti um nýbúa. Vegna veðurs var málþinginu frestað til 17. apríl n.k. En þá verður leitast við að svara spurningunni: Hvernig hafa sveitarfélög, atvinnurekendur og íbúar á Vesturlandi tekið á móti innflytjendum.
5. Vaxtarsamningur
Skipuð hefur verið stjórn fyrir vaxtarsamninginn og var fyrsti fundur stjórnar haldinn 28. febrúar sl. Þar var skipað framkvæmdaráð. Páll Brynjarsson er formaður framkvæmdaráðs. Auk hans sitja þar Erla Friðriksdóttir bæjarstjóri, Ágúst Sigurðsson rektor, Elvar Valsson frá Iðntæknistofnun, Jakob Friðriksson frá Orkuveitu Reykjavíkur.
Lögð fram drög að verksamningi á milli SSV og vaxtarsamningsstjórnar. En SSV mun halda utanum verkefnið sem verktaki. Rætt um ráðningu starfsmanns til að halda utanum klasa í verkefninu en gert er ráð fyrir 60% starfshlutfalli. Stjórn SSV samþykkir að gerður verði samningur milli Vaxtarsamnings og SSV.
Gera þarf svo ítarlegar reglur um úthlutun þessara fjármuna sem eru innan vaxtarsamnings.
6. Starfsmannamál
Vífill Karlsson hefur í framhaldi af Hvalfjargangaskýrslu haldið áfram rannsóknar- og greiningarvinnu á eigin forsendum og stefnir á að ljúka doktorsgráðu. Hann hefur sótt um að fá 1 dag í viku til áframhaldandi vinnu við doktorsverkefnisins í tvö ár. Á móti koma að hluta til styrkir sem hann hefur fengið. Rannsóknir Vífils styrka gagnagrunn SSV enn frekar en orðið er og koma Vesturlandi til góða.
Byggðastofnun stendur fyrir ferð til Danmerkur 1. – 4. maí. Meginefni ferðarinnar varðar samningagerð og stofnanagerð fyrir atvinnu- og byggðaþróunarstarf, nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefni. Samþykkt að Vífill Karlsson og Hrefna B. Jónsdóttir fari í ferðina.
7. Erindi Hvalfjarðarsveitar.
Borist hefur erindi frá Hvalfjarðarsveit þar se, skýrslan um Ímynd Vesturlands þykir sniðganga Hvalfjarðarsveit. Röksemd Hvalfjarðarsveitar er sú að alltaf er talað um ,,Akranes og nágrenni” í stað Akranes sérstaklega og Hvalfjarðarsveit sérstaklega. Bent er á að í nýlegri bók ,,Vaxtarsamningur Vesturlands “ sé Hvalfjarðarsveit sniðgengin á sama hátt. Farið er fram á að SSV komi til móts við íbúa Hvalfjarðarsveitar og kosti t.d. símakönnun þar sem sérstaklega væri spurt um afstöðu fólks til Hvalfjarðarsveitar.
SSV hefur verið í sambandi við Rannsóknarmiðstöðina á Bifröst vegna hugsanlegrar símakönnunar og kostnaðarmat. Lagt er til að SSV styrki könnunina um 350.000 en könnunin verði unnin af Rannsóknarmiðstöðinni á Bifröst og SSV hafi fullan aðgang að niðurstöðu könnunarinnar og hún verði hluti af Ímyndarskýrslu um Vesturland. Umframkostnað við verkefnið verður Hvalfjarðarsveit að kosta.
Stjórn er sammála um að fjórskipting innan Vesturlands sé eðlileg en orðalagið Akranes og nágrenni hafi verið óheppilegt.
8. Vesturland í Evrópu.
Hermann Sæmundsson, hefur sent hugmynd að Evrópuverkefni sem miðar að því að skilgreina hagsmuni Vesturlands í Evrópusamvinnu. Hugmynd þessi kom upp í framhaldi af heimsókn nokkurra aðila til Brussel og samtölum við sveitarstjórnarmenn.
Markmið verkefnisins er að um tilraunaverkefni sé að ræða til tveggja ára og megintilgangur að skoða hvort og hvernig Vesturland sem svæði getur nýtt sér sem best tækifæri sem gefast á grundvelli Evrópusamvinnunnar og EES samstarfsins. Markmiðið er að stjórnsýsla, atvinnulíf og menntastofnanir fari sameiginlega yfir þessi tækifæri og meti til framtíðar hvort og hvernig samstarfinu skuli hagað.
Ólafur Sveinsson fer til Brussel og mun hitta Hermann n.k. föstudag og þeir munu fara yfir þetta mál.
9. Aðalfundur UKV
Aðalfundur UKV verður haldinn í Safnaskálanum á Safnasvæðinu Görðum á Akranesi föstudaginn 30. mars 2007. Samþykkt að Hrefna B. Jónsdóttir fari með umboð SSV á fundinum.
10. Erindi Kennarafélags Vesturlands.
Borist hefur erindi frá Kennarafélagi Vesturlands, en þar hefur verið rædd sú hugmynd hvort félagið og SSV ættu ekki að koma á samskiptum sín á milli í einhverju formi, t.d. myndu aðilar koma á samstarfi er varðar menntun og uppeldismál á svæðinu. KFV gæti veitt umsögn um ýmis mál er tengjast málaflokknum, bæði fyrir samtökin í heild og í einstökum sveitarfélögum.
Erindið var rætt og formanni falið að ræða við Örn Arnarson, formann KFV.
11. NPP partenariat in Derry
Erindi hefur borist frá Byggðastofnun þar sem bent er á söfnun hugmynda um verkefni er rúmast gætu innan Norðurslóðaáætlunar 2007 – 2013. Fjölmargar hugmyndir hafa borist þ.á.m. allmargar frá Íslandi. Nú er lokið greiningu/mati hugmyndanna og í kjölfar þess er búið að setja upp dagskrá fyrir forverkefnisstefnumót 24. – 26. apríl n.k. í Derry á Írlandi. Samþykkt að formaður SSV, Sigríður Finsen formaður og Kristín Björg Árnadóttir starfsmaður SSV-þróunar og ráðgjafar fari til Derry sem fulltrúar SSV.
12. Fundargerðir.
Lagðar fram fundargerðir Sorpurðunar Vesturlands hf. frá 12. feb. 07,
Samgöngunefndar frá 12. feb. 07 og Vaxtarsamningsnefndar frá 28. feb. 07.
13. Umsagnir þingmála
Frumvarp til vegalag, 437. mál. Heildarlög.
Tillaga til þingsályktunar um aukna jónustu við ungbarnafjölskyldur.
Frumvarp til laga um skyldur erlendra fyrirtækja um starfskjör starfsmanna þeirra. 541. mál. Heildarlög.
Tillaga til þingsályktunar um láglendisvegi. Öryggi og stytting leiða.
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007 – 2018
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007 – 2010
Frumvarp til laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.
Frumvarp til laga um tollkvóta við innflutning landbúnaðarafurða.
Frumvarp til laga um Verðlagsstofu skiptaverðs.
Frumvarp til skipulagslaga og frumvarp til laga um mannvirki. Heildarlög.
Frumvarp til laga um brunavarnir, flutningur verkefna Brunamálastofnunar o.fl.
15. Önnur mál.
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 23. mars sl.
Staða héraðsnefnda.
Lagt fram minnisblað um stöðu héraðsnefnda sem unnið hefur verið af lögfræðisviði Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samþykkt að senda minnisblaðið til sveitarféaganna.
Skipulagsdagur 2007.
Kynntur Skipulagsdagur 2007 – Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál og umhverfismat.
Ferðasýningin 2007 í Fífunni í Kópavogi 20. – 22. apríl.
Kynnt ferðasýningin í Fíflunni í Kópavogi sem haldin verður 20. – 22. apríl n.k.
Grænt bókhald Sorpurðunar Vesturlands hf. v/2006
Fundarmönnum afhent skýrsla Sorpurðunar Vesturlands hf. um grænt bókhald.
Fundur formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna 22. mars.
2007.
Sigríður Finsen sagði frá fundi formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna. Rætt var um umsagnir þingmála og hve skammur tími er gefinn til að vinna umsagnir. Mikið var rætt um vegamál, tónlistarskólamál, byggðamál o.fl.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.