51 – SSV stjórn
F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundar í stjórn SSV haldinn Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga föstudaginn 15. september 2006 kl. 17:30
Stjórnarfundur í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, haldinn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga föstudaginn 15. September 2006 kl. 17:30.
Mætt voru: Sigríður Finsen, Páll Brynjarsson, Björn Elíson, Ása Helgadóttir og Kristjana Hermannsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir og Jenný Lind Egilsdóttir voru ekki mættar. Einnig sat fundin Hrefna B. Jónsdóttir, sem einnig ritaði fundargerð.
Dagskrá fundarsins:
1. Kosning formanns.
Sigríður Finsen, aldursforseti stjórnar setti fund. Hún sagði eitt mál verða tekið fyrir á fundinum, þ.e. kosning formanns og varaformanns.
Hún kallaði eftir tilnefningu um formann og varaformann. Tillaga kom um Sigríði sem formann og Pál Brynjarsson sem varaformann. Voru tillögurnar samþykktar einróma.
Sigríður þakkaði stjórn traustið og sagðist hlakka til að starfa með nýrri stjórn fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Hrefna B. Jónsdóttir
Fundarritari,