31 – Sorpurðun Vesturlands
F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi miðvikudaginn 2. nóvember 2005 kl. 16:00.
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á skrifstofu SSV miðvikudaginn 2. nóvember 2005 kl. 16.
Mættir voru:
Guðbrandur Brynjúlfsson, Sæmundur Víglundsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Kristinn Jónasson og Magnús Ingi Bæringsson. Auk þess sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá fundarins:
1. Umgengni í Fíflholtum.
2. Ný urðunarrein
3. Magntölur
4. Staðfesting svæðisáætlunar fyrir Vesturland.
5. Sýnatökur í Fíflholtum og niðurstöður mælinga.
6. Aspets-rör frá HAB
7. Gjaldskrármál
8. Önnur mál.
Guðbrandur Brynjúlfsson setti fund og gekk til dagskrár.
Umgengni í Fíflholtum.
Tekið fyrir erindi sem sent var Gámaþjónustu Vesturlands varðandi fyrirkomulag umgengni í Fíflholtum.
Ný urðunarrein
Jón Ágúst Guðmundsson, verkfræðingur hjá VST, hefur lagt fram teikningar af nýrri urðunarrein í Fíflholtum og kostnaðartölur. Samþykkt að leita samninga við Jónas Guðmundsson við framkvæmdir á svæðinu.
Magntölur
Farið yfir magntölur sorps. Í lok september á árinu 2005 hafa verið urðuð alls 8.251.740 kg. í Fíflholtum.
Staðfesting svæðisáætlunar fyrir Vesturland.
Fyrir liggur staðfesting allra sveitarfélaganna á Vesturlandi á Svæðisáætlun um urðun úrgangs. Rætt um útgáfu á endanlegri útgáfu svæðisáætlunarinnar og dreifingu hennar til sveitarfélaganna.
Sýnatökur í Fíflholtum og niðurstöður mælinga.
Lagðar fram þær niðurstöður sem eru komnar úr sýnatökum sem fram hafa farið á þessu ári. Einnig lagt fram svar Sorpurðunar, unnið af UMÍS ehf., til Umhverfisstofnunar varðandi útstreymisbóknald. Niðurstaða þess er að það sé miklum vandkvæðum bundið að skila útstreymisbókhaldi með þeim hætti að mark sé á takandi.
Aspetsrör frá HAB
Nokkuð magn af hitaveiturörum hafa komið inn frá Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Umhverfisstofnun hefur mælst til þess að þessum rörum, sem eru úr aspestsi, verði fundinn sér urðunarsvæði. Gert er ráð fyrir sérstakri urðunargryfju á frekara skipulagi sem VST hefur unnið drög að. Umrædd rör eru afar plássfrek. Ræddur sá möguleiki að mylja rörin til að minnka rúmmál þeirra.
Rætt um nauðsyn þess að kostnaðargreina meðhöndlun röranna og formanni og framkvæmdastjóra falið að ræða við forsvarsaðila HAB.
Gjaldskrármál
Lagt fram fjárhagsuppgjör fyrir það tímabil ársins sem liðið er. Gjaldskrármál Sorpurðunar rædd í framhaldinu og framkvæmdir á komandi ári. Samþykkt að hækka urðunargjaldið úr 4,20 í 4,30 kr. pr. kg. Urðun sláturúrgangs hækki úr 8.70 í 8,90 kr. pr. kg.
Önnur mál.
Englandsferð:
Guðbrandur og Hrefna sögðu frá ferð sinni með FENÚR félögum til Englands.
Farið var á stóra sýningu og var þar áberandi að í Bretar velta mikið fyrir sér jarðgerð. Fyrirtæki Biffa var heimsótt en það fyrirtæki sér um sorpsöfnun og úrvinnslu sorps fyrir Leicesterborg og hefur gert 20 ára samning við sveitarfélagið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.
Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir