44 – SSV stjórn

admin

44 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

 

Stjórnarfundur í stjórn SSV haldinn á Hótel Glymi á Hvalfjarðarströnd fimmtudaginn 28. október 2005 kl. 18.

 

Stjórnarfundur í stjórn SSV haldinn á Hótel Glymi á Hvalfjarðarströnd fimmtudaginn 27. október 2005 kl. 18:00. 
Mætt voru: Helga Halldórsdóttir, Sveinbjörn Eyjólfsson, Ólína Kristinsdóttir, Sigríður Finsen, Þorsteinn Jónsson, Kristján Sveinsson og Jón Gunnlaugsson.  Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir og Ólafur Sveinsson.

 

1. Undirbúningur aðalfundar
2. Fjárhagsáætlun
3. Menningarsamningur.
4. Önnur mál.

 

Undirbúningur aðalfundar.
Dagskrá aðalfundar samþykkt.
Unnin tillaga að starfsmönnum fundarins.

 

Fjárhagsáætlun.
Umræður urðu um fastagjald sveitarfélaganna, einkum vegna þess hvernig fastagjaldið skiptist m.t.t. sameiningar og kosninga.  Samþykkt að leggja fram tillögu til aðalfundar að fastagjald sveitarfélaganna verði reiknað m.t.t. núverandi sveitarfélagaskipan fram til 1. júlí 2006.  Seinni hluta ársins samkvæmt nýrri sveitarfélagaskipan.

 

Menningarsamningur.
Farið yfir drög að menningarsamningi sem hafa borist frá menntamálaráðuneytinu. 
Samningurinn verður undirritaður á aðalfundi á morgun og tekur gildi um áramót og þá er gert ráð fyrir því að samstarfssamningur sveitarfélaganna á Vesturlandi liggi fyrir.
Fundarmenn fögnuðu framkomnum samningi.

 

Önnur mál.
Farið yfir tillögur að ályktunum aðalfundar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Hrefna B. Jónsdóttir
fundarritari.